Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 16
greinar@frettabladid.is
Nýverið var birt skýrsla sem unnin
var í samvinnu Byggðastofnunar og Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands um
þróun hagvaxtar í einstaka landshlutum á
árabilinu 1998-2004. Í þeirri skýrslu
kemur fram að hagvöxturinn er mestur á
höfuðborgarsvæðinu, eða 49%, en meðal-
tal hagvaxtar á öllu landinu er 29%, sem
hlýtur að teljast harla gott. Það sem hins
vegar stingur í augu er að tvö svæði á landinu virð-
ast hafa orðið alveg útundan í þeirri hagvaxtar-
sveiflu sem hefur átt sér stað í landinu á undanförn-
um árum, en það eru Norðurland vestra og
Vestfirðir. Hagvöxtur á báðum þessum svæðum
mælist neikvæður um 6%. Í skýrslunni kemur jafn-
framt skýrt fram að neikvæð þróun hagvaxtar og
fólksfækkun haldast í hendur og fólk hneigist til að
flytja frá stöðum þar sem tekjur vaxa lítið til þeirra
staða þar sem uppgripin eru. Það er margt sem
skýrir þessa þróun sem ekki verður rakið hér. Hér
skal heldur ekki gert lítið úr því jákvæða sem, fyrir
tilstilli stjórnvalda, hefur verið að gerast á þessum
svæðum. Það er hins vegar mikilvægt að hnykkja á
því að opinberar framkvæmdir og aðgerðir af hálfu
stjórnvalda eiga sinn þátt í því að sum svæði vaxa
og dafna en önnur ekki.
Í ljósi þessara niðurstaðna hlýtur það að
vera eðlileg krafa til stjórnvalda að þessi
tvö svæði verði sett í forgang hvað varðar
framkvæmdir, fjárfestingu og aðra upp-
byggingu sem til þess er fallin að auka hag-
vöxt og treysta byggð. Tækifærin eru nóg.
Flutningur opinberra stofnana til lands-
byggðarinnar hefur tekist vel og þær stofn-
anir sem fluttar hafa verið hafa gert hrak-
spár og kenningar um að illgerlegt sé að
reka opinberar stofnanir á landsbyggðinni
að engu.
Í byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009 eru
talin upp þrjú meginatriði sem stjórnvöld skulu
hafa að leiðarljósi, en þau eru að stórefla menntun á
landsbyggðinni, að fjölga opinberum störfum á
landsbyggðinni og að styrkja Byggðastofnun til
mikilvægra verkefna á landsbyggðinni. Í samræmi
við þessi þrjú meginmarkmið er hægur vandi að
veita auknum fjármunum til verkefna tengdra þeim
og efla þannig þessi tvö svæði sem sérstaklega eru
tilgreind í ofannefndri skýrslu. Hér verða ekki talin
upp einstök verkefni sem stjórnvöld geta auðveld-
lega komið að, en sú skoðun skal hins vegar ítrekuð
að löngu sé tímabært að beina sjónum sérstaklega
að þessum svæðum og grípa til þeirra aðgerða sem
nauðsynlegar eru.
Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í
Norðvesturkjördæmi.
Norðurland og Vestfirði í forgang
ABC-kort
A
B
CD
E
FG OPQRSTU
Þú sækir um ABC-kortið
hjá Netbankanum á www.nb.is
Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni
Með ABC-kortinu færðu 10% afslátt á
Pizza Hut og 1% af upphæðinni rennur
beint til ABC-barnahjálpar.
Félagsleg velferð, efnahags-legur stöðugleiki og sterkt
atvinnulíf, með þungri áherslu á
menntun allra, eru grunngildin í
stefnu okkar jafnaðarmanna. Í
henni felst skýr valkostur við þá
leið, sem núverandi ríkisstjórn
hefur fylgt. Leið hennar ein-
kennist af vaxandi misskiptingu,
óstöðugleika í efnahagsmálum,
ofurvöxtum, ofurverði á
lífsnauðsynjum, ofurtollum,
lengsta vinnudegi í Evrópu,
hranalegri framkomu við
aldraða, og blindri trú á stóriðju
á kostnað náttúru Íslands.
