Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 14
fréttir og fróðleikur
Mótstöðuafl líkamans endist í 60 daga
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
af
he
nd
ir
hj
á
BT
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þv
í a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
Sk
lú
bb
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
HÖRKU HASARMYND FRÁ LEIKSTJÓRA NARC
Sendu SMS skeytið JA SAF á númerið1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo! Vinningar eru:Miðar á myndina, fullt af Pepsi, DVD myndir og margt fleira
FUMSÝND 2. MARS
Fjarskiptamiðstöð lög-
reglunnar fékk árið 2005
að meðaltali um 220 verk-
efnatengd símtöl á dag í
gegnum neyðarnúmerið
112. Allan sólarhringinn
vinna lögreglumenn að því
að samþætta störf lögreglu
og annarra sem sinna
björgunarstörfum, um allt
land. Fréttablaðið heimsótti
fjarskiptamiðstöðina.
„Fjarskiptamiðstöðin hefur gjör-
breytt okkar starfi til hins betra.
Áður en hún kom til þurfti alltaf
að vera fastur starfsmaður inni á
lögreglustöðinni á meðan við
sinntum oft á tíðum vandasömum
verkefnum en núna geta allir
starfsmenn embættisins verið úti
að störfum,“ segir Hlynur Snorra-
son, lögreglufulltrúi á Ísafirði,
um þá breytingu sem orðið hefur
á störfum lögreglu síðan Fjar-
skiptamiðstöð lögreglunnar í
Skógarhlíð var komið á laggirnar
árið 2000.
Tæplega 80 þúsund verkefna-
tengd símtöl bárust til fjarskipta-
miðstöðvarinnar árið 2005 en þeim
hefur fjölgað jafnt og þétt frá
stofnun. Þannig fjölgaði símtölum
til miðstöðvarinnar frá Neyðarlín-
unni um rúmlega tólf þúsund frá
2004 til og með 2005. Samkvæmt
upplýsingum frá Hjálmari Björg-
vinssyni aðstoðaryfirlögreglu-
þjóni hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra fjölgaði símtölum nokkuð á
síðasta ári frá því árinu á undan
en samantekt á upplýsingum, fyrir
ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið
2006, stendur nú yfir.
Vafalaust er að stytting viðbragðs-
tíma í aðgerðum lögreglunnar, vítt
og breitt um landið, hefur í mörg-
um tilvikum bjargað mannslífum.
Sérstaklega hefur fjarskiptamið-
stöðin hjálpað til við að greiða
fyrir sjúkraflutningum, en í þeim
tilfellum getur hver sekúnda skipt
sköpum. Aukin skilvirkni sem
fjarskiptamiðstöðin hefur fært
lögreglunni hefur þannig aukið
öryggi og eflt starf lögreglunnar
til mikilla muna. Um það eru allir
æðstu yfirmenn lögreglunnar,
sem rætt var við er þessi frétt-
skýring var unnin, sammála.
Jón Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjónn hjá Ríkislögreglustjóra og
yfirmaður þess sviðs sem fer með
málefni fjarskiptamiðstöðvarinn-
ar, segir þjónustu við borgaranna
hafa batnað með tilkomu fjar-
skiptamiðstöðvarinnar. „Það skipt-
ir miklu máli fyrir þann sem er í
neyðinni [hverju sinni] að sam-
skipti milli allra þeirra sem koma
að því að aðstoða með öllum mögu-
legum hætti gangi sem best og
skipulega. Tilkoma fjarskiptamið-
stöðvarinnar, og ekki síst uppsetn-
ing Tetra-kerfisins, hefur gjörbylt
og bætt starfslag lögreglu til mik-
illa muna.“
Tetra-kerfið, stafrænt þráðlaust
fjarskiptakerfi sem notað er til
tals og gagnaflutninga við dagleg
störf lögreglu, verður nothæft um
land allt frá 1. maí á þessu ári. Frá
því Tetra-kerfið var tekið í notkun
á sumarmánuðum árið 2000 hefur
samvinna lögreglu, björgunar-
sveita, Landhelgisgæslunnar og
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
orðið nánari og skilvirkari.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra segir Tetra-væðingu alls
landsins einstaka á alþjóðavísu.
„Allt starfið, sem unnið er [í fjar-
skiptamiðstöðinni] í Skógarhlíð er í
raun byltingarkennt. Þar hefur
tekist á einstaklega farsælan hátt
að samhæfa krafta þeirra sem
gæta öryggis borgaranna. Fjar-
skiptamiðstöðin hefur margsannað
gildi sitt og reynst ómetanleg í
mörgum flóknum aðgerðum lög-
reglu,“ segir Björn. Hann nefnir
einnig að Tetra-væðing landsins í
heild sé mikið framfaraspor.
„Tetra-væðingin, sem ákveðin
hefur verið og mun ná til landsins
alls, er einsdæmi og í mörgu tilliti
hefur okkur Íslendingum tekist að
vera mörgum skrefum á undan
öðrum þjóðum í þessu efni. Ég
þakka það ekki síst hinu góða sam-
starfi sem tekist hefur í Skógarhlíð
og reynslu þeirra sem þar starfa af
því að stilla saman strengi sína
þegar mest á reynir. Frumvarp til
laga um almannavarnir, sem ég hef
hug á að leggja fram til kynningar
fyrir þinglok í vor, tekur mið af
þessari dýrmætu reynslu allri og
stefnir að því að festa samstarfið
enn betur í sessi.“
Starfsmenn Neyðarlínunnar eru
að meðaltali 3,4 sekúndur að svara
þegar hringt er í Neyðarlínuna.
Viðundandi mörk, samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum, eru átta sek-
úndur en Neyðarlínan hefur
aldrei, svo vitað sé, verið lengur
að svara en sem því nemur sam-
kvæmt upplýsingum frá Kristjáni
Hoffman, gæðastjóra Neyðarlín-
unnar.
Í flestum tilfellum er símtal
Neyðarlínunnar flutt til fjar-
skiptamiðstöðvarinnar sem metur
hvert einstakt tilvik fyrir sig. Með
Tetra-kerfinu getur lögreglan séð
á skjá hvaða lögreglubílar eru
næst vettvangi. Þannig getur hún
leiðbeint lögreglu- og sjúkraflutn-
ingamönnum og tekið þátt í að
samþætta störf þeirra, meðal ann-
ars með því að loka fyrir umferð á
vegum til þess að flýta fyrir því að
sjúklingar komist undir læknis-
hendur, sem vitanlega getur skipt
sköpum.
Styttri viðbragðstími bjargar lífum
Tryggja besta
verðið