Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 10

Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 10
ÍS LE N SK A /S IA .I S /I SP 3 63 76 0 2/ 06 Þjónustuver | sími 580 1200 | postur@postur.is | www.postur.is Ert þú að flytja innanlands? Mundu að tilkynna um breytt heimilisfang þitt og allra fjölskyldumeðlima á postur.is eða næsta pósthúsi. Einnig þarf að tilkynna um breytt heimilisfang til Hagstofu Íslands, viðskiptabanka og allra sem senda þér bréf. Pósturinn sér ekki um slíkar tilkynningar. Áframsending er í boði fyrir þá sem flytja innanlands. Almennar bréfasendingar sem stílaðar eru á gamla heimilis- fangið eru þá áframsendar á nýja heimilisfangið. Biðpóstur er í boði fyrir þá sem eru ekki heima hjá sér tímabundið. Pósturinn þinn áframsendir á umbeðið pósthús þar sem þú getur nálgast hann þegar þér hentar. Sækja þarf um ofangreinda þjónustu á postur.is eða næsta pósthúsi. Áframsendingargjald fyrir þrjá mánuði er 990 kr. og mánaðargjald fyrir biðpóst er 580 kr. Að sjálfsögðu er hægt að tilkynna um flutning án þess að greiða þjónustugjald en þá mun áframsending ekki taka gildi og endursenda verður þau bréf sem berast á gamla heimilisfangið. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti aðgerðaáætlun íslenskra stjórn- valda vegna heimilis- og kynferðis- legs ofbeldis á kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York. Meginefni fundarins er mismunun og ofbeldi gegn stúlkum. Magnús kallaði barnaofbeldi „andstyggileg mannréttindabrot“ og tók undir niðurstöðu skýrslu SÞ um að það væri á ábyrgð ríkja að grípa til fyrirbyggjandi ráðstaf- ana. Íslensk stjórnvöld hafa veitt fé til aðgerða í Sierra Leone til að auðvelda börnum sem hafa verið þvinguð til hermennsku aftur- hvarf til eðlilegs lífs. Ráðstafanir á ábyrgð ríkja Hans Jesper Helsø, yfirmaður danska heraflans, segist eiga bágt með að sjá þörf á því að orrustuþotur séu að staðaldri á Íslandi. Hann segir Dani áhuga- sama um að nýta Keflavíkurflug- völl til flugheræfinga, í samstarfi við fleiri Atlantshafsbandalagsríki. Helsø segist vænta þess að unnt verði að undirrita með vorinu samninga um slíkt og annað sam- starf Íslendinga og Dana um örygg- is- og varnarmál. „Það eru nokkur bandalagsríki, og bandalagið sjálft sem slíkt, sem hafa hagsmuna að gæta á Norður- Atlantshafi og hafa áhuga á að taka með virkum hætti þátt í að tryggja öryggi á svæðinu,“ segir Helsø og bætir við: „Drífum í því strax í ár að koma á virku samstarfi um æfingar og kerfisbundin skipti á upplýsingum.“ Auk Íslands og Danmerkur nefn- ir Helsø í þessu samhengi Banda- ríkin, Noreg, Kanada og Bretland. Helsø segist hafa lesið ræðu Val- gerðar Sverrisdóttur utanríkisráð- herra um öryggis- og varnarmál, sem hún flutti fyrir mánuði. Hann sjái ýmislegt jákvætt í ræðunni, einkum er varðar Íslensku friðar- gæsluna. Í friðargæsluverkefni á borð við það sem NATO sinnir nú í Afganistan sé alltaf þörf á borgara- legum sérfræðingum á borð við verkfræðinga, flugumferðarstjóra, hjúkrunarfólk og tölvunarfræðinga. Sjálfur hafi hann hitt íslensku sprengjusérfræðingana, sem um tíma þjónuðu með danskri herdeild í Írak, og sannfærst um að þar færu mjög hæfir menn. Helsø segist vel geta séð fyrir sér aukið samstarf Íslendinga og Dana af þessu taginu, þar sem Íslendingar legðu til borg- aralega sérfræðinga en Danir vopn- aða hermenn. Samningar við Bandaríkjamenn um rekstur Íslenska loftvarnakerf- isins (IADS) rennur út um miðjan ágúst næstkomandi. Helsø segir að NATO þurfi að meta þörfina á íslenska kerfinu fyrir loftvarnakerfi sitt. Hvort þörf sé á að reka það í óbreyttri mynd áfram þori hann ekki að segja til um, enda hafi tæknibreytingar einnig mikil áhrif þar á. NATO ákvað að ekki væri lengur þörf á ratsjárstöðinni í Færeyjum, sem þar var rekin þar til um síðustu ára- mót, og því spurning hvort banda- lagið sjái ástæðu til að reka áfram fjórar ratsjárstöðvar á Íslandi. Ljóst sé að minnsta kosti, að allar aðildarþjóðirnar 26 þyrftu að vera sammála um þörfina á kerf- inu, í núverandi eða breyttri mynd, til að grundvöllur skapaðist fyrir kostnaðarþátttöku bandalagsins. Áhugi á flug- æfingum hér Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar hefur keypt ýmsan búnað og húsgögn sem áður voru í mannvirkjum Bandaríkjahers á Keflavíkurflug- velli. Varnarliðið seldi Geymslu- svæðinu búnaðinn áður en það hvarf af landi brott og skilaði svæðinu til íslenskra stjórnvalda. Meðal þess sem Þróunarfélagið keypti eru húsgögn og annar nauð- synlegur búnaður í kapelluna á Vellinum en hún þjónaði mörgum trúarhópum. Kjartan Þór Eiríks- son, framkvæmdastjóri Þróunar- félagsins, segir að þar á meðal séu ræðustóll og orgel en hann hefur ekki vitneskju um altaristafla hafi verið í kapellunni. „Við keyptum bara það sem við álitum að hefði þýðingu fyrir okkur,“ segir Kjartan en auk org- els og stóls nefnir hann búnað í veitingasal kapellunnar, tæki og tól sem notuð voru í íþróttahúsi staðarins og búnað til að þrífa sundlaugar. Kjartan vill ekki gefa upp hvert kaupverðið var en segir að það nemi einhverjum milljón- um króna. Kaupir orgel og ræðustól 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Tunglmyrkvi sást víða um heim á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Hér á landi sást myrkvinn víða þótt skýjað hafi verið í höfuðborginni. Almyrkvinn hófst um stundar- fjórðungi fyrir klukkan ellefu og lauk um miðnættið. Áhugasamir fylgdust með hvernig tunglið dökknaði og roðnaði en tungl- myrkvi hefur ekki sést á Íslandi síðan í október 2004. Tunglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarð- ar á sama tíma og jörðin er á milli sólar og tungls. Fyrirbrigðið er ekki sjaldgæft og stundum sjást tveir tunglmyrkvar á ári. Yfirmaður danska hersins telur óþarft að orrustuþotur séu á Íslandi en gæta þurfi öryggis á N-Atlantshafi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.