Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 4
Geir H. Haarde
forsætisráðherra ber mest traust
landsmanna af íslenskum stjórn-
málamönnum, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins,
og segjast nú 32,5 prósent af þeim
sem tóku afstöðu treysta honum
best. Þetta er nokkuð minna en í
könnun blaðsins sem gerð var 28.
júní á síðasta ári. Þá sögðust 42,6
prósent treysta Geir best af öllum
stjórnmálamönnum. Sérstaklega
eru það konur sem segjast nú í
minni mæli treysta Geir mest, nú
eru það 25,3 prósent kvenna, en í
könnun blaðsins í júní sögðust
45,0 prósent kvenna bera mest
traust til Geirs. Flestir karlar, eða
37,8 prósent þeirra, segjast
treysta Geir best.
Þá segjast færri íbúar höfuð-
borgarsvæðisins bera mest traust
til Geirs nú en í júní. Nú segjast
32,5 prósent íbúar höfuðborgar-
svæðisins bera mest traust til
Geirs, og sama hlutfall íbúa
landsbyggðarinnar. Í júní sögð-
ust 45,4 prósent íbúa höfuðborg-
arsvæðisins bera mest traust til
Geirs.
Fleiri nefna nú Steingrím J.
Sigfússon, formann Vinstri
grænna, sem þann stjórnmála-
mann sem þeir treysta mest, 25,7
prósent þeirra sem tóku afstöðu.
Í júní nefndu 18,3 prósent nafn
Steingríms.
Sérstaklega eykst traust
kvenna á Steingrími og segjast
nú flestar konur, eða 28,6 pró-
sent, bera mest traust til Stein-
gríms. Í könnun blaðsins í júní
sögðust 14,5 prósent kvenna
treysta Steingrími best. Aðeins
minna hlutfall, eða 23,6 prósent,
karla, segist bera mest traust til
Steingríms.
12,1 prósent segist nú bera
mest traust til Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, formanns Sam-
fylkingarinnar. Eilítið fleiri segj-
ast nú bera mest traust til
Ingibjargar Sólrúnar en í síðustu
könnun, þegar 8,7 prósent sögð-
ust bera mest traust til Ingibjarg-
ar Sólrúnar. Mun fleiri konur en
karlar treysta Ingibjörgu Sólrúnu
mest stjórnmálamanna, 16,5 pró-
sent kvenna en 8,9 prósent karla.
Aðrir stjórnmálamenn eru
nefndir í innan við tíu prósentum
tilfella. Í fjórða sæti er Össur
Skarphéðinsson og segjast nú 4,4
prósent treysta honum mest. Þá
segjast 2,6 prósent treysta Guð-
jóni Arnari Kristinssyni, for-
manni Frjálslynda flokksins,
best. Jón Sigurðsson, formaður
Framsóknarflokksins og við-
skiptaráðherra, er í tíunda sæti
yfir þá stjórnmálamenn sem
mest traust er borið til og er hann
nefndur í 1,2 prósentum tilfella.
Aðeins fleiri, eða 2,1 prósent,
nefna Guðna Ágústsson, varafor-
mann flokksins.
Einnig var spurt til hvaða
stjórnmálamanns væri minnst
traust borið um þessar mundir.
Þá nefndu flestir Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, en hún var í
þriðja sæti í júní, þegar Halldór
Ásgrímsson var oftast nefndur
og Valgerður Sverrisdóttir næst-
oftast.
Nú segjast 27,3 prósent þeirra
sem afstöðu tóku bera minnst
traust til Ingibjargar Sólrúnar. Í
júní var það 11,1 prósent. Sér-
staklega eru það karlar sem
nefna Ingibjörgu Sólrúnu, 34,0
prósent þeirra en 17,6 prósent
kvenna. Í júní voru það 18,6 pró-
sent karla sem nefndu Ingibjörgu
Sólrúnu.
Geir H. Haarde er næstoftast
nefndur, í 11,9 prósentum tilvika,
en 7,3 prósent sögðust bera
minnst traust til Geirs í könnun
blaðsins í júní og er aukningin
aðallega meðal kvenna. Nú segj-
ast tæp fjórtán prósent kvenna
treysta Geir minnst, en í júní var
voru það rúm sex prósent.
Í þriðja sæti yfir þá sem
minnst traust er borið til er Björn
Bjarnason, en 8,8 prósent nefna
hann, í stað 6,8 prósenta sem
nefndu hann í júní.
Valgerður Sverrisdóttir, sem
var næstoftast nefnd í könnun
blaðsins í júní, virðist njóta þess
að hún er nú utanríkisráðherra en
ekki iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra og nefna nú 6,2 prósent nafn
hennar, í stað 14,2 prósenta í júní.
