Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 78

Fréttablaðið - 12.02.2007, Side 78
Tvær af stjörnum sjónvarpsþátt- arins vinsæla Lost, þau Dominic Monaghan og Evangeline Lilly, ætla að gifta sig í júlí. Monaghan, sem leikur Charlie, og Lilly, sem leikur Kate, hafa átt í ástarsam- bandi undanfarin misseri og vilja nú ganga upp að altarinu. Athöfn- in verður látlaus og mun fara fram á meðan þau eru í sumarfríi frá tökum á Lost. Athöfnin fer fram á Hawaii, þar sem ástarblossinn á milli þeirra kviknaði við tökur á þættinum. Gifting á Hawaii Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíó fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka. Jessicu Simpson langar að feta í fótspor Angelinu Jolie og ættleiða börn. Í viðtali við breska tímaritið Star sagðist söngkonan vilja eignast stóra fjöl- skyldu, en að hún óttaðist að hún gæti ekki afborið fæðingu oftar en einu sinni. „Mig langar í þrjú börn, en ég veit ekki hvort ég get fætt þrisvar. Ég þarf að athuga hversu sárt það er í fyrsta skiptið,“ sagði Simpson. Hana langar að ættleiða áður en hún fæðir sjálf börn. Í sama viðtali sagðist söngkon- an einnig vilja bjarga heiminum. Það væri draumur sem hefði lifað með henni frá barnæsku. Simpson sagðist halda að hún myndi enda á því að gera einhver góðverk. Langar að ættleiða Skömmu fyrir andlát sitt sagði fyrirsætan Anna Nicole Smith vin- konu sinni að lífið væri að buga sig. „Ég get ekki haldið áfram, lífið er að drepa mig,“ sagði Anna grátandi í símtali. Hún var undir áhrifum fjölda lyfja en mikil lyfjaneysla hafði sett sitt mark á hana. Anna hringdi í vinkonu sína skömmu eftir að hún kom á hótelið í Flórída þar sem hún lést 48 klukkustundum síðar. „Anna var í hræðilegu ástandi. Líf hennar var reyndar aldrei einfalt en þegar hún hringdi þarna var eitthvað öðruvísi en venju- lega. Ég var virkilega hrædd um hana. Hún hafði verið með sjálfseyðingarhvöt í mörg ár og tekið ógrynni af lyfjum. Þarna var augljóst að hún vildi deyja,“ sagði vinkona hennar við News of the World. Anna Nicole hafði áhyggj- ur af mörgu undir það síðasta í lífi sínu. Hún syrgði enn tvítugan son sinn sem lést í september eftir ofneyslu eiturlyfja. Það gerðist aðeins þremur dögum eftir að Anna fæddi dótt- ur sína sem nú er deilt um faðernið á. Þrír hafa gefið sig fram sem líklegir feður en möguleiki er á að Anna hafi notað fryst sæði úr fyrrverandi eiginmanni sínum, auðmanninum J. Howard Marshall, til að styrkja kröfu sína um að erfa auðævi hans. Þá átti Anna yfir höfði sér lögsókn vegna ásakana um að megrunarpillur sem hún auglýsti gerðu ekkert gagn. Dánarorsök Önnu liggur ekki fyrir. Ekki mun hafa verið um of stóran skammt lyfja að ræða en líklegt er talið að aukaverkanir af lyfjaneyslu hennar hafi dregið hana til dauða. „Anna tók lyf eins og annað fólk drekkur vatn. Ég veit ekki hvort hún framdi sjálfs- morð en hún vildi deyja. Kannski sagði líkami hennar að nú væri nóg komið,“ sagði vinkona hennar. Anna reyndi að fremja sjálfsmorð í fyrra eftir að sonur hennar dó. Anna Nicole Smith vildi deyja Söngkonan Norah Jones var ekki ánægð með fyrstu kynni sín af Holly- wood. Norah hefur nú leik- ið í sinni fyrstu kvik- mynd, My Blueberry, og henni leist ekki á blik- una þegar henni var skipað að grennast fyrir hlut- verk sitt. Norah var stórhneyksl- uð þegar henni var til- kynnt þetta og segist nú skilja betur hvað grannar leik- konur mega þola. „Ég ætti örugglega ekki að segja frá þessu en ég var beðin um að losa mig við nokk- ur pund. Í fyrstu varð ég mjög reið en síðan varð ég stressuð og fór að hugsa um hvað ég væri feit. Þetta var ekki fallegt að heyra en nú skil ég þennan leik. Ekki það að ég taki þátt í honum. Mér fannst bara skrítið að þetta væri eitthvað mál. Nú skil ég þó grannar leik- konur – og mér finnst að þær ættu bara að skella í sig einum ostborg- ara!“ segir Norah, sem leikur á móti Jude Law og Rachel Weisz í myndinni. Norah þótti of feit

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.