Utanlands birtist stefnan í
undirgefni við bandaríska
stríðsherra í Írak og kæruleysi
gagnvart alþjóðlegri baráttu
gegn skaðlegum loftslagsbreyt-
ingum.
Langbrýnasta verkefnið á sviði
velferðarmála er að bæta kjör
aldraðra og öryrkja. Fyrsta verk
ríkisstjórnar jafnaðarmanna
verða tafarlausar kjarabætur til
lífeyrisþega með hækkun
tekjutryggingar, auknu frelsi til
vinnu án þess að lífeyrir
skerðist, lækkun skatts á
fjármagnshluta lífeyristekna
niður í 10%, og afnámi tengsla
lífeyristekna við atvinnu- og
lífeyristekjur maka. Sú ríkis-
stjórn mun líka fjölga hjúkrun-
arheimilum og efla mannréttindi
aldraðra með því að afleggja
fjölbýli innan veggja þeirra.
Kynbundinn launamunur er
annað ranglæti sem ný ríkis-
stjórn mun ráðast gegn. Engum
er betur treystandi til þess en
ríkisstjórn undir forystu
Ingibjargar Sólrúnar. Í hennar
tíð minnkaði kynbundinn
launamunur hjá Reykjavíkur-
borg um helming.
Ný ríkisstjórn þarf að
auðvelda innflytjendum að fóta
sig á Íslandi með því að tryggja
þeim ókeypis íslenskunám.
Brýnast er þó að hún tryggi
þeim sömu kjör og Íslendingum
á vinnumarkaði. Þannig er
komið í veg fyrir félagsleg
undirboð, sem eru ein helsta
orsök fordóma gegn þeim.
Stóriðju ber fráleitt að útiloka
sem framleiðslukost. Ákvarðanir
um aukna stóriðju verður hins
vegar að taka út frá alþjóðlegum
skuldbindingum um baráttuna
gegn loftslagsbreytingum,
efnahagslegum stöðugleika – en
fyrst og síðast út frá sjónarmið-
um náttúruverndar. Stefna
núverandi ríkisstjórnar um þrjú
til fimm stóriðjuver er öfga-
kennd, og óþörf út frá hagsmun-
um efnahagslífsins. Næsta
ríkisstjórn á því að slá öllum
stóriðjuáformum á frest þangað
til búið er að gera rammaáætlun
um náttúruvernd í anda Sam-
fylkingarinnar.
Í þessu sambandi má sérstak-
lega minna á yfirlýsingu
Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi í
sl. viku um að það sé „ …
algjörlega nauðsynlegt að
fyrirhuguðum framkvæmdum í
Straumsvík og Helguvík verði
frestað á næstu árum.“ Athyglis-
vert er, að leiðtogar í atvinnulífi
telja að kerfisbreytingar á
mörgum þáttum hagkerfisins
auk fjárfestinga leiði til tölu-
verðs hagvaxtar – án frekari
stóriðju.
Í stað stóriðju á næsta
ríkisstjórn að leggja áherslu á
fjárfestingar í menntun,
samgöngubótum og í grunngerð
hátækni og þekkingarfram-
leiðslu. Á nýlegu Sprotaþingi
urðu tillögur Samfylkingarinnar
í þessu efni í 1.-3. sæti í kosn-
ingu um tillögur flokkanna.
Um miðjan síðasta áratug
uppfylltu Íslendingar öll skilyrði
fyrir upptöku evrunnar. Vaxandi
óstöðugleiki birtist í því að í dag
uppfyllum við aðeins tvö af
fimm. Upptaka evrunnar myndi
að sönnu ekki leysa vandamál
óstöðugleikans við núverandi
aðstæður. Höfuðmarkmið nýrrar
ríkisstjórnar í efnahagsmálum
ætti hins vegar að vera efna-
hagslegt jafnvægi þannig að
Íslendingar ættu að minnsta
kosti val – vilji þeir taka upp
evruna. Vextir, verðbólga og
gengissveiflur yrðu miklu minni
en í dag, og hægt væri að hefjast
handa um afnám verðtryggingar
– sem er fjötur á venjulegum
skuldugum Íslendingum.
