Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 24
fréttablaðið fasteignir 12. FEBRÚAR 2007 MÁNUDAGUR2
Að ýmsu þarf að huga þegar gengið er
frá gólfum og niðurföllum í votrýmum.
Hermann Ragnarsson hjá Flotmúr ehf.
getur gefið góð ráð um halla á gólfum
og annan frágang.
Hermann segir að það fari eftir því hvar
niðurföllin eru hvort halli þurfi að vera á
gólfinu eða ekki. „Ég myndi skipta votrým-
um niður í tvo flokka,“ segir hann. „Í fyrri
flokknum eru gólf sem þurfa að vera hall-
andi, til dæmis bílskúrsgólf, svalagólf,
bílageymslur og frystihús. Í seinni flokkn-
um eru gólf sem ekki þarf að vera halli á
eins og vaskahúsgólf og gólf í baðherbergj-
um. Rökin fyrir því að setja ekki halla á
gólfin í seinni flokknum eru að þetta eru
eiginlega öryggisniðurföll,“ segir Her-
mann.
Þó að ekki sé nauðsynlegt að vera með
halla á gólfum á baðherbergjum og í vaska-
húsum þarf þó að huga að ýmsu öðru við
fráganginn á þeim. „Helst þarf að passa að
setja ekki ristina í fyrr en eftir að búið er
að ganga frá gólfinu, hvort sem það er
flísalagt eða dúkalagt eða hvað sem er, og
stilla hana þá í rétta hæð svo að hún sé ekki
of neðarlega. Það er heldur ekki gott ef
niðurfallið er hæsti punktur á gólfinu og
þó að ristin standi ekki nema millimetra
upp úr er það orðið leiðinlegt. Einnig er
mikilvægt að kíttað sé vel meðfram þrösk-
uldinum svo að leki ekki vatn undir hann ef
eitthvað er og það á líka við þó að sé halli á
gólfinu,“ segir Hermann.
Einn af kostunum við að vera ekki með
halla á gólfum í baðherbergjum og vaska-
húsum er að auðveldara að flísaleggja þau
að sögn Hermanns. „Til dæmis getur verið
erfitt að leggja stórar flísar á gólfin ef
mikill halli er á þeim en þær eru einmitt
mjög mikið í tísku í dag.“
Halli ekki nauðsynlegur
Best er að setja ristina ekki í niðurfallið fyrr en búið
er að ganga frá gólfinu.
Hermann segir að ekki þurfi að vera halli á baðherbergisgólfum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Fr
um
Hlíðasmári 170 fm - verslunarhúsn.
TIL LEIGU 170 fm
verslunar og þjón-
ustuhúsnæði vel
staðsett á götuhæð í
þessu glæsilega húsi.
Endapláss sem er
laust nú þegar. Næg
bílastæði.
Allt að 3000 fm Lagerhúsnæði.
Til leigu vel staðsett
miðsvæðis í Reykjavík
við Héðinsgötu og Köll-
unarklettsveg, allt að
3.000 fm. húsnæði sem
hentar frábærlega und-
ir lager eða léttiðnað.
Möguleiki á 1000 -
3000 fm. Leigist til 2ja
ára í senn. LAUST!
Ögurhvarf, Kóp, 3.340 m2.
Atvinnuhúsnæði með
súlulausu lagerrými,
verslunarrými og
skrifstofuálmu. Hús-
næðið er í byggingu
og afhendist skv.
nánara samkomulagi.
Möguleiki er að leigja
eða kaupa húsið í
heild sinni (bygg.st.5
eða lengra komið),
eða minni einingu.
Teikningar og skil-
alýsing á skrifstofu.
Fornubúðir Hfj. 180 fm innkeyrslubil.
Til sölu eða leigu 180
fm innkeyrslubil með
háum og góðum
innkeyrsluhurðum.
Gott athafnasvæði
fyrir utan og á lóð.
Bilið er 120 fm að
gólffleti og 60 fm
milligólf. Húsnæðið er
vel staðsett við
höfnina og hentar fyrir
margvíslega
starfsemi. LAUST.
Bíldshöfði, verslunar- og skrifstofuhúsn.
Frábærlega staðsett á
Höfðanum, til leigu
nýtt og glæsilegt
verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði sem um
þessar mundir er verið
að reisa annað af 2
húsum á lóð. Hver
hæð er um 700 m2. Í
boði eru stærðir frá
350 fm til rúmlega
10.000 fm. Nánari
upplýsingar og teikn-
ingar á
Óseyrarbraut Hfj, 355 fm innkeyrslubil.
Til leigu miðsvæðis í
Hafnarfirði og við höfn-
ina, gott innkeyrslubil
með 1 innkeyrsluhurð.
Góð aðkoma. LAUST.
Hlíðasmári verslunar- og skrifstofuhúsn.
Til leigu glæsilegt
verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði á 6
hæðum, samtals um
1.800 fm, frábærlega
staðsett í göngufæri
við Smáralindina.
Sameign og notarými
verða afhent fullbúin
og tilbúin til notkunar
fyrir væntanlega leigj-
endur. Frágangur
verður að utan sem innan með glæsilegasta móti. Húsnæðið verð-
ur afhent eftir mitt ár 2007.
Glæsileg nudd og grenningarstofa.
Til sölu glæsilegt heilsustúdíó með góðan tækjakost. þekkt stofa
í flottu húsnæði. Glæsileg heimasíða yfir þjónustuna. Góður tími
framundan. Frábært tækifæri.
Veitingastaður í austurborginni.
Til sölu veitingastaður, vel tækjum búin, tekur a.m.k. 40 manns í
sæti. Staðurinn hefur mikla möguleika á verulegri aukningu.
Sanngjarnt verð.
Heildverslun með sérvöru
Til sölu heildsölufyrirtæki og smásöluverslun með sérvöru fyrir
hótel og veitingageirann svo og stofnanir á heilbrigðissviði.
Gæðavörur og gott fyrirtæki. Upplýsingar á skrifstofu.
Sérverslun með eigin innflutning.
Til sölu glæsileg verslun, í nýju húsnæði, með gjafavöru, húsgögn
og teppi. Flytur inn vörur frá 22 löndum. Skemmtilegt tækifæri.
Ís-matur-videó. Hverfissöluturn
Glæsilega innréttuð hverfisverslun með góða vaxandi veltu.
Frábært fjölskyldu fyrirtæki. Topp tækifæri.
Fiskheildsala - rótgróið fyrirtæki.
Til sölu rótgróin fiskheildsala. Góð viðskiptasambönd í hart nær
20 ár. Mjög sanngjarnt verð. Frábært tækifæri fyrir duglegan að-
ila. Afhending strax.
Söluturn í Vesturbænum.
Til sölu, af sérstökum ástæðum, er góður söluturn vel staðsettur
og með mikla veltu. Mikil íssala. Pizzu ofn og miklar innréttingar.
Rúmgott húsnæði. Gott verð.
Grill-sjoppa með bílalúgu.
Góð sjoppa í alfaraleið með góða veltu. Heitur matur í hádeginu.
Gott tækifæri. Hagstætt verð.
Hársnyrtistofa í góðu hverfi.
5 vinnustöðvar og 2 vaskstólar. Í góðu húsnæði og vel búin tækj-
um. Til sölu af sérstökum ástæðum. Til afhendingar starx ef ósk-
að er. Frábært verð.
Síðumúla 35 • 108 Reykjavík • Sími 517 3500 • www.fyrirtaekjasala.is
Björgvin Ó. Óskarsson
Löggiltur leigumiðlari
og eignaskiptalýsandi
Óskar Mikaelsson,
ráðgjafi, atvinnuhúsnæði
og fyrirtæki
Valgeir Kristinsson,
Hrl., Lögg. faseignasali