Fréttablaðið - 13.01.2007, Side 83

Fréttablaðið - 13.01.2007, Side 83
 Viðskiptamaðurinn Jafet S. Ólafsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar hf., til- kynnti í gær að hann myndi bjóða sig fram til formanns KSÍ. Jafet er annar maðurinn sem tilkynnir un framboð en Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hafði áður tilkynnt um framboð. „Ég hef mikinn áhuga á fótbolta og hef starfað töluvert innan hreyfingarinnar. Ég vil taka þátt í að efla knattspyrnulífið á Íslandi og gera það enn betra,“ sagði hinn 55 ára gamli Jafet við Fréttablaðið í gær. Hann var formaður Bad- mintonsambandsins í fjögur ár á sínum tíma en hefur undanfarin ár starfað í viðskiptalífinu þar sem hann var framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar síðustu tíu ár en lét af því starfi á dögunum. Hann situr eigi að síður í stjórn fyrirtæksins. Jafet var áður úti- bússtjóri Íslandsbanka og fram- kvæmdastjóri Íslenska útvarpsfé- lagsins. Stærsti sjáanlegi munurinn á framboðunum tveimur er sá að Geir hyggst gera formannsstarfið að fullu starfi en það hyggst Jafet ekki gera nái hann kjöri. „Ég fer í þetta á þeim forsend- um að starfið sé ekki fullt starf. Ég býð mig heldur ekki fram þar sem ég sé ósáttur við núverandi forystu því ég tel hana hafa unnið mjög gott starf. Í mínum augum þá á framkvæmdastjórinn að sjá um daglegan rekstur og að við séum líka með öflugt starfsfólk sem og stjórn. KSÍ er stórt fyrir- tæki og ég horfi þannig á það. Ég er ekki með miklar áherslubreyt- ingar en ég hef samt alltaf horft á íþróttir sem mikið forvarnarstarf og vil nota íþróttir meira tengt forvarnarstarfi,“ sagði Jafet, en hvað hefur hann fram að færa í starfið? „Ég hef reynslu úr íþrótta- hreyfingunni og mikla reynslu úr viðskiptalífinu til að nefna eitt- hvað.“ Jafet segist ekki bjóða sig fram nema hann telji sig geta lagt Geir í formannskjörinu. „Það gefur auga leið að ég væri ekki að bjóða mig fram nema ég teldi mig eiga góða möguleika á kosningu. Það er búið að kanna baklandið og ég tel mig eiga góða möguleika,“ sagði Jafet. Tel mig eiga góða möguleika á að ná kosningu Heildarverðmæti fimm ára samnings Davids Beckham við LA Galaxy eru talin vera í kringum 250 milljónir dala, eða tíu milljarðar íslenskra króna. Að minnsta kosti 80 prósent þessarar upphæðar fær Beckham fyrir eitt- hvað allt annað en að sparka bolta. Beckham fær „aðeins“ 50 millj- ónir dala fyrir að spila fótbolta þessi fimm ár en hvaðan kemur afgangurinn? „Mesta verðmætið kemur í gegnum styrktarsamn- inga Davids úti um allan heim. Það er allt annar samningur og kemur MLS ekki við,“ segir Ivan Gazidis, forseti MLS-deildarinnar. „Koma hans til Bandaríkjanna mun auka verðmæti Beckham-vörumerkis- ins og gróðinn mun einnig aukast. Það er aftur á móti ekki okkar mál og við komum hvergi nærri slík- um samningum.“ 50 milljóna dala leikmanna- samningur Beckhams bliknar í samanburði við samning hafna- boltamannsins Alex Rodrigues sem fær 252 milljónir dala á tíu ára tímabili fyrir að spila hafn- bolta. Annar hafnaboltamaður, Derek Jeter, fær síðan 189 millj- ónir dala fyrir tíu ára samning. Scott Branvold, prófessor í íþróttamarkaðsfræðum, er ekki viss um að Beckham muni ná 200 milljónum dala í gegnum styrktar- aðila á fimm árum. „Knattspyrnan hefur alltaf átt mjög erfitt uppdráttar í Banda- ríkjunum og því verður maður að spyrja sig hvort þetta sé raunhæf- ur möguleiki. Kannski mun hann taka þátt í raunveruleikaþætti,“ sagði Branvold. Hafnaboltamenn fá betur greitt en Beckham Stjörnustúlkur geta komist á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með sigri á Haukum í Ásgarði í dag. Miklu var búist við af Stjörnunni í vetur en illa hefur gengið hjá liðinu að komast í toppsætið þar sem Grótta og nú Valur hafa verið stærsta hluta tímabilsins. Stjarnan vann góðan sex marka útisigur á Gróttu í vikunni og nær Val með sigri á Haukum en 1. sætið væri þeirra á hagstæðari markahlutfalli. Haukaliðið vann öruggan sigur á Íslandsmeisturum ÍBV í vikunni og fær þarna eitt af sínum síðustu tækifærum til þess að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistara- titilinn. Leikurinn hefst klukkan 13.00 en klukkutíma síðar fara þrír aðrir leikir fram í deildinni: Fram-FH, Akureyri-ÍBV og Grótta-HK. Langþráð topp- sæti í boði Blackburn tekur á móti Arsenal í kvöldleik ensku úrvals- deildarinnar í dag en margt jákvætt hefur gerst hjá Rovers- liðinu síðan þessi lið mættust í síðasta mánuði. Arsenal vann Blackburn 6-2 á Emirates- vellinum á Þorláksmessu og eftir leikinn bjuggust flestir við erfiðum