Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 82

Fréttablaðið - 12.02.2007, Page 82
Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu Ekki nógu ánægð með veturinn hjá mér DHL-deild karla: „Þetta var algjör óþarfi og aumingjaskapur hjá okkur á síðustu mínútunum að hleypa þeim svona inn í leikinn. Ef við ætlum okkur að ná langt í þessu móti þá getum við ekki boðið upp á svona endasprett,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að strákarnir hans höfðu nælt í tvö dýrmæt stig í DHL-deildinni gegn Íslandsmeisturum Fram á útivelli. Lokastaðan 26-27 í leik sem Valur hefði hæglega getað gengið frá fyrir hlé. Fyrri hálfleikur hjá Íslands- meisturunum var hreinasta hörm- ung og ef ekki hefði verið fyrir klaufaskap Vals á köflum þá hefðu Framarar verið tíu mörkum undir í leikhléi og ballið búið. Fram fékk enga markvörslu í hálfleiknum, engin hraðaupphlaup og var þar að auki utan vallar í átta mínútur. Valur nýtti sér það engan veginn nógu vel og munur- inn því aðeins fjögur mörk í leik- hléi, 10-14. Það lak allt inn hjá báðum liðum í upphafi síðari hálfleiks en um leið og Björgvin Páll byrjaði að verja í Fram-markinu komust heimamenn inn í leikinn. Þeir breyttu stöðunni 19-23 í 22-23 og allt opið undir lokin. Þá kom aftur góður kafli hjá Val og þeir komust í 23-27 þegar skammt lifði leiks. Þá slökuðu Valsmenn aftur á klónni, Jóhann Gunnar skoraði þrjú mörk í röð og óvænt spenna komin í leikinn á ný. Fram fékk tækifæri til að jafna undir lokin en fór illa að ráði sínu þegar skot Andra Bergs var varið af Valsvörninni. Valsmenn fögn- uðu gríðarlega góðum sigri, enda enn á toppi deildarinnar, en Fram- arar voru að vonum súrir enda blasir lítið annað við þeim en hörð fallbarátta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Val og handknattleiksunnendur að Baldvin Þorsteinsson sé að kom- ast á eðlilegt skrið á nýjan leik. Hann var öflugur í gær. Arnór Gunnarsson og Ernir Hrafn voru ágætir. Markús var víðsfjarri sínu besta en skoraði mikilvæg mörk undir lokin. Jóhann Gunnar var yfirburða- maður hjá Fram og Andri Berg átti fínan sprett í síðari hálfleik. Björgvin varði vel í síðari hálfleik eftir að hafa ekkert getað í þeim fyrri. Staða meistaranna er orðin slæm og þeir verða að ranka við sér ef ekki á illa að fara. Valsmenn sluppu með skrekkinn Varnarmaðurinn Valur Fannar Gíslason er hættur að æfa með Val vegna launadeilu við félagið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Valur Fannar fyrirframgreidda eina milljón króna í laun síðasta sumar sem flokkaðist sem leikjabónus en Valur lék aldrei nógu marga leiki til að vinna fyrir laununum. Valsmenn vildu þar af leiðandi fá peningana til baka en Valur Fannar hafnaði þeirri beiðni félagsins. Í kjölfarið urðu mikil læti sem hafa leitt til þess að Valur Fannar er hættur að æfa með félaginu þó svo að hann sé með samning út tímabilið 2008. Valsmenn búast ekki við honum aftur á Hlíðarenda og er leikmað- urinn þegar hættur að æfa með félaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Valur og Fylkir samið um félagaskipti leik- mannsins og sömu heimildir herma að Valur Fannar sé einnig búinn að ná samkomulagi við sitt gamla félag. Málið er hins vegar í hnút út af þessari milljón og sér ekki fyrir endann á deilunum. „Ég er enn leikmaður Vals í dag og þannig er bara staðan. Ég vil að öðru leyti ekkert tjá mig um málið,“ sagði Valur Fannar þurr á manninn í gær en hann fór til norska félagsins Sogndal í vikunni en náði ekki að heilla félagið. Ótthar Edvardsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals, staðfesti að Valur Fannar væri hættur að æfa með liðinu og sagði félagið líta svo á stöðuna að leikmaðurinn væri á förum. „Við erum það vel mannaðir í öftustu vörn að við mátum stöð- una sem svo að það væri í lagi að leyfa honum að fara. Við teljum okkur ekki þurfa á kröftum hans að halda,“ sagði Ótthar en aðspurð- ur um milljóna og launadeiluna sagði Ótthar: „Ég ætla ekki að tjá mig um hans samningsmál. Fólk verður að geta sjálft í eyðurnar.“ Ótthar sagðist ekki búast við að Valur Fannar spilaði aftur fyrir félagið en heimildir Fréttablaðs- ins herma að Valsmenn séu í erf- iðri stöðu því ef þeir keyri málið alla leið verði væntanlega að ljóstra upp um laun Vals og það vill félagið ekki sjá gerast. Valur Fannar Gíslason hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Val. Hann er hættur að æfa með Val en fer hvergi fyrr en launadeila hans við félagið er leyst. Hann fékk fyrirframgreidda milljón sem hann ætlar ekki að endurgreiða. Arsenal vann nauman sigur á Wigan í gær, 2-1, á heimavelli sínum. Bæði mörk Arsenal komu á tíu síðustu mínútum leiksins. Fyrra markið var sjálfsmark og var mikil rangstöðulykt af því en sigurmarkið skoraði Tékkinn Tomas Rosicky. Áður hafði Denny Landzaat komið Wigan yfir. Þetta er í ellefta sinn sem Arsenal kemur til baka á leiktíðinni. „Dómarinn kostaði okkur sigurinn. Við hefðum átt að fá víti rétt áður en Arsenal jafnar en það mark var vafasamt. Þessi dómgæsla gæti kostað okkur fall og 50 milljónir punda,“ sagði Paul Jewell, stjóri Wigan, alveg kolvitlaus í leikslok en hann reifst heiftarlega við dómarann eftir leikinn. Í fyrri leik gærdagsins lagði Bolton lið Fulham, 2-1. Naumur sigur hjá Arsenal

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.