Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 2

Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN NAVARA 35” Nýskr. 08.06 - Sjálfskiptur - Ekinn 5 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 4.620 .000. - Bresk þingnefnd telur valdheimild sem gerir yfirvöld- um kleift að halda grunuðum hryðjuverkamönnum án ákæru stríða gegn mannréttindalögum. Heimildin, sem er háð árlegri endurnýjun þingsins, var sett árið 2005. Hefur hún verið harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni en innanríkisráðherra Bretlands, John Reid, segir hana nauðsyn- lega til að fást við grunaða hryðjuverkamenn sem ekki sé hægt að ákæra eða flytja úr landi. Nefndin hvetur til að auðveld- að verði að ákæra til dæmis með að leyfa að upptökur úr símhler- unum við réttarhöld. Gagnrýnir um- deilda heimild Karlmaður á fertugsaldri lést þegar bifreið hans valt út fyrir veginn í Hörgárdal skammt sunnan við bæinn Krossastaði um miðnættið á laugardagskvöld. Vegfarandi kom að slysstaðnum og gerði lögreglunni á Akureyri viðvart. Maðurinn var látinn þegar hana bar að garði. Hann var einn í bifreiðinni. Töluverð hálka var á þessum slóðum þegar slysið varð og að sögn lögreglu er talið að maðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna hennar. Þetta er fyrsta bana- slysið í umferðinni á þessu ári. Karlmaður á fertugsaldri lést Eigandi verktakafyr- irtækis hefur verið sendur í fangelsisafplánun vegna tveggja útistandandi dóma eftir að hafa gengið í skrokk á pólskum starfsmanni sínum aðfaranótt sunnudags. Hann hlaut síðast tólf mánaða fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot. Í fréttum Stöðvar tvö í gær lýsti verkamaðurinn því að hann hefði lagt sig í bifreið fyrirtækisins eftir samkvæmi á þess vegum. Hann vaknaði við það að yfirmaður hans dró hann út úr bifreiðinni og hóf að sparka í hann og kýla í andlitið. Hann sér ekkert með öðru auganu eftir árásina og sauma þurfti nokkur spor í augabrún og enni. Var sendur í afplánun í gær Karlmanni á fimm- tugsaldri sem fannst liggjandi meðvitundarlaus og alblóðugur við Bæjarlind í Kópavogi á laugar- dagsmorgun varð það sennilega til lífs að líkamshiti hans fór niður í 26 gráður. Að sögn lögreglu hlaut maðurinn alvarlegan áverka á hnakka og missti mikið blóð. Tölu- vert frost var þessa nótt og hægði það verulega á líkamsstarfsemi mannsins. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu um helgina. Hann minn- ist þess ekki að ráðist hafi verið á sig. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áverkann mögulega hafa getað orsakast af falli enda hafi verið töluverð hálka á því svæði sem maðurinn fannst. Þó er enn verið að rannsaka hvernig maðurinn slasaðist og vitni sem voru á skemmtistaðnum hafa verið yfirheyrð. Ekki er búið að úti- loka að áverkinn sé af manna- völdum. Maðurinn var á leiðinni heim til sín af skemmtistaðnum Play- ers þegar atvikið átti sér stað. Gangandi vegfarandi varð hans var um níuleytið á laugardags- morgun en hann hafði þá legið meðvitundarlaus í einhverja klukkutíma. Maðurinn komst til meðvitundar síðdegis á laugar- dag og er ástand hans stöðugt að sögn læknis. Ofkólnun varð honum til lífs Stjórnmálasamtök eldri borgara og öryrkja voru formlega stofnuð í gær á opnum fundi á Grand hóteli. Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja höfðu boðað til fundarins og var tillaga um stofn- un stjórnmálasamtaka samþykkt einhljóða. Arndís H. Björnsdóttir, for- maður Baráttusamtaka eldri borg- ara og öryrkja, var kjörin for- maður hins nýja stjórnmálaflokks. Hún segir að mikil samstaða hafi verið á fundinum og nokkur hundr- uð manns séu nú þegar komnir á skrá samtakanna. „Þetta er framboð sem á erindi við alla og fólk á öllum aldri hefur lýst yfir stuðningi við okkur,“ segir Arndís, sem fullyrðir jafn- framt að aðrir stjórnmálaflokkar hafi reynt að standa í vegi fyrir framboðinu. Málefni aldraðra og öryrkja verða í brennidepli en að sögn Arndísar mun flokkurinn einnig láta til sín taka á öðrum sviðum. „Við erum með stefnu í öllum málaflokkum og einbeitum okkur sérstaklega að ójöfnuðinum í sam- félaginu,“ segir Arndís. