Fréttablaðið - 12.02.2007, Blaðsíða 75
AFMÆLI
Afgreiðslutími virka daga 10-18 og laug. 11-15
Mörkinni 4, Reykjavík, sími: 533 3500 - Hofsbót 4, Akureyri, sími: 462 3504
Miðvangi 1, Egilsstöðum, sími: 471 2954
FÆDDUST ÞENNAN DAG
Fjórflétta, sönghópur Páls Óskars,
þurfti að kveðja X-Factor á föstu-
dagskvöldið eftir æsispennandi
símakosningu á þriðja úrslitakvöld-
inu í Vetrargarðinum. Eftir að
atkvæðagreiðslu lauk var ljóst að
Jóhanna, úr hópi yngri þátttakenda
undir stjórn Ellýar, og Fjórflétta
hefðu hlotið fæst atkvæði. Því kom
það í hlutverk Einars Bárðarsonar að
velja þann sem myndi ljúka keppni á
þriðja úrslitakvöldinu. Eftir erfiðar
vangaveltur ákvað Einar að Fjór-
flétta ætti frá að hverfa.
Fjórflétta
send heim
Heilsuverkefninu Hreyfing fyrir alla var
hleypt af stokkunum í vikunni. Tilgangurinn er
að auka framboð á skipulagðri hreyfingu, eink-
um fyrir fullorðna og eldra fólk sem stundar
ekki reglulega hreyfingu.
Heilbrigðisráðuneytið, Lýðheilsustöð og
Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland standa að
verkefninu auk fjölda bæjarfélaga, íþrótta-
félaga og annarra. Stéttarfélögin VR og Efling
styðja einnig verkefnið.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra
skrifaði undir samkomulag um Hreyfingu
fyrir alla í höfuðstöðvum Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands í Laugardalnum í gær ásamt
fulltrúum þeirra félaga og samtaka sem standa
að verkefninu.
Áður en samkomulagið var undirritað var
fulltrúum þátttakenda í verkefninu sýnt hvern-
ig eigi að bera sig að í stafagöngu – almenn-
ingsíþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda hér-
lendis.
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu
segir að verkefnið eigi að ná til tveggja þriðju
hluta landsmanna. Rúmar þrettán milljónir
hafa verið veittar til þess.
Við undirritunina sagði Siv aldrei of seint að
skipta um lífsstíl, hreyfingarleysi sé einn helsti
orsakavaldur lífstílstengdra sjúkdóma eins og
ofþyngdar og aukins kólesteróls.
Berjast gegn hreyfingarleysi fullorðinna