Samfylkingin telur að frestun á
stóriðjuframkvæmdum sé
forsenda þess að ná niður
þenslunni og tryggja aftur
stöðugleika í efnahagslífinu.
Ábatinn birtist í lægri vöxtum,
lægri verðbólgu og traustara
umhverfi sprota- og smáfyrir-
tækja.
Valkostur okkar í Samfylking-
unni gengur því í þveröfuga átt
við stefnu ríkisstjórnarinnar.
Um þessar ágreiningslínur
munu átök stjórnmálanna standa
á kosningavori.
Verkefni nýrrar ríkisstjórnarS
koðanakönnun Fréttablaðsins frá því um helgina er
sérstaklega athyglisverð fyrir tvennt. Í fyrsta lagi
gefur hún sterka vísbendingu um vinstri sveiflu í sam-
félaginu, og í öðru lagi að raunveruleg hætta er á því
að Framsóknarflokkurinn verði nánast þurrkaður út af
sjónarsviði íslenskra stjórnmála í vor.
Fyrir þá framsóknarmenn sem neita að horfast í augu við
vandann og kjósa frekar að efast um framkvæmd könnunar-
innar er rétt að rifja upp að fyrir síðustu alþingiskosningar
sögðu kannanir Fréttablaðsins betur til um niðurstöður kosn-
inganna en kannanir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands
og kannanir IBM. Kannanir Fréttablaðsins þá voru gerðar með
nákvæmlega sama hætti, nema hvað nú er úrtakið í könnuninni
stærra, 800 manns í stað 600.
Nýjasta könnun Fréttablaðsins sýnir vissulega að enn eru
margir óákveðnir, en það dregur á engan hátt úr þeirri punkt-
mælingu sem hún er á fylgi flokkanna.
Auðvitað hljómar það sárt fyrir framsóknarmenn en full
ástæða er til að álykta að flokkurinn þeirra sé nú kominn í svip-
aða stöðu á landsvísu og hann var fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar á síðasta ári. Þá tókst Framsóknarflokknum með ærnum
tilkostnaði og elju að koma að einum manni í borgarstjórn og
fagnaði þeim árangri sem varnarsigri.
Í því samhengi er fróðlegt að rifja upp að á sama tíma fyrir
fjórum árum mældu kannanir Fréttablaðsins Framsóknar-
flokkinn með 11,3 prósenta fylgi, og þótti það slæm staða innan
flokksins.
Framsókn ýtti þá úr vör sérlega vel heppnaðri auglýsinga-
herferð þar sem formaðurinn birtist óvænt og eftirminnilega
brosandi út að eyrum. Þeirri breyttu ásýnd fylgdi hann eftir
með því að stíga mjög ákveðið til vinstri frá Sjálfstæðisflokkn-
um á lokametrum kosningabaráttunar, meðal annars með harðri
gagnrýni á skattalækkunarloforð samstarfsflokksins.
Hvort Framsóknarflokknum dugi aftur að skipta um ham og
rödd er ómögulegt að spá um. Flokkurinn hefur sýnt að innan
hans er sjóað baráttufólk sem kann sitt fag þegar kemur að því
að búa til viðkunnanlegar og grípandi auglýsingar. Fyrir fjórum
árum var uppskeran 17,7 prósenta fylgi og tólf þingmenn.
Þá tókst að keyra fylgið upp um 56 prósent á síðustu þrem-
ur mánuðunum fyrir kosningar, og þótti frábær árangur. Sama
aukning á næstu þremur mánuðum myndi hífa flokkinn úr 3,9
prósentunum, sem hann mældist með um helgina, upp í 6,1 pró-
sent, sem væri afhroð sama hvernig á það er litið.
Afneitun er auðvitað vel þekkt viðbrögð þeirra sem eru í
vondum málum en dugar skammt. Framsóknarmönnum liggur
lífið á að komast fram úr rúminu. Það verður spennandi að sjá
hvorum megin það verður.
Framsókn í
útrýmingarhættu