Fréttablaðið - 13.01.2007, Page 64

Fréttablaðið - 13.01.2007, Page 64
K olbrún er heima með veika dóttur sína þegar blaða- maður bankar upp á. Viktoría Björt fær að horfa á Lata- bæ meðan viðtalið fer fram en kemur fljótlega og kvartar yfir að hljóðið vanti á sjónvarpið. Kol- brún hækkar fyrir dóttur sína og fylgist með viðbrögðum hennar til að vita hversu mikið hún eigi að hækka. Viktoría gefur merki um að hún heyri nægilega vel og sest ánægð í sófann. „Ég fæddist með fulla heyrn,“ segir Kolbrún um leið og hún sest niður til spjalls við blaðamann. „Þegar ég var tveggja ára fékk ég heilahimnubólgu og missti heyrn- ina í kjölfarið,“ bætir hún við. Fjögurra ára gömul fór hún til Ameríku í kuðungsígræðslu. „Þá var grætt í mig eitt rástæki og eftir það gat ég heyrt eina tónteg- und. Ég fór svo aftur í sams konar ígræðslu þegar ég var þrettán ára og fékk þá tuttugu rása tæki sem var grætt í kuðunginn þannig að núna heyri ég 22 tóna. Þeir sem eru með eðlilega heyrn geta aftur á móti heyrt milljónir eða millj- arða ólíkra tóna,“ segir Kolbrún en eftir aðgerðina getur hún heyrt að litlum hluta en það fer eftir því í hvaða tóni hljóðið er þannig að táknmál er enn sem fyrr móður- mál Kolbrúnar. Það er lítið mál að spjalla við Kolbrúnu því hún heyr- ir sumt sem sagt er en annað les hún af vörum fólks. Kolbrún fór í leikskóla fyrir heyrnarlausa þegar hún var fjög- urra ára en þaðan í Heyrnleys- ingjaskólann þegar hún var sex ára. „Eftir skóla var ég á skóla- dagheimili til klukkan fimm. Þar varð ég fyrir misnotkun af hendi eins starfsmannsins og það varði í raun frá því ég byrjaði og þangað til ég var tíu ára gömul,“ segir Kolbrún. „Þessi maður var að vinna þar og það voru fleiri börn sem lentu í þessu sama. Hann hafði sjálfur verið í Heyrnleys- ingjaskólanum og misnotaði þá skólasystur sínar. Skólinn vissi af því en gerði aldrei neitt í því. Síðan fór hann að vinna á skóladagheim- ilinu um það leyti sem ég byrjaði þar og þá hélt hann þessu áfram án þess að skólayfirvöld grunaði neitt.“ Kolbrún segir manninn hafa misnotað hana frá því að hún man eftir sér á skóladagheimilinu. „Á þessum tíma var ég svo lítil að ég vissi ekki að þetta væri rangt. Það var ekki fyrr en ég var tólf ára að ég fór í kynfræðslu og fór þá að sjá að þetta væri ekki rétt,“ segir Kolbrún, en hún sagði engum frá þessu á þeim tíma. „Maðurinn var líka svo skemmtilegur og vinsæll. Allir elskuðu hann og dáðu. Við vorum öll svo ofsalega hrifin af honum að ég áttaði mig ekki á því að það sem hann gerði var rangt.“ Að lokum fór það svo að ein stelpnanna á skóladagheimilinu sagði frá misnotkuninni en þá voru þær komnar á táningsaldur. „Þá fór ég að hugsa að þó hann væri rosalega skemmtilegur þá væri þetta samt ekki rétt sem hann gerði. Þá var ég komin í átt- unda bekk og ákvað að kæra hann líka,“ segir Kolbrún og rifjar upp hversu mikið uppnám varð í skól- anum. „Ég þoldi loks ekki meira og flutti mig yfir í Háteigsskóla eftir páskana þegar ég var í átt- unda bekk og lauk grunnskólanum þar.“ „Við vorum fyrst tvær sem kærð- um en síðan bættust við þrjár aðrar. Ég veit um eina í viðbót sem lenti í honum en hún vildi ekki kæra, þannig að það er líklegt að við höfum verið enn fleiri sem urðum fyrir ofbeldi frá honum,“ segir Kolbrún og bætir því við að dómurinn sem maðurinn fékk hafi verið heldur stuttur. „Hann var í fangelsi í örfáa mánuði og var á skilorði í einhvern tíma en hann var bara dæmdur á framburði þriggja okkar. Tvær þóttu ekki nægilega trúverðugar.“ Kolbrún segist ekki vita hvort hann hafi fengið óvenju stuttan dóm vegna þess að hann er heyrnarlaus, en sjálfri finnst henni dómurinn hafa verið í léttara lagi. Þar sem samfélag heyrnar- lausra er ekki mjög fjölmennt hér á landi kemst Kolbrún ekki hjá því að sjá manninn stöku sinnum. „Hann hefur stundum komið á við- burði hjá heyrnarlausum eins og árshátíðir, bjórkvöld eða annað. Við tölum þá ekki við hann og mér finnst mjög óþægilegt að sjá hann. Það er bara ekki í boði fyrir okkur að hugsa um það og við verðum bara að lifa með þessu það sem eftir er. Ég er ekki sátt en verð að lifa með þessu og hugsa ekki mikið um þetta í dag. Þetta er bara búið og gert þannig að það er ekkert annað að gera en að halda áfram.