Fréttablaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 86
„Já, hann er búinn að bóka ferð heim, þessi gleymdi sonur Íslands,“ segir Einar S. Einars- son, talsmaður RJF-hópsins sem barist hefur fyrir frelsun og heimkomu Arons Pálma Ágústs- sonar. Að sögn Einars lýkur Aron Pálmi afplánun 17. ágúst, á skráð- an miða heim 25. ágúst næstkom- andi og lendir að morgni þess 26. á Keflavíkurflugvelli. Mál Arons Pálma hafa verið fréttamatur allt frá því að Krist- inn Hrafnsson þá fréttastjóri á DV greindi frá aðstæðum hans og refsivist í Texas snemma árs 2004. Aron Pálmi, sem fæddur er árið 1983, var dæmdur árið 1997 í tíu ára refsivist fyrir að hafa barn að aldri sýnt af sér refsiverða kynferðislega tilburði. RJF-hóp- urinn, sem telur skákjöfra á borð við Einar, Guðmund G. Þórarins- son, Garðar Sverrisson, Helga Ólafsson og fleiri, tók málið upp á sína arma. Áður hafði hópurinn lagt sitt af mörkum svo að Bobby Fischer gæti komið til landsins og fengið íslenskan ríkisborgara- rétt úr fangelsi í Japan. Til þess vísar nafn hópsins – upphafsstafa Roberts James Fischer. „Aron Pálmi er nú búinn að afplána tíu ár í refsivist, þar af fjögur ár í stofufangelsi. Hann hefur notið þess síðasta eina og hálfa árið að geta stundað nám við Lamor-háskóla í Texas. Þar eru átta þúsund nemendur,“ segir Einar og kveður skólavist Arons Pálma hafa gengið að óskum. Hann hefur meðal ann- ars verið valinn í stúdentaráð og kjörinn ritstjóri árbókar skól- ans. Einar segir það öllu máli skipta að Aron hafi um eitthvað að hugsa í þeirri viðkvæmu stöðu sem hann er. Til dæmis hafi menn veist að honum og Aron Pálmi ekki þorað að svara fyrir sig af ótta við að borið sé á hann að Aron hafi átt upptökin. Það þýði að hann þurfi að endurtaka refsivist sína. Aron Pálmi er því taugaóstyrkur og varfærinn sökum erfiðrar stöðu. „Hann má ekki lenda í neinu núna þessa síðustu mánuði,“ segir Einar sem heyrir reglulega frá Aroni Pálma. Að sögn Einars hefur hann einsett sér að léttast um 100 pund í það minnsta fyrir heimkomuna. „Hann er vel í hold kominn. Enda hefur hann örugg- lega lifað á einhverju ruslfæði og hormónakjöti,“ segir Einar. RJF hefur stutt Aron Pálma dyggilega að sögn Einars og greitt fyrir skólagöngu hans nú vel á aðra milljón. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að öngla saman og safnað. Nei, við erum ekki enn farnir að undirbúa komu hans,“ segir Einar, enda nokkrir mánuðir í að Aron lendi. Til marks um það hversu sterk- ur karakter Aron Pálmi er nefnir Einar að hann hefur gengið með GPS-staðsetningartæki í á fjórða ár sem mun einsdæmi í heimin- um, í það minnsta vestanhafs, en hámarkið hefur verið eitt ár. „Og hann er að rita bók um reynslu sína af refsikerfinu í Texas. Hann hefur sent mér kafla: „Welcome to the system“ heitir hann og er sláandi.“ Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en DVD- diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Í myndinni er fylgst með öllum hreyfingum knattspyrnugoðsins Zidane í leik með spænska risa- veldinu Real Madrid þar sem leikmaðurinn var meðal annars rekinn út af fyrir slagsmál. Myndin fékk óvænta athygli þegar Zidane stal senunni í úrslitaleik heimsmeistaramóts- ins í Þýskalandi og skallaði móth- erja sinn í brjóstkassann. Sigurjón Sighvatsson, fram- leiðandi myndarinnar, segir að þrátt fyrir þessa miklu athygli sem atvikið fékk hafi salan farið fram úr björtustu vonum. „Universal-dreifingarfyrir- tækið hafði spáð myndinni miklum vinsældum en við tókum orð þeirra ekki trúanleg, þetta er því alveg frábær árangur,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablað- ið hafði upp á honum. „Þetta var algjör hámarkssala,“ bætti hann við en algengt er að stóru smell- irnir frá draumaverksmiðjunni Hollywood seljist í svipuðu upp- lagi. Sigurjón segir það hins vegar vonbrigði hversu lítinn áhuga knattspyrnumaðurinn sjálfur hafi sýnt myndinni þrátt fyrir loforð um að koma til liðs við þá eftir HM. Sigurjón segir að nú takið við kvikmyndahátíðar-ferðalag hjá myndinni. „Hún verður meðal annars sýnd á Sundance-hátíð- inni í Bandaríkjunum og á Rot- terdam-hátíðinni þannig að það er ekkert lát á sigurgöngu Zid- ane,“ segir Sigurjón. Zidane vinsæl jólagjöf í Frakklandi Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur hefur verið úthlutað hið vanda- sama verk að vera kynnir í undan- keppni Sjónvarpsins fyrir Euro- vision en fyrsta undankvöldið verður á dagskrá eftir viku. „Ég er enginn Gísli Marteinn eða Logi Bergmann,“ svarar Ragnhildur þegar hún er spurð hvort Euro- vision sé mikið áhugamál hjá sér. „Er svona meðalmanneskja í þessu,“ bætir hún við. Ragnhildur gerði sér fyllilega grein fyrir því að hún mætti varla misstíga sig í beinni útsendingu því þá fengi hún öll Eurovision- nördin á bakið. „Núna fer ég bara að grennslast fyrir í bókum og gömlum keppnum og reyni að finna einhverja gullmola sem ekki hafa verið sagðir áður þótt það verði vissulega erfitt,“ segir Ragnhildur sem á þó eftir að nýta sér krafta áðurnefnds Gísla Mart- eins. „Fáir ef einhverjir eru jafn vel að sér í þessum fræðum og hann,“ bætir hún við. Ragnhildur verður ein á sviðinu og tekur við keflinu af Garðari Thór Cortes sem nú hefur tekið Bretland með trompi og leikkonunni Brynhildi Guðjónsdóttur en parið vakti mikla athygli fyrir líflega fram- komu í fyrra. Ragnhildur Steinunn hefur haft í nógu að snúast að undanförnu því auk þess að vera í Kastljósinu er hún að útskrifast úr sjúkra- þjálfun í Háskólanum. Þá leikur hún aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Astrópíu en Ragnhildur sagð- ist ekki enn vera farin að stressa sig fyrir frumsýninguna enda fer myndin ekki í sýningar fyrr en í sumar. „Ég er ekki enn farin að leiða hugann að því en í júní verð ég örugglega komin með hnút í magann,“ segir Ragnhildur. Gísli Marteinn verður mér innan handar … fá Daníel Pollock og félagar í Tónlistarþróunarmiðstöðinni sem berjast með kjafti og klóm fyrir að húsnæðið fái áfram að vera miðstöð ungra tónlistar- manna, þrátt fyrir fálæti yfirvalda. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.