Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2007, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 13.01.2007, Qupperneq 78
Bling, hælaskór og loðfeldir Ekki má gleyma þeirri ágætu lífsnauðsyn sem góð undirföt eru. Hvort sem um ræðir hlýtt og gerð- arlegt föðurland og ömmubol til að bjóða okkar harðgera, rammís- lenska kulda birginn eða undir- fögur korselett með blúndunær- buxum í stíl til að lífga svolítið upp á svartasta skammdegið, þá er þessa dagana hægt að finna stórkostlega fjársjóði á góðu verði á útsölunum sem flestar búðir í Reykjavík hafa hafið. Skokkum því af stað og nælum okkur í eitt til tvö sett af fallegum nærfötum. Svo mælum við líka með að kíkja á netið og lúxuskettir geta athugað vefinn www. agentprovocateur.com. Nægt er úrvalið! Nú er janúar. Nú er kalt. Nú er skammdegi og kannski auðvelt að vera svartsýnn. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hvernig klæða- burður okkar breytist eftir árstíðum og þá jafnvel eftir skapi. Ég tek sjálf eftir því að ég kýs fremur að klæðast ljósari litum þegar hlýna tekur í veðri. Oftast er þó svarti eða dökki liturinn ráðandi enda praktíkin í fyrirrúmi hjá flestum Íslendingum. Það er hægt að klæðast svörtu án þess þó að hverfa inn í fjöldann og svartur litur þarf ekki að vera neikvæður litur. Mér þykir gaman og mikilvægt að sjá fólk klæðast svörtu einfaldlega af því að það ýkir karakter þess og því finnst það töff en ekki upp á praktíkina eða til þess að draga úr öðrum litum. French chic útlitið, Johnny Cash og Velvet Underground eru góð dæmi. Eins sjást margar ritstýrur erlendra tískublaða aðeins í svörtu og talað er um að tískumafían gangi aðeins í þessum klassíska lit. Maður klikkar aldrei í svörtu. Sé maður hins vegar fyrir sterka liti er um að gera að leyfa þeim að skína. Það gerði hann Christopher Kane svo sannarlega á sýningu sinni fyrir vor/sumar 2007 en nánar er fjallað um hann hér annars staðar á síðunni, enda heillaði hann frú Donatellu Versace upp úr skónum. Í tískuheiminum gerast hlutirnir á ofurhraða. Hafi maður einhvern áhuga á tískunni er skemmtilegt að fylgjast með nýjum nöfnum skjóta upp kollinum, sjá hvað hönnuðirnir hafa fram að færa, hverjir gera öðruvísi hluti, hverjir koma með eitthvað alveg nýtt, hverjir halda í klassíkina, en umfram allt, hvernig þróast tískan? Við heyrum oft að „eighties“ eða „nineties“ sé alveg komið aftur eða að „sixties“ sé að virka þessa dagana. Hvert sem hönnuðir sækja áhrifin, sér maður um leið hvort þeir hafa gefið eitthvað af sjálfum sér í flíkina og á hvaða hátt þeir nálgast viðfangsefnið. Þessir gömlu tímar koma aldrei aftur. En það er æðislegt að sjá að þessi tímabil voru svo mikilvæg í hönnunarsögunni að áhrifa þeirra gætir enn í dag og enn skemmtilegra að hafa möguleikann á að blanda þessum stílum saman, enda allt leyfilegt í tískunni í dag. Þetta er allt risastór blanda af gömlu og nýju og hringrásin er endalaus. Eins og með svo margt annað er það mikilvægast að þora en ekki guggna og sjá svo bara hvað gerist... Svartur mánuður? FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.