“ Meðan Kolbrún var í Heyrnleys- ingjaskólanum þjáðist hún af gríð- arlegri kvíðaröskun án þess að nokkur gerði sér grein fyrir af hverju. „Ég var á sterkum kvíða- stillandi lyfjum en var samt illa haldin af kvíða. Ég kveið sérstak- lega fyrir því að fara í skólann en vissi ekki einu sinni sjálf af hverju ég var svona kvíðin,“ segir Kol- brún sem síðar áttaði sig á því hvers vegna henni hafði liðið svona illa. „Þegar ég var komin á táningsaldur þjáðist ég af miklum kvíða, þunglyndi og fleiru. Á tíma- bili var ég meira að segja svo slæm að ég gat ekki borðað þó ég væri ekki beinlínis með átröskun- arvandamál. Þetta skapaðist allt af vanlíðan.“ Smám saman tók sig upp mikil félagsfælni hjá Kolbrúnu og hún lokaði sig algjörlega af. „Ég reyndi oft að fyrirfara mér og skaða sjálfa mig á þessum tíma. Ég kveikti í mér, reyndi að hengja mig, tók of stóra skammta af lyfj- um og gerði svo margt sem mig langar ekki til að muna eftir í dag. Það er búið og gert en mér bara leið svo rosalega illa og langaði til að finna fyrir einhverju. Ég hafði svo lengi verið tilfinningalega dofin og man eiginlega ekkert eftir þessum tveimur árum sem ég var veik,“ segir Kolbrún og bætir því við að vinirnir hafi margir horfið á þessum tíma þó að einhverjir hafi þó staðið við bakið á henni. „Fjölskyldan mín stóð alltaf á með mér í gegnum veik- indin en ég lokaði á alla og var bara vond við fólkið mitt. Ég vildi bara fá að vera ein.“ Kolbrún var lögð inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þegar hún var sautján ára og dvaldi þar í eitt ár. „Ég var útskrif- uð þegar ég var átján ára enda var ég þá ekki lengur barn. Ég fór að vinna á Sólheimum um sumarið og gekk alveg frábærlega. Síðan fór ég í ferðalag til Finnlands og eftir það fór allt í sama farið aftur,“ segir Kolbrún en hún var í kjölfar- ið lögð inn á geðdeild 32-C á Land- spítalanum. „Þar var ég lengi með annan fótinn. Ég var inni kannski í þrjá mánuði í einu og svo útskrif- uð en alltaf lögð inn aftur. Svona gekk þetta í ár og þá var ég endan- lega útskrifuð þaðan.“ Eftir útskriftina af geðdeild Landspítalans tók við endurhæf- ing á deild 13 á Kleppsspítala, sem er opin deild. „Ég hafði verið lokuð inni meira og minna í tvö ár og þurfti að læra að taka þátt í lífinu aftur því ég kunni ekki lengur að lifa,” segir Kolbrún og bætir því við að hún viti ekki hvert þessi tvö ár hafi farið því hún muni nánast ekkert eftir þeim. „Ég var haldin svo mikilli félagsfælni eftir alla inniveruna að ég þorði ekki út en á Kleppsspítala var mér hjálpað að komast aftur út á meðal fólks.“ Þegar Kolbrún var útskrifuð af Kleppsspítala flutti hún heim til ömmu sinnar í skamman tíma áður en hún fór á meðferðarstofnun í Svíþjóð en hún hafði beðið eftir plássi þar í tvö ár. „Þá var Viktoría Björt laumufarþegi,“ segir Kol- brún og hlær. „Þannig að ég var bara úti í hálft ár og kom svo heim og fór að búa með barnsföður mínum.“ „Það má segja að allt frá fyrsta degi meðgöngunnar hafi ég farið að blómstra. Það hefur gengið vel alveg síðan,“ segir Kolbrún en hún hafði verið í sambandi við barns- föður sinn um nokkurt skeið áður en hún fór til Svíþjóðar. „Ég komst ekki að því að ég var barnshafandi fyrr en ég var komin til Svíþjóðar og var þess vegna bara þar út með- gönguna. Við bjuggum saman í rúmt ár eftir að ég kom heim en við Viktoría Björt erum búnar að vera einar í rúmlega ár núna.“ Kolbrún segist hafa upplifað smá bakslag eftir að hún og barns- faðir hennar slitu samvistir en nú sé hún orðin svo meðvituð og eigi því auðveldara með að kljást við erfiðleika en áður. „Það gengur alveg rosalega vel hjá mér í dag. Ég vinn rétt hjá heimilinu mínu og Viktoría Björt er í leikskóla hér í grenndinni líka svo við getum gengið allt sem við þurfum að fara. Á köflum er þetta erfitt peningalega en það er ekk- ert til að hafa áhyggjur af,“ segir Kolbrún hin brattasta og horfir björtum augum til framtíðar. Verð að lifa með þessu Kolbrún Völkudóttir hefur verið heyrnarlaus frá tveggja ára aldri. Hún gekk í gegnum ára- langa meðferð á geðdeildum hér heima og í Sví- þjóð eftir að hafa verið misnotuð af starfsmanni dagvistar Heyrnleysingjaskólans um fimm ára skeið. Í dag hefur hún náð sér vel á strik og lifir hamingjuríku lífi ásamt tveggja ára dóttur sinni, Viktoríu Björt. Sigríður Hjálmarsdóttir heimsótti mæðgurnar í Kópavog og fékk að heyra sögu Kol- brúnar. Ég kveikti í mér, reyndi að hengja mig, tók of stóra skammta af lyfjum og gerði svo margt sem mig langar ekki til að muna eftir í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.