Fréttablaðið - 13.01.2007, Qupperneq 36
Hjónin Ásgeir Jón Ásgeirsson og
Berglind Björg Harðardóttir hafa
ásamt sonum sínum tveimur komið
sér upp fallegu og hlýlegu heimili
í Kópavogi og ljóst við fyrstu sýn
að heimilisfókið er tónelskt. Til
marks um það er að fjöldann allan
af hljóðfærum er að finna þar á
bæ, bæði gítara og tambúrín, sem
heimilisfaðirinn hefur verið dug-
legur að safna síðan hann hóf tón-
listarferil fyrir tuttugu árum.
Rauðleitur gítar tekur sig vel
út í stofunni en Ásgeir komst
yfir hann í New York fyrir tveim-
ur árum. „Þetta er djassgítar og
jafnframt mitt helsta hljóðfæri,“
útskýrir hann. „Farið var eftir gít-
arsmíðum hins heimsþekkta hljóð-
færasmiðs D´Angelico við gerð
hans, en gítarar hans nutu mikilla
vinsælda á sjötta áratugnum og
voru rándýrir þar sem þeir fengust
í mjög takmörkuðu upplagi. Þegar
framleiðsla hófst á sams konar
gítörum í Japan, fengust þeir loks
á viðráðanlegu verði og er þessi
einn slíkra,“ segir hann um gítar-
inn rauða.
Ásgeir á einnig tvær tambúrur í
safninu, sem hann lýsir sem búlg-
verskri útgáfu af gítar, sem er upp-
runnin í Pirin, og mikið notaðar í
Balkanlöndunum. „Aðra þeirra, þá
ljósbrúnu, keypti ég af búlgörskum
tambúruspilara, sem kom hingað
til lands síðasta sumar og er afar
ánægður með þau viðskipti. Tam-
búran hefur komið víða við og á
þar af leiðandi sína sögu eins og
flest hljóðfærin á heimilinu.“
Hjónin virðast deila ástríðunni
fyrir gömlum hlutum, sem sést af
því hvernig erfðagripum, til að
mynda fallegum tveggja manna
sófa, hefur verið blandað saman
við hlýleg viðarhúsgögn. „Eina
undantekningin þar á er eldhúsið
sem við gerðum upp fyrir tveimur
árum og er tiltölulega nýtískulegt
eftir breytinguna,“ útskýrir Ásgeir.
„Allt annað er í fyrrnefndum stíl
með það fyrir augum að skapa
hlýlega og ef til vill svolítið gam-
aldags stemningu. Við reyndum að
velja húsgögnin með það í huga.
Ætli hljóðfærin hjálpi síðan bara
ekki til við að fullkomna ætlunar-
verkið.“
- rve
2
Tónelsk með tambúrur
Litið í heimsókn til fjölskyldu með ástríðu fyrir hljóðfærum og gömlum munum.
{ heimilið }