Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 4
 Alcan ætlar ekki að opinbera niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði í febrúar á viðhorfi Hafnfirðinga til stækkunar álversins í Straumsvík. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan, segir að könnunin sé vinnuplagg. Meirihluti Hafnfirðinga hafnaði stækkun álversins í könnun sem sem gerð var fyrir Alcan í desember. - Greina ekki frá niðurstöðunni Miðstjórn Samiðnar, sambands Iðnfélaga, hefur lýst yfir undrun sinni á því að ekki hafi verið rætt við samtök launamanna þegar leitað var eftir samstarfi við atvinnulífið við undirbúning stofnunar einka- vædds iðnskóla og sameiningu við Fjöltækniskólann. Það er skoðun miðstjórnarinn- ar að til þess að iðnnám sé sem best í takt við atvinnulífið þurfi að vera þríhliða samstarf milli skóla, samtaka launamanna og samtaka atvinnurekenda í hverjum iðngreinaflokki. Samiðn undr- ast ósamráð Afsökunarbeiðni japanskra stjórnvalda til kvenna sem þvingaðar voru til kynlífs með japönskum hermönnum fyrir áratugum stendur. Forsætisráð- herra Japans, Shinzo Abe, sagði í síðustu viku að engar sannanir lægju fyrir um að konurnar hefðu verið neyddar til starfa í vændishúsum. Reiðialda braust út vegna þeirra ummæla forsætisráðherrans. Árið 1993 báðu japönsk stjórnvöld fórnarlömb kynlífs- þrælkunarinnar afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki staðfest af þinginu eins og krafist var. Stendur við af- sökunarbeiðni Samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja 94 prósent Íslendinga að það skipti máli að landbúnaður verði stundaður til framtíðar á Íslandi. „Ég átti von á að stuðningurinn væri umtals- verður en þessi gríðarlega sterka staða bænda er afgerandi – þrátt fyrir sífellda orrahríð,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, þegar hann kynnti niðurstöður könnunarinnar á Búnaðarþingi í Reykjavík í gær. Könnunin var gerð fyrir Bændasamtökin af Capacent/Gallup. „Svar fólksins í landinu er svo eindregið að við hljótum að fyllast þakklæti,“ sagði Haraldur, sem taldi þessa niðurstöðu vera þeim „áminning sem hæst tala óábyrgt og af vanþekkingu,“ og að þeir ættu að endurskoða sinn málflutning. Þá kom fram í könnuninni að áttatíu prósent þeirra sem svöruðu telja mikilvægt að Íslend- ingar verði ekki öðrum háðir með landbúnaðar- vörur sem þeir geta framleitt hér á landi. Har- aldur sagði greinilegt að fólk vildi ekki að íslenskri framleiðslu væri fórnað. „Íslendingar vita að matvælaöryggi þjóðarinnar er lagt að veði,“ sagði hann. „Svarendur segja okkur bænd- um að halda áfram á sömu braut. Ekki gefast upp gegn þeim sem vilja koma landbúnaðinum á kné.“ Haraldur ítrekaði að niðurstöðurnar væru „umhugsunarefni fyrir þá sem árum saman hafa alið á óvild í garð landbúnaðar og bændastéttar“. Langflestir segja landbúnað skipta máli Sigurður Kári Kristj- ánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, telur að Siv Friðleifs- dóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, eigi að segja af sér vegna ummæla sem hún lét falla á flokksþingi Fram- sóknarflokksins á föstudag. Þar sagði Siv að ríkisstjórnin gæti átt erfitt með að lifa af ef ekki næðist samkomulag um að binda auð- lindaákvæði í stjórnarskrá. Að sögn Sigurðar Kára er það mjög alvarlegt af ráðherra að láta slík ummæli falla tíu dögum fyrir þinglok. „Ég veit ekki hvort þetta helgist af einhverjum taugatitr- ingi innan Framsóknarflokksins eða dómgreindarleysi af hennar hálfu en það er augljóst mál að ráðherra í ríkisstjórn sem er með svona hótanir eða uppstillingar í garð samstarfsflokks síns, hann verður að bera ábyrgð á þeim.“ Hann segir það ekki skipta máli hvort ummælin lýsi einungis hennar persónulegu skoðun. „Ef hún hefur meint það sem hún sagði og nýtur stuðnings Framsóknar- flokksins í því þá er það mjög alvarlegt mál fyrir stjórnarsam- starfið. Það er sömuleiðis mjög alvarlegt ef þetta er einungis hennar persónulega skoðun. Þá á hún ekkert heima í þessari ríkis- stjórn.“ Sigurður Kári segist vita til þess að fleiri innan Sjálfstæðis- flokksins séu á sömu skoðun og hann. „Ég veit um fleiri sem eru mjög óánægðir með þessi ummæli Sivjar og ég vona að hún dragi þau til baka. Ég er viss um að í öðrum löndum þá yrði fast sótt að ráð- herra að segja af sér eftir að hann hefði haft uppi slík ummæli um sína samstarfsmenn.“ Siv Friðleifsdóttir vildi ekki svara því hvort hún myndi hug- leiða afsögn né hvort hún myndi íhuga að draga ummæli sín til baka. „Ég sé ekki ástæðu til þess að tjá mig um þetta að svo komnu máli.“ Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir þetta vera persónulega skoðun Sigurðar Kára og ekkert meira um það að segja. „Hann segir þetta og það því örugglega hans persónulega skoðun. Þessi umræða hefur verið dálítið út og suður fyrir mína parta og engin ástæða til þess að hrapa að ein- hverjum ályktunum á hvorn veg- inn sem er.“ Telur að Siv eigi að segja af sér embætti Sigurður Kári Kristjánsson segist vera á þeirri skoðun að Siv Friðleifsdóttir eigi að segja af sér vegna hótana hennar um stjórnarslit. Fleiri innan Sjálfstæðis- flokksins óánægðir með ummæli hennar. Siv vill sjálf ekki tjá sig um málið. Ég sé ekki ástæðu til þess að tjá mig um þetta að svo komnu máli. Ómar Ragnarsson segir vel ganga að koma á koppinn nýju framboði fólks úr Framtíðar- landinu og fylgismönnum Margrétar Sverrisdóttur „Nöfn Margrét- ar, mitt og Jakobs Frí- manns Magnús- sonar hafa verið nefnd en það er miklu fleira fólk sem vill ekki láta nafn síns getið á þessu stigi sem kemur að því að bræða þetta saman.“ Unnið er að mótun málefna og fylgismanna leitað. Ómar segir ekkert liggja fyrir um nafn framboðsins en frekari tíðinda sé að vænta eftir um tíu daga. Nýja framboðið enn í mótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.