Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 76

Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 76
Farðu til pabba! Já, dugleg, koma! Úps! Þú getur þetta! Já, hún er af Fjallsættinni! Hún gefur sig ekki! Úps! Einu sinni enn og ég hringi í barna- verndar- nefnd! Hæ! Hæ! Flottur hattur! Já! Ég fann hann í bílskúrnum heima! En er þetta ekki trekt? Ég fylgist ekki með þessum hönnuðum, ef mér finnst það flott þá nota ég það! Þetta er í síðasta skiptið sem ég leyfi börnum broddgaltarins að vera í pokanum mínum!!! Húsið .... mitt ... Hringdu á lögguna! Þú fyrst! Farð þú bara fyrstur! Gjörðu svo vel! Nei, þú! Nei, þú ert eldri! Það er ekkert sem þau geta ekki rifist yfir! Fyrir nokkrum árum hélt ég til Banda- ríkjanna til náms með íslenskan stein í vasanum. Þetta var skömmu eftir að ég hafði lýst því yfir að af öllum stöðum í heiminum langaði mig síst til Bandaríkjanna, enda væri heimskan vaðandi þar uppi. Steininn tók ég með í þeirri von að áþreifanleg tengsl við föðurland mitt myndu á einhvern hátt verja mig fyrir heimskunni. Ástæðan fyrir för minni var sú að ég taldi mig hafa fundið vin í eyðimörkinni þegar ég rakst á skóla sem var akkúrat skólinn sem ég leitaði eftir, en sá böggull fylgdi skammrifi að hann var í Banda- ríkjunum. Ég viðurkenni þó að þetta með steininn var ekki útpælt, ég eiginlega bara kippti honum með. Þetta var einn af þessum steinum sem maður tínir í fjör- unni og þvælist svo með manni hvert sem maður fer og aldrei að vita nema hann innihaldi mann- bætandi orku. Engu lýg ég þó um það að ég óttaðist eitt og annað í Bandaríkjunum og kannski gæti ég þurft að kasta steininum í haus- inn á einhverjum glæpamanni sem hygðist gera mér illt. Bandaríkjamenn reyndust hins vegar indælisfólk og landið bauð upp á svo ótrúlega margt, enda þrífst allur heimurinn þar, allir kynþættir og öll trúarbrögð. Auð- vitað rakst ég á haug af heimsku fólki en verst þótti mér að eitt þeirra var ég. Einn daginn kom ég nefnilega að sjálfri mér á spjalli við bandaríska stúlku sem var frá Mexíkó. Ég hafði þulið upp heilu ræðuna um undraveröldina Ísland og hlegið þegar hún spurði um eilífan vetur og hvort við töluðum sænsku. Ég var að taka steininn upp úr vasanum og byrjuð að segja frá svörtum ströndum Íslands þegar ég áttaði mig á að ég hafði ekki spurt hana einnar spurningar um land hennar og þjóð. Ég hætti að tala, stakk steinin- um í vasann fegin að hann hafði gert það sem honum var ætlað, svo tók ég til við að spyrja stúlk- una.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.