Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 10

Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 10
Kreditheimild með 0% vöxtum og engum kostnaði í DMK! Stundum geta komið upp þær aðstæður að þörf er á láni til skamms tíma. Þá kemur sér vel að eiga DMK Debetkort með kreditheimild* á 0% vöxtum. Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is Nýttu þér þessi einstöku kjör. Sæktu um DMK á spron.is Aðrir þættir DMK þjónustunnar eru: • DMK Yfirdráttarheimild • DMK Tiltektarlán • DMK Léttlán • DMK 90% íbúðalán • DMK Ráðgjöf • DMK Reglulegur sparnaður • DMK Tilboð A RG U S / 07 -0 02 1 * skv. útlánareglum SPRON Til 1. mars nk. fá nýir viðskiptavinir í DMK gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsinu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Á um 400 manna fundi í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gær var samþykkt ályktun um að fallið verði frá byggingu þriggja virkj- ana í neðri hluta Þjórsár. Í álykt- uninni skora fundarmenn á for- svarsmenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi, Ásahreppi og Rangárþingi ytra að beita sér gegn því að Landsvirkj- un byggi virkjanirnar. Fyrirhugað er að byggja virkj- anirnar þrjár, sem eiga að heita Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, í neðri hluta Þjórsár til að nýta fallið í ánni neðan Búrfellsstöðvar. Fram- kvæmdir við virkjanirnar þrjár gætu hafist síðar á þessu ári ef Hafnfirðingar samþykkja stækk- un álversins í Straumsvík. Lands- virkjun hyggst nota orkuna úr virkjunum þremur til að knýja hið stækkaða álver. Finnbogi Jóhannsson, bóndi í Minni-Mástungu og einn af skipu- leggjendum fundarins, segir að virkjanirnar séu stórt umhverfis- slys. Hann segir að í máli manna á fundinum hafi komið fram að íslensk stjórnvöld væru komin langt yfir strikið í virkjanafram- kvæmdum sínum og væru að eyði- leggja landið fyrir komandi kyn- slóðum. „Það á ekki að fara út byggingu virkjana nema það sé þjóðhagslega nauðsynlegt og það er ekki svo um þessar mundir. Við teljum að það sé komið nóg af mengandi virkjunum í landinu,“ segir Finnbogi. Ályktað gegn virkj- unum í Þjórsá Leiðtogi breska Íhaldsflokksins, David Cameron, neitaði í gær að hafna ásökunum um að hann hafi reykt marijúana þegar hann var unglingur og segir að stjórnmálamenn eigi rétt á því að hafa fortíð sína út af fyrir sig. Nokkur dagblöð birtu í gær fréttir um að Cameron hefði reykt marijúana þegar hann var fimmtán ára nemandi við hinn virta Eton-einkaskóla. Þegar upp hafi komist um athæfið hafi hann verið settur í tveggja vikna straff. Þetta kemur fram í ævisögu um Cameron sem var skrifuð í óþökk hans og kemur út í apríl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.