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum og munu aldr- aðir og öryrkjar skipta kjördæm- unum á milli sín. Nafn flokksins verður gert opinbert síðar í vik- unni og þá kemur einnig í ljós hverjir leiða lista flokksins. Íbúðarbyggð í Ör- firisey og nágrenni verður ekki byggð upp á þeim tíma sem stefnt er að, ef nýframlögð samgöngu- áætlun stendur óbreytt. Þetta segja Björn Ingi Hrafnsson, for- maður borgarráðs og stýrihóps sem skoðar nú möguleikann á upp- byggingu íbúðarbyggðar í Örfiris- ey og nágrenni, og Dagur B. Egg- ertsson. Í stýrihópnum eru auk Björns Inga, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Árni Þór Sigurðsson. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á miðvikudaginn síðastlið- inn hefur stjórn Faxaflóahafna vísað tillögu Björgunar hf. og Bygg hf., um uppbyggingu byggð- ar á 108 hektara landfyllingu, til stýrihópsins fyrrnefnda til frek- ari umfjöllunar. Björn Ingi segir engan vafa leika á því að ef uppbygging sam- göngumannvirkja verði með þeim hætti sem boðað er í nýútkominni samgönguáætlun muni það hafa hamlandi áhrif á vinnu við skipu- lag byggðar í Örfirisey og hennar nágrenni. „Það er mat allra sem koma að málefnum borgarinnar að það verði að koma til sam- göngumannvirki, til dæmis Mýrar- götustokkur, svo hægt sé að byggja upp byggð á þeim tíma sem við stefnum að. Því hefur verið komið á framfæri og það mál er í þing- legri meðferð. Ég bind vonir við að náum ásættanlegri lendingu í málinu.“ Dagur B. Eggertsson segir öll uppbyggingaráform vera í upp- námi. „Það er ekki lagt til fjár- magn fyrir Mýrargötu- stokkinn í sam- gönguáætlun- inni og það setur öll uppbygging- aráform í upp- nám. Ég reikna með því að við getum unnið að þessu verkefni í rólegheitum [mati á skipulagstillögum og öðrum málum er viðkoma upp- byggingu í Örfirisey], að minnsta kosti á meðan þessi samgöngu- áform eru ekki uppi á borðinu.“ Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir samgöngubætur við Mýrargötu vera inni í öðru tímabili samgönguáætlunar. „Við höfum gert ráð fyrir því að Vega- gerðin gangi til samninga við borgaryfirvöld. Það er enn unnið að því að finna bestu tæknilausn- ina á þessum málum. Ég veit ekki betur en að það sé fullur skilning- ur á því að þessi mál, það er skipu- lagið og tæknilegar útfærslur, þurfi að vinna betur.“ Áhugi fjárfesta á svæðinu, þar sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík ætlar sér að byggja upp íbúðar- byggð, er gríðarlegur að sögn Björns Inga. Þannig hefur fjár- festingarfélagið Lindberg hf. keypt húsnæði í Örfirisey fyrir um þrjá milljarða á undanförnum mánuðum. Mýrargötustokkur grundvöllur byggðar Mýrargötustokkur er grundvöllur uppbyggingar byggðar í og við Örfirisey, segja Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson. Stokkurinn er ekki í fyrri hluta ný- framlagðrar samgönguáætlunar og því er uppbygging ekki á dagskrá á næstunni. Ellý, var ekki grátlegt að þurfa að senda Alan heim? Norskur karlmaður, Quang Minh Pham, var handtek- inn um helgina grunaður um að hafa myrt 31 árs gamlan mann en lík hans fannst í skottinu á bíl Pham á laugardaginn. Pham, sem er 34 ára gamall, var árið 1999 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir manndráp. Hann var í leyfi frá fangelsinu þegar líkið fannst í bíl hans á hraðbraut í grennd við Larvik. Tekinn með lík í skottinu Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur mikið slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF- Líf á slysadeild Landspítalans í gær eftir að fólksbifreið sem hann ók lenti framan á sjúkrabif- reið á Suðurlandsvegi síðdegis í gær. Að sögn lögreglu eru tildrög slyssins enn í rannsókn en ljóst þykir að fólksbifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegar- helming á Suðurlandsveginum rétt vestan við Hvolsvöll með fyrrgreindum afleiðingum. Annar sjúkraflutningamaður- inn hlaut minniháttar meiðsl en félagi hans og sjúklingar sem voru í sjúkrabifreiðinni sluppu ómeidd. TF-Líf sótti slasaðan mann

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.