Fréttablaðið - 13.01.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 13.01.2007, Síða 48
14 „Fjölbreytileiki hausa skiptir einna mestu máli í vali á gaseldavélum,“ segir Þór Austmar hjá fyrirtækinu Gasco, sem sérhæfir sig í uppsetn- ingu og viðgerðum á gaseldavélum. „Með öðrum orðum verður vélin að hafa tvær miðlungsstórar hellur, eina litla og aðra stóra, öfluga, eða svo- kallaða vókhellu, sem er mestmegnis notuð til steikinga. Síðan er hægt að velja um fleiri hellur, eða allt eftir smekk hvers og eins.“ Þór varar menn við því að halda að hátt verð á gaseldavélum jafngildi gæðastimpli. „Í raun er lítill merkj- anlegur munur á vélunum þótt verð- ið kunni að gefa annað til kynna. Það er kannski helst að dýrari gerð- irnar séu með hreinni og betri loga og úr sterkara efni heldur en þær ódýru. Það skiptir þó raunverulega litlu máli nema fyrir fagmenn eins og mig. Staðreyndin er sú að menn geta gert alveg jafn góð kaup með því að fjárfesta í ódýrari gerðum gas- eldavéla. Svo er öryggiskerfið svipað í flestum vélum.“ Eftir að gaseldavél hefur verið valin segir Þór mikilvægt að kalla í fagmann til að setja hana upp. „Mælst er til þess að fólk láti gas- mönnum eftir uppsetningu á gastækjum og -búnaði. Fagmennirn- ir kunna náttúrlega best til verka. Til dæmis er algengt að fólk gangi ekki vel frá útigaskútnum í þar til gerðri forðageymslu, sem hlífir kútnum og þrýstibúnaðinum fyrir veðri og vind- um. Stór hætta getur nefnilega skap- ast sé frágangurinn slæmur.“ Þór segir fagmenn jafnframt aðstoða við að koma gasskynjara fyrir á réttum stað. „Skynjarinn hefur svipaða virkni og dæmigerður reykskynjari,“ útskýrir hann. „Hann er hafður niðri við gólf, þar sem gas leitar alltaf niður á lægsta punktinn. Þeir sem eru með öryggiskerfi heima hjá sér ættu að fá eftirlitsaðilann sem setti það upp til að ganga frá gas- skynjaranum í leiðinni. Innbyggðu skynjararnir í nýju vélunum er ann- ars orðnir svo góðir að lítil hætta er á að þeir bili og gas fari að leka út. Bili þeir hins vegar lokar öryggislokinn fyrir gasið.“ -rve Verð enginn gæðastimpill Þór Austmar hjá Gasco segir verð gaseldavéla ekki haldast í hendur við gæði og öryggi. Eftirfarandi eru nokkur góð ráð um þrif á eldhústækjum og fleiru í eld- húsinu, úr smiðju fyrirmyndarhús- freyjunnar Mörthu Stewart: ELDAVÉLIN: Þurrkaðu af eldavél- inni um leið og þú ert búinn að elda. Það verður erfiðara að ná blettum af eftir að þeir harðna í hitanum. Taktu stillihnappana reglulega af eldavélinni og þrífðu í volgu sápu- vatni. Láttu þá svo þorna vel áður en þú setur þá aftur á. OFNINN: Láttu ofngrindur og skúff- ur liggja í volgu sápuvatni í nokkra tíma (t.d. í baðkari). Skrúbbaðu vel með grófum svampi, skolaðu og láttu þorna. Hreinsaðu ofninn líka að innan á eins mánaðar fresti, eða ef það myndast reykur inni í honum þegar þú notar hann. ÍSSKÁPURINN: Hreinsaðu ísskápinn að innan einu sinni í mánuði. Þá tæmirðu hann og þrífur með blöndu af tveimur msk. af matarsóda á móti einum fjórða lítra af vatni. Þurrkaðu ísskápinn að innan með litlu hand- klæði og þrífðu svo glerplötur og grindur í heitu vatni en láttu þetta ná herbergishita áður en það er sett aftur í ísskápinn til að koma í veg fyrir sprungur. S K Á P A R : S t r j ú k t u reglulega af höldum og skápahurðum til að koma í veg fyrir að b a k t e r í u r nái að setjast þar að. Skipuleggðu skápa og skúffur þannig að það sem er minnst notað sé innst í skápnum og það sem er mest notað sé yst. VASKUR: Vaska og blöndunartæki ber að þrífa á hverju kvöldi með borðtusku, vættri með svolitlu sápu- vatni. Gott er að setja uppþvotta- bursta og svampa í uppþvottavélina annað slagið. Til að forðast að stífla myndist í vaskinum má hella í hann einum lítra af sjóðandi vatni viku- lega. Aldrei setja olíur eða dýrafitu í vaskinn þar sem fita er mjög stíflu- myndandi. RAFTÆKI: Brauðristina á að tæma af brauðmylsnu vikulega. Taktu hana úr sambandi og strjúktu líka reglulega af henni með sápuvættum klút, en sé hún með krómáferð á að nota glerhreinsiúða á það. Örbylgjuofna má hreinsa að innan með því að nota blöndu af tveimur matskeiðum matarsóda á móti einum fjórða lítra af vatni. Til að ná erfiðum blettum er gott að sjóða skál með heitu vatni í ofn- inum og láta hana standa svolitla stund. Þegar móða myndast í ofn- inum losnar um bletti og það verður auðveldara að strjúka þá af. Kaffikvörn er gott að hreinsa að innan með því að mala ósoðin hrísgrjón í kvörninni. Þetta losar um olíur, krydd og annað sem hefur áður verið malað í kvörninni. Gangi þér vel. mhg@frettabladid.is Hreint og fallegt Eldhús og eldhústæki er gott að þrífa reglulega á markvissan hátt. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir { heimilið } Í versluninni Art Form á Skóla- vörðustíg má fá fallegar vörur fyrir heimilið. Verslunin selur meðal annars vörur frá ítalska merkinu Iittala sem er þekkt fyrir klassíska hönnun, falleg form og fágun. Einnig má finna þar vörur frá ítalska fyrirtækinu Egizea sem stendur framarlega í hönnun, vinnslu og tækni ásamt vörum frá Senta og Kartio. Margir kjósa þessi merki umfram önnur sökum vandaðrar hönn- unar, fegurðar og umfram allt að öll þessi hönnunarfyrirtæki framleiða muni sem standast tímans tönn og falla seint eða aldrei úr tísku. Klassísk hönnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.