Fréttablaðið - 12.02.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 12.02.2007, Síða 8
Sími 590 5000 Opið kl. 10–18 á Laugavegi 174 13.990kr. afborgun á mánuði fyrir hverja milljón * * M.v. 10% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 1 0 2 Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes-Benz með allt að 90% lánum á afar hagstæðum kjörum. Í boði eru jafnlöng lán og á nýjum bílum, sem lækkar greiðslubyrðina til muna. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174. Mercedes-Benz C-200 Avantgarde Nýskráður 19.10.2005 Ekinn 22 þús. km, sjálfskiptur leðurinnrétting, sóllúga Verð 3.590.000 kr. Dómur Hæstaréttar frá því 1. febrúar yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkubörnum og fyrir vörslu barnakláms er í þyngri kantinum þegar hliðstæð mál sem tekin hafa verið fyrir á undanförn- um árum í Hæstarétti eru athuguð. Þetta segir Svala Ólafsdóttir, lög- fræðingur og kennari við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Mikið hefur verið fjallað um dóminn í fjölmiðlum og dómarar verið gagnrýndir fyrir að milda dóm héraðsdóms úr tveggja ára fangelsi niður í 18 mánuði. Á und- anförnum árum hafa refsingar fyrir kyn-ferðisbrot verið að þyngj- ast og er umræddur dómur í takt við þá þróun þegar bornir eru saman dómar, þar sem málsatvik eru hliðstæð, frá upphafi árs 2002 og þar til nú. Svala segir að án efa hafi verið litið til þess að ákærði braut gegn trúnaðartrausti barna sem hann þekkti og voru vinir barna hans. Í ljósi þess hve alvarlegar afleiðing- ar kynferðisleg misnotkun hefur á sálarlíf barna segir Svala að eðli- legt sé að fólk velti fyrir sér hvort rétt sé að þyngja dóma í þessum brotaflokki. Í könnunum sem gerðar hafa verið á viðhorfi almennings hefur berlega komið í ljós að fólki þykir þurfa að þyngja refsingar yfir kyn- ferðisbrotamönnum. Svala bendir á að svar við þeirri kröfu liggi nú fyrir á Alþingi í frumvarpi dóms- málaráðherra. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kynmökum við börn yngri en fjórtán ára verði skipað á bekk með nauðgunum. Þá gerir frum- varpið ráð fyrir því að hámarks- refsing fyrir kynferðislega áreitni gegn barni yngra en fjórtán ára geti orðið sex ára fangelsi í stað fjögurra eins og nú er. Lágmarks- refsing fyrir samræði eða önnur kynferðisbrot gegn börnum verði eins árs fangelsi en hámarksrefs- ing hækkar úr tólf árum upp í sex- tán. „Tvennt þarf að hafa í huga í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfar dómsins. Í fyrsta lagi er þessi ákveðni dómur þungur miðað við sambærilega dóma þar sem málsatvik eru svipuð og í öðru lagi liggur fyrir frumvarp sem gerir ráð fyrir því að refsing- ar í þessum brotaflokki þyngist,“ segir Svala. Hún bendir enn frem- ur á að löggjafarvaldið hafi það nú í hendi sér hvort frumvarpið verði samþykkt. Verði það gert muni dómstólar án efa svara því kalli með því að þyngja refsingar enn frekar. Refsingar fyrir kynferðisbrot hafa þyngst undanfarið Átján mánaða fangelsisdómur sem kveðinn var upp í Hæstarétti í byrjun mánaðarins var í þyngra lagi sé hann borinn saman við svipaða dóma. Lögfræðingur segir dóminn í takt við þá þróun sem verið hafi. Í fyrsta lagi er þessi ákveðni dómur þungur miðað við sambærilega dóma þar sem málsatvik eru svipuð og í öðru lagi liggur fyrir frumvarp sem gerir ráð fyrir því að refsing- ar í þessum brotaflokki þyngist. Stjórn Félags fasteignasala segist tilbúin að afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn félagsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudag neituðu stjórnir Félags fasteignasala og Samtaka fjármála- fyrirtækja að afhenda blaðamanni fundargerðir á þeim forsendum að þær hefðu til þess lagalegan rétt en Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, sagði samkeppnisyfirvöld geta skoðað öll gögnin. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala, segir þess ávallt hafa verið gætt að sam- ráðsmál, eða önnur samkeppnismálefni, væru ekki rædd á fundum stjórnarinnar. „Formaður Neytenda- samtakanna [Jóhannes Gunnarsson] lét að því liggja að FF hefði eitthvað að fela vegna þessarar ákvörð- unar sinnar. Það er algerlega fjarlægt að svo sé og óski samkeppnisyfirvöld eftir skoðun á hvers konar samráði þá eru fundargerðir og önnur gögn þeim algerlega opin. Þess hefur ávallt verið gætt að sam- ráð eða önnur samkeppnismál séu aldrei rædd á fund- um stjórnar og þá má bæta við að vandfundin er starfsstétt þar sem samkeppni er meiri en meðal fasteignasala,“ segir Grétar. Velkomið að skoða öll gögn Hvað heita samtökin sem berjast gegn byggingu Helgafells- brautar í Mosfellsveit? Hvað heita stjórnmálasamtök- in í Háskóla Íslands sem sigruðu í kosningum til Stúdentaráðs á fimmtudaginn? Hvað heitir bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn sem tilkynnti á laugardag að hann sæktist eftir því að verða forseta- efni Demókrataflokksins í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum árið 2008? Sendiferðabíll sem stolið var fyrir utan Hótel Blönduós aðfaranótt sunnudags- ins fannst ónýtur ofan í skurði við Svínvetningabraut, sveitaveg sem er rétt fyrir utan bæinn, klukkan átta í gærmorgun. Þjófarnir voru þá horfnir af vettvangi. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi mátti sjá að bíllinn hefði tekið nokkrar krappar beygjur á veginum áður en hann hefði farið út af, oltið og lent ofan í skurði. Bíllinn er ónýtur að sögn lögreglunnar. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en hefur engar vísbend- ingar um hverjir stálu bílnum. Bíl stolið og ekið út í skurð Dómstóll í Jekaterín- burg í Úralfjöllum dæmdi á föstudag fimm unglinga í fangelsi fyrir að berja tvítugan gyðing, draga hann inn í kirkjugarð og reka hann þar á hol með málm- krossi. Ungmennin voru á aldrinum tólf til sautján ára og drukkin þegar ódæðið var framið hinn 1. október 2005. Fjögur þeirra fengu 5-7 ára fangelsi og eitt tíu ára fangabúðavist. 53 manns voru drepin og 460 hlutu líkamstjón í árásum vegna útlendinga- og gyðingahaturs í Rússlandi í fyrra, að sögn mann- réttindaskrifstofunnar Sova. Murkuðu lífið úr gyðingi Tveir menn ruddust inn á stúlku sem býr í verbúð í Sandgerði á laugardagsmorgun og börðu mann sem ætlaði að koma henni til varnar. Árásar- mennirnir brutu upp hurð á herbergi stúlkunnar til að komast að henni og ætlaði maðurinn að koma þeim út úr verbúðinni; mennirnir réðust þá á hann og gengu í skrokk á honum. Maður- inn rifbeinsbrotnaði í árásinni. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum veit hver annar árásarmaðurinn er og var hans leitað í gær. Ekki er vitað hver hinn árásarmaðurinn er. Brutust inn og börðu mann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.