Guðjón Arnar Kristinsson er í
fimmta sæti yfir þá sem minnst
traust er borið til, nefndur í 5,2
prósentum tilfella. Þá er Jón Sig-
urðsson í sjötta sæti, nefndur í
4,0 prósentum tilfella, og Stein-
grímur J. Sigfússon í sjöunda
sæti með 3,2 prósent.
Hringt var í 800 kjósendur
laugardaginn 10. febrúar og
skiptust svarendur jafnt eftir
kyni og hlutfallslega eftir kjör-
dæmum. Spurt var „Til hvaða
stjórnmálamanns berð þú mest
traust um þessar mundir?“ og
tóku 53,5 prósent aðspurðra
afstöðu til spurningarinnar. Þá
var spurt „Til hvaða stjórnmála-
manns berð þú minnst traust um
þessar mundir?“ og tóku 50,4 pró-
sent afstöðu til spurningarinnar.
Minnst traust til Ingibjargar
Tæp 33 prósent segjast nú bera mest traust til Geirs H. Haarde, en 42,6 prósent báru mest traust til hans í
júní síðastliðnum. Flestir, rúm 27 prósent, segjast nú bera minnst traust til Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur. Helmingi fleiri konur en í júní segjast nú bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar.
Hafist verður handa á
þessu ári við ritun sögu Kaup-
mannahafnar sem höfuðborgar
Íslands í 500 ár. Þetta var tilkynnt
við hátíðlega athöfn í elsta
sýningarsal Dana, Kunstforening-
en Gammel Strand í Kaupmanna-
höfn, en Fréttablaðið greindi frá
áformunum fyrir skömmu.
Íslensku sagnfræðingarnir
Guðjón Friðriksson og dr. Jón Þ.
Þór annast verkið, sem er áætlað
að taki fjögur ár. Markmiðið er að
gefa verkið samtímis út á
íslensku og dönsku í tveimur
bindum.
Íslensku forsetahjónin, Ólafur
Ragnar Grímsson og Dorrit
Moussaieff, voru viðstödd
athöfnina. Fagnaði forsetinn
þessari ráðagerð í ávarpi sem
hann flutti.
Tveir sjóðir fjármagna verkið;
A.P. Møller og Hustru Chastine
McKinney Møllers Fond til
almene Formaal og Styrktarsjóð-
ur Baugs Group.
Höfuðborg Ís-
lands gerð skil
Ökumaður, sem
grunaður er um ölvunakstur.
keyrði aftan á fólksbíl í Stekkjar-
bakka við Hamrastekk í Breið-
holtinu rétt fyrir klukkan tvö
aðfaranótt laugardagins. Við
áreksturinn kastaðist bíllinn á
vegrið við götuna, valt og lenti
utan vegar. Ökumaðurinn sem olli
árekstrinum, karlmaður um
þrítugt, flúði af vettvangi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu handtók manninn skömmu
síðar. Hann var yfirheyrður í gær.
Tveir karlar og tvær konur
voru bílnum sem valt og voru þau
flutt á slysadeild. Þau eru ekki
alvarlega slösuð.
Fernt slasaðist í
aftanákeyrslu
Aðfararmál Jóns Ólafs-
sonar gegn Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni vegna meiðyrða-
dóms sem felldur var í Bretlandi
fellur ekki sjálfkrafa niður þrátt
fyrir að dómari ytra hafi fellt úr
gildi sektardóm yfir Hannesi í
desember síðastliðnum.
Málið var tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í liðinni viku.
Sigríður Rut Júlíusdóttir, lög-
maður Jóns, segir að málinu sé
ekki lokið í Bretlandi, þar hafi
enginn endanlegur dómur fallið.
Jón geti ennþá á grundvelli
upphaflegrar kæru haldið meið-
yrðamálinu áfram.
Hún vildi hins vegar ekki
segja til um það hvort það yrði
gert, einungis að hún gerði þá
kröfu fyrir héraðsdómi að
aðfararmálinu yrði frestað þar til
endanleg niðurstaða væri komin
í meiðyrðamálið í Bretlandi.
Heimir Örn Herbertsson, lög-
maður Hannesar, sagði þegar
málið var tekið fyrir á föstudag-
inn síðastliðinn að hann hefði átt
von á því að fjárnámskrafan yrði
felld úr gildi eftir dóminn ytra en
ágreiningur væri um það við lög-
mann Jóns. Því hefði málinu
verið frestað um viku til að láta
þýða gögn.
Eftir það tæki að líkindum við
annar stuttur frestur þar til lög-
mennirnir flyttu kröfur sínar
fyrir dómi og dómari úrskurðaði
í kjölfarið hvort halda skyldi
áfram með málið eða ekki.
Ekki endanlegur dómur ytra