jólum og áramótum hjá lærisveinum Marks Hughes. Annað kom þó á daginn því rasskellurinn í London kveikti greinilega í liðinu sem síðan hefur unnið fjóra leiki í röð og er markatalan úr þeim 10-2. Einu mörkin sem liðið hefur fengið á sig í þessum leikjum komu úr vítaspyrnum og í þeim tveimur síðustu vann liðið stórsigra (3-0 á Wigan og 4-1 á Everton í bikarnum). Nú er að sjá hvernig Blackburn gengur þegar þþað mætir aftur Arsenal á Ewood Park í kvöld. Rassskellurinn kveikti í Rovers Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta setti nýtt met í fyrrakvöld í 96-44 sigri Íslandsmeistara Hauka á bikarmeisturum ÍS. Þriðja stoðsending Helenu var hennar hundraðasta í deildinni á tímabil- inu og hefur engum leikmanni tekist að náð að gefa sína hundruðustu stoðsendingu svo snemma á tímabilinu. Helena bætti sitt eigið met frá því í fyrra um 7 daga og tvo leiki en hún er aðeins ein þriggja leikmanna sem gefið hafa 100 stoðsendingar á einu tímabili. Hinar eru Alda Leif Jónsdóttir og Andrea Gaines. Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Helena gefur á annað hundrað stoðsendingar. Helena fljótust í hundrað Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns, gaf 21 stoðsendingu á félaga sína í 109-90 sigri á Cleveland Cavaliers í fyrri nótt. Með þessu varð hann fyrsti leikmaðurinn í níu ár til þess að eiga tvo 20 stoðsendinga leiki á sama tímabilinu. Nash skoraði aðeins 4 stig og skaut 7 skotum en réð engu að síður ríkjum á vellinum með útsjónarsemi sinni og yfirsýn. „Mér líður vel að sjá félaga mína ganga vel og skora. Það er það sem ég legg áherslu á, að koma félögum mínum inn í leikinn. Þegar við komumst í gang í sókninni þá eru önnur lið langt á eftir okkur,“ sagði Nash eftir leikinn. Hann gaf stoðsendingar á sex leikmenn í leiknum (Shawn Marion 5, Amare Stoudemire 4, Leandro Barbosa 4, Tim Thomas 3, Boris Diaw 3 og Raja Bell 2). Fimm af þessum körfum voru troðslur, sex af þeim sniðskot og Nash gaf aðeins tvær stoðsend- ingar fyrir þriggja stiga skot. Nash hefur gefið 353 stoðsending- ar í 32 leikjum á tímabilinu eða 11,0 að meðaltali í leik sem er það besta í NBA-deildinni. 21 stoðsending á félaga sína Íþróttasamband Íslands ákvað í gær hvaða íþróttafólk fær styrki á þessu ári. Styrkveitingar ÍSÍ nema að þessu sinni rúmlega 63 milljónum króna en alls eru tut- tugu íþróttamenn á A-, B- eða C- styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ. Fimm frjálsíþróttamenn eru á styrk, fjórir sundmenn og þrír skíða- menn en alls eiga níu íþróttagrein- ar alls tuttugu íþróttamenn á afreksstyrk. Að þessu sinni er úthlutað 47.820 þúsund krónum úr Afreks- sjóði ÍSÍ og 9.200 þúsund krónum úr sjóði ungra og efnilegra íþrótta- manna. Fimm íþróttamenn eru síðan á styrk frá Ólympíusam- hjálpinni fyrir leikana í Peking 2008. Sá styrkur er upp á þúsund dollarar á mánuði eða um 828.000 íslenskar krónur á árinu 2007. Auk alls þessa er A-landslið karla í handknattleik á styrk frá Ólymp- íusamhjálpinni fram að næstu ólympíuleikum. Nemur greiðsla ársins 28.000 dollurum eða um 1.950 þúsundum íslenskra króna. Sundmaðurinn Örn Arnason, sem vann brons á Evrópumeist- aramótinu í 25 metra laug, kemur nú aftur inn á A-styrk en hann fékk eingreiðslustyrk á síðasta ári. Örn er einn af fimm íþrótta- mönnum sem eru á A-styrk en hin eru frjálsíþróttafólkið Ásdís Hjálmsdóttir, Þórey Edda Elís- dóttir og Jón Oddur Halldórsson og fimleikamaðurinn Rúnar Alex- andersson. Jóhann Rúnar Kristj- ánsson, borðtennismaður úr röðum fatlaðra, er færður upp í B- styrk en þar bætist einnig í hóp styrkþega Baldur Ævar Baldurs- son frjálsíþróttamaður úr röðum fatlaðra. Nokkrir einstaklingar sem hafa verið á eingreiðslustyrkjum undanfarin ár eru nú færðir upp í C-styrk en nokkrir þeirra leggja áherslu á að ná að tryggja sér sæti á næstu ólympíuleikum. Golfarinn Birgir Leifur Haf- þórsson hlýtur einnig eingreiðslu- styrk sem svarar til B-styrks afrekssjóðs en Birgir Leifur tryggði sér þátttöku á Evrópu- mótaröðinni í ár. Afrekssjóður hefur enn fjár- magn til aflögu á árinu og verður það fjármagn nýtt í samræmi við árangur og verkefni sérsamband- anna. Kostnaðaráætlanir þeirra 20 sérsambanda sem sóttu um styrk vegna íþróttamanna og verkefna til Afrekssjóðs ÍSÍ 2007 nema 323 milljónum króna. Framlag Afrekssjóðs ÍSÍ til sérsambanda nemur um 15 pró- sentum af kostnaðaráætlun þeirra. Sundmaðurinn Örn Arnarson er aftur kominn á A-styrk en alls mun tuttugu íþróttamenn fá afreksstyrk. Auk Arnar fá fjórir íþróttamenn A-styrk frá ÍSÍ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.