Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 17

Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 17
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Græjurnar hans Torfa Þórs lentu í bílslysi á leiðinni heim, voru í allt of litlu herbergi og eyðilögðust að hluta til í partíi. Nú eru þær loksins komnar á góðan stað eftir tíu ára flakk. Torfi Þór er tölvunarfræðingur og tónlistarmaður og mikill áhugamaður um hljómtæki. Fyrir tíu árum fékk hann sinn fyrsta alvöru magnara og hann á hann enn. „Það var fyrst á þessum tíma sem maður átti nóg til að hægt væri að hugsa um að kaupa sér alvöru græjur,“ segir Torfi. „Ég sökkti mér ofan í öll fagblöð og netsíður um græjur til að komast að því hvað væri best og plataði meira að segja besta vin minn í að kaupa sér sambærilegar græjur. Hann hafði reyndar lítinn áhuga og langaði bara að geta hlustað á tónlistina sína en svona er þessi tækjaáhugi, hann er bráðsmitandi.“ Torfi segir að fátt sé skemmtilegra fyrir græjufíkla eins og hann en að koma heim með nýtt tæki, taka það úr kassanum, tengja það og byrja að fikta. Eðlilega lá Torfa mikið á að prófa magnarann þegar hann fékk hann í hendurnar, en ferðin heim gekk ekki þrautalaust fyrir sig. „Á leiðinni heim brotnaði framrúðan á bílnum. Þetta var Súkka með framrúðu úr perlugleri þannig að þegar hún brotnaði varð hún öll hvít. Við vorum sem betur fer á lítilli ferð, ég og félagi minn, en þegar hann steig út og skellti á eftir sér hurðinni hrundi glerið í milljón bitum yfir mig með magnarann í fanginu,“ segir Torfi og hlær. „Við komumst að lokum heim þar sem ég setti upp tækið og við vorum fljótir að gleyma rúðunni og byrja að fikta.“ Á þessum tíma bjó Torfi í litlu herbergi í foreldrahúsum og því ekki mikið pláss fyrir magnara, fimm hátalara og bassabox. Græjurnar fengu þó stöku sinnum að fara í ferðalag og þar með talið á árshátíð á vegum nem- endafélags Tónlistarskóla Reykjavíkur. „Ég var formaður félagsins og mín heilaga skylda að sjá fyrir góðri tónlist í partíinu. Ég kom með græjurnar og við hækkuðum aðeins of mikið. Okkur fannst það fínt en hátölurunum ekki og þeir einfaldlega eyðilögðust,“ segir Torfi og hlær. Nú er Torfi kominn með nýja hátalara og loksins herbergi sem hæfir græjunum. „Ég flutti til útlanda og græjurnar voru notaðar að hluta til af foreldrum mínum, en þau kusu að setja bassaboxið í geymslu,“ segir Torfi og glottir. „Nú er ég loksins kominn í fína íbúð með fínni stofu svo ég get loksins farið að njóta hljómburðarins, tíu árum eftir að að ég keypti græj- urnar.“ Sprengdi hátalarana á árshátíðinni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.