Fréttablaðið - 12.02.2007, Qupperneq 18
Með þriðju kynslóðar símum
verður hægt að fá uppáhalds
sjónvarpsþáttinn beint í
vasann. Tíðnileyfum frá Póst-
og fjarskiptastofnun verður
úthlutað í vor og búist er við að
sendar fyrir símana komist í
gagnið fljótlega eftir það.
GSM-farsímakerfið var uppruna-
lega hannað fyrir talsamband þar
sem SMS-smáskilaboð bættust
síðan við ásamt GPRS-gagnaflutn-
ingi. Þriðju kynslóðar farsímar eru
hannaðir fyrir háhraða gagnaflutn-
ing og geta auðveldlega boðið upp
á sjónvarpsefni í góðri upplausn,
þótt maður sé staddur inni í tjaldi í
Vaglaskógi.
Til að styðja þessa nýju tækni
þarf nýja senda sem munu rísa
víðsvegar um land með tíð og tíma,
en í vor verður úthlutað nýjum
tíðnileyfum frá Póst- og fjarskipta-
stofnun. Í reglum stofnunarinnar
um uppbyggingu kerfisins er svo
líka sagt til um hversu hratt skuli
byggja kerfið upp.
„Þriðju kynslóðar farsímarnir
geta flutt gögn á sambærilegum
hraða og ADSL-tenging flestra
heimila í dag,“ segir Hrafnkell V.
Gíslason, forstjóri Póst- og fjar-
skiptastofnunar.
Þriðju kynslóðar símarnir verða
í sambærilegu gagnasambandi og
talsamband GSM-símanna í dag án
þess að þurfa á heitum reitum að
halda.
Hrafnkell býst ekki við því að
símarnir taki við af fartölvum þar
sem hægt verður að tengja fartölv-
ur í gegnum þriðju kynslóðar síma
og vera sítengdur án heitra reita.
„Við þurfum ekki heita reiti
fyrir sítengingu þriðju kynslóðar
símanna. Tengingin verður heldur
ekki bara á dreifingarsvæðum, ég
er að tala um heilu borgirnar og
heilu löndin,“ segir Hrafnkell.
Þriðju kynslóðar símarnir geta
bæði notað gamla og nýja kerfið
fyrst um sinn, en með tíð og tíma
verður alfarið skipt yfir í þriðju
kynslóðar kerfið.
Sjónvarpsefni
beint í vasann
Hraðir tölvuleikir, þar sem
mikið er um að vera, bæta sjón
spilara um allt að 20 prósent.
Loksins geta tölvuleikjaunnendur
lagt „tölvuleikir bæta samhæf-
ingu handa og augna“-afsökunina
á hilluna og byrjað að dásama
áhrif þeirra á sjónina. Vísinda-
menn við háskólann í Rochester í
New York-ríki hafa nefnilega kom-
ist að því að það að spila tölvuleiki
getur haft jákvæð áhrif á sjónina.
Vísindamennirnir báru saman hóp
spilara sem spiluðu Tetris annars
vegar, og hóp sem spilaði fyrstu
persónu skotleikinn Unreal
Tournament hins vegar. Niður-
stöðurnar voru þær að Tetris gerði
ekkert gagn, sjónin batnaði ekki
svo mælanlegt var. Þeir sem spil-
uðu Unreal bættu hins vegar sjón
sína um allt að 20 prósent.
Varðandi þetta sem mamma og
pabbi sögðu með að verða rang-
eygður og skemma augun: þau
höfðu rangt fyrir sér.
Tölvuleikir bæta sjón
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI