Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 52

Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 52
fréttablaðið fasteignir 12. FEBRÚAR 2007 MÁNUDAGUR30 Svefnsófar og rétt lýsing geta gert gæfumuninn. Fyrir fólk sem á heima í litlum íbúð- um skiptir skipulagið öllu máli. Ef ekki er staðið rétt að því finnst íbú- unum fljótlega þrengt að sér en öll þrífumst við best á heimilum þar sem nægilegt pláss er til að heimil- isfólk geti átt einkalíf og athafnað sig eftir þörfum. 1. Lýsing skiptir öllu máli. Flöt lýsing ofan úr loftinu lætur híbýlin virka minni á meðan borð og standlampar „teygja“ úr horn- um. Lamparnir gefa líka færi á að skapa notalega stemningu á heimil- inu og um leið getur þú beint athygl- inni frá þeim stöðum sem þú vilt. 2. Speglar á réttum stöðum draga til sín og dreifa dagsbirtu sem er mjög mikilvæg til að okkur líði eins og það sé pláss heima hjá okkur. Um leið blekkja speglarnir augað og láta rýmið virka stærra. 3. Ljós húsgögn eru betri en dökk ef plássið á að virka meira. Reyndu að hafa uppi á húsgögnum sem þjóna meira en einum tilgangi. Til dæmis sófaborð með skúffum, borð með innbyggðum skápum og sófa sem hægt er að nota sem rúm. Skápar með rennihurðum spara líka pláss og því er gott að nota þá í litl- um svefnherbergjum. 4. Láttu sófann snúa á móti inngangi í stofuna. Þetta lætur fólki finnast það velkomið og um leið gefur þetta aukna tilfinningu fyrir stærra rými. 5. Veldu húsgögn sem hægt er að færa á milli staða og jafnvel nota til ýmissa athafna. Til dæmis stand- lampa sem geta bæði verið í eldhúsi og stofu, eða við vinnurými eftir þörfum. 6. Ef þú átt heima í lítilli stúdíó- íbúð eða öðru opnu rými sem ekki gerir ráð fyrir miklum mannfjölda skaltu fjárfesta í svefnsófa. Futon-sófarnir japönsku eru til að mynda fallegir og eigulegir til þess brúks en það má líka fá fleiri gerðir af svefnsófum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem þú ætlar þér að sofa í svefnsófanum eða bjóða gestum að hvílast þar, er slíkur gripur þarfaþing á litlum heimilum. - mhg Ásta Sigríður Ólafsdóttir starfar sem innanhússarkitekt hjá Heimilinu í heild. Hún segir skemmtilegast að vinna fyrir fólk sem þorir að vera það sjálft. „Ný hús eru skemmtileg viðfangs- efni. Fjölmargir þættir sem huga þarf að gefa hugmyndafluginu laus- an tauminn. Ekkert er endanlegt og hægt að velta fyrir sér möguleikum nánast endalaust. Hugmyndir koma þó oft úr ólíkum áttum og erfitt getur verið að samræma þær,“ segir innanhússarkitektinn Ásta S. Ólafsdóttir. Hún mælir með því að fólk sem er að hanna íbúðir sé ófeimið við að leita sér aðstoðar. „Þegar farið er af stað með nýbyggingu er mikilvægt að leita ráða hjá fagfólki á öllum sviðum. Sérþekking innanhússarkitekta liggur í að skipuleggja innra rými húsa og hanna innréttingar svo notagildið og þægindin verði sem mest, jafnframt því að samræma útlit og efnisval þannig að útkoman verði engu lík!“ segir Ásta. Hún segir að innanhússarkitektar þurfi að fylgjast vel með þar sem þróunin er verulega hröð. „Stöðugt koma fram nýjungar í innréttingum, tækjum, flísum, og gólfefnum, að ógleymdum kerfum sem stýra lýsingu, hljómburði og hita. Þannig eru mörg heimili nú orðin hátæknivædd og aðgerðum stjórnað með fjarstýringum og tölv- um. Það sannast þó ítrekað að tíma- laus hönnun heillar mest og er vin- sælli en nokkru sinni fyrr,“ segir Sigríður. „Í dag er algengt að byggja inn alla mögulega hluti í loft, veggi og gólf, svo sem ljós, brautir, sjónvörp og blöndunartæki. Gott er að gera ráð fyrir öllu þessu snemma í hönn- unarferlinu, ekki síst vegna þess að framkvæmdahraðinn getur verið mikill. Nú koma húsin oft tilbúin á lóðina frá framleiðandanum með raflögnum og öllu saman.“ Sigríður segir að flest sé nú leyfilegt. „Æskilegt er að heimili lýsi karakter eigenda sinna, frekar en að vera eins og klippt og límt úr þekktu hönnunarblaði. Það er skemmtilegast að vinna fyrir fólk sem þorir að vera það sjálft,“ sagði Ásta S. Ólafsdóttir að lokum. - egm Heimilið á að lýsa karakter eigenda sinna Ásta S. Ólafsdóttir, innanhússarkitekt hjá Heimilinu í heild, Síðumúla 35. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Aukið pláss í litlu húsnæði Húsgögn sem auðvelt er að færa til og standlampar á gólfum hjálpa til við að mynda aukið rými í litlum íbúðum. www.byggd.is Jón Kr. Sólnes, hrl. lögg. fast.sali - Björn Guðmundsson, lögg. fast.sali Nýbygging Akureyri N-10 ehf. er að fara af stað með byggingu á iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum. Á efri hæð er um 1.100. fm. húsnæði með mikilli lofthæð, sem mögulegt væri að skipta í minni einingar. Á neðri hæð verða 6 aðskildir eignahlutar og verður stærð þeirra frá 82,5 fm og allt að 350 fm þar sem lothæð verður um 4m. Við sölu er gert ráð fyrir að efri hæðin verði seld í einu eða tvennu lagi og kaupendum gefin kostur á að hafa áhrif á endanlega hönnun og skipulag. Staðsetning eignarinnar verð- ur mjög góð með tilliti til margskonar verslunar og þjónustu- starfsemi og er áætlaður afhendingartími í nóvember 2007. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ Fr um Við höfum lausn fyrir þig, mælum, teiknum, smíðum og setjum upp Beinir stigar - Loftastigar Handlistar - Stólpar - Pílárar Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Ný teikniforrit og verð á www.timberman.dk - tegn trappen STIGAR OG HANDRIÐ Til sölu eru tvö mjög vönduð nýbyggð parhús á Reyðarfirði. Stærð hvors húss um sig með bílskúr er 235,9 fm. Öll herbergi hússins eru mjög rúmgóð og björt. Þetta stórglæsilega hús stendur á mjög fallegum stað á Reyðarfirði. Hönnun húss og allur frágangur miðar að því að lágmarka allt viðhald. Húsið er teiknað og hannað hjá ATS teiknistofu á Akureyri / Egilsstöðum. Byggingaraðili er Austurfell ehf. Húsin verða afhent fullgerð með gólfefnum og innréttingum í mars - apríl 2007. Sjón er sögu ríkari. Verð húss er kr. 48.000.000 Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Fasteignasölunni ehf, Hofsbót 4, Akureyri. Sími 462-1878. Hermann R. Jónsson sölustjóri sími 861-5025. Hreinn Pálsson hrl. og lögg. fasteignasali.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.