Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is
Enn og aftur lækkar núverandi þing-meirihluti skatta og gjöld. Þann 1.
mars lækkaði virðisaukaskattur á öll mat-
væli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til
veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra
aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14%
skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin
tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á
annarri vöru og þjónustu sem var í 14%
þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða
hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjón-
varpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn,
rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkj-
um.
Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist
vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en
fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög
hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er
tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum.
Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sér-
staklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts
var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16
þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann
skatt. Afnám hans var því kjarabót sem
nam tugum þúsunda á hverju ári að meðal-
tali fyrir þann hóp.
Einn af fyrirrennurum Samfylkingar-
innar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist
alla tíð mjög hart gegn lækkun matar-
skatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til
lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi
formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina
með þeim orðum að slík tillaga væri rýt-
ingsstunga!
Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt
sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frek-
ar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar
markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á
sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til
landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira
til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d
kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í
Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða
gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu
enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á
landi.
Höfundur er alþingismaður.
Matvælaverð lækkar!
B
örn eru útilokuð frá völdum í lýðræðislegu sam-
félagi í þeim skilningi að þau hafa ekki kosningarétt
og hefur það áhrif á hag þeirra og stöðu í samfélag-
inu. Í gegnum söguna hefur það sýnt sig að hagur
samfélagshópa er bættur til muna um leið og kosn-
ingarétturinn er færður út til þeirra og er því vert að spyrja
hvort slíkt hið sama myndi gerast ef börn fengju kosninga-
rétt.
Vel er hægt að ímynda sér hvað myndi gerast í málefnum
eldri borgara ef þeir misstu kosningarétt sinn við 67 ára aldur-
inn. Aldraðir væru þá alfarið upp á aðra komnir og rétt eins og
börn þyrftu þeir að reiða sig á að aðrir hefðu þeirra hagsmuni
að leiðarljósi við kosningar.
Málefni barna hafa talsvert verið til umræðu upp á síð-
kastið. Fötluð börn sem eru eldri en níu ára fá ekki vistun á
frístundaheimilum eftir skóla, fátækt barna er meiri hér en
á Norðurlöndum, kennurum barna eru ekki greidd mann-
sæmandi laun og í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum
kom í ljós að íslenskir foreldrar hafa ekki tíma til að tala við
börn sín. Leiða má að því líkur að þessir þættir væru ekki eins
mikið vandamál ef börn hefðu rétt til að kjósa.
Helstu rökin gegn því að börn fái kosningarétt eru þau að
þau hafi ekki vitsmunaþroska til að taka svo stóra ákvörð-
un sem fylgir því að kjósa. Sömu rök hafa verið notuð áður,
til dæmis þegar konur og hjú vildu fá að kjósa. Auk þess er
vafasamt að ákveða kosningarétt út frá vitsmunaþroska. Börn
fá þó kosningarétt í fyllingu tímans og telja margir að börn
eigi að fá að vera börn og ekki eigi að íþyngja þeim með sam-
félagsábyrgð. Hér eru aftur á ferðinni rök sem beitt var gegn
kosningarétti kvenna og minnihlutahópa.
Í Þýskalandi eru starfandi samtök sem berjast fyrir kosn-
ingarétti barna. Hugmyndin er sú að börn fái kosningarétt við
fæðingu og foreldrarnir greiði atkvæðin fyrir þeirra hönd,
eða þar til þau ná kosningaaldri. Þetta er hugsað sem leið til
að bæta hag barna og fjölskyldufólks. Með flóknu fjölskyldu-
mynstri gæti þetta þó orðið erfitt í framkvæmd.
Í íslensku samfélagi er þrettán ára börnum treyst til að
játa kristna trú. Þá er talað um að þau séu tekin í fullorðinna
manna tölu og því spurning hvort ekki sé jafnframt hægt að
treysta þeim til að kjósa. Sjálfræðisaldur og kosningaréttur
þyrftu ekki endilega að fylgjast að, frekar en aldurstakmark
til framboðs á þing.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1989. Sáttmálinn er
samþykktur sem alþjóðalög og felur í sér full mannréttindi
allra barna. Hugmyndin um kosningarétt barna er róttæk en
þess virði að skoða sem aðferð til að bæta hag barna og vernda
mannréttindi þeirra, því ekki er vanþörf á.
Hagur barna
bættur?
Flokksþing Framsóknar breytti ríkisstjórninni í
einskonar leikhús fáránleikans.
Siv Friðleifsdóttir hótaði
stjórnarslitum féllist Sjálfstæð-
isflokkurinn ekki á að þjóðareign
á sjávarauðlindinni yrði tryggð í
stjórnarskránni – og sýndi
þannig að hugsanlega býr hún
yfir meiru en efnilegri fortíð.
Varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins lýsti því samstundis yfir að
Framsókn væri að misnota
stjórnarskrána til billegra
atkvæðaveiða. Í kjölfarið benti
Einar Oddur Kristjánsson
alþingismaður þjóðinni á að
Framsókn væri farin á límingun-
um út af lélegum könnunum.
Alþingismaðurinn Sigurður Kári
Kristjánsson kórónaði hinn
grátlega farsa í Silfri Egils með
því að krefjast þess að Siv yrði
rekin úr ríkisstjórninni!
Skondnast af öllu er að innan
stjórnarskrárnefndar lyfti
Framsókn ekki litla fingri til að
ná ákvæðinu fram. Var þó málið
komið á það stig, að fyrir lá
vinnuskjal undirhóps stjórnar-
skrárnefndar með útfærðri
tillögu að þjóðareign – sem
unnin var undir formlegri
forystu eins þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Framsókn þurfti því ekki
annað en anda út úr sér að hún
styddi tillöguna svo hún yrði að
niðurstöðu í nefndinni. Stjórnar-
andstaðan hefur marglýst yfir
að hún vill slíkt ákvæði í
stjórnarskrána. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði lýst hinu sama
með samþykkt stjórnarsáttmála
þar sem ríkisstjórnin lýsti
stuðningi við þjóðareign á
sjávarauðlindinni – og forysta
alþingismanns flokksins fyrir
útfærðri tillögu undirhópsins
benti ekki til að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri í grundvallar-
atriðum gegn þjóðareign.
Hefði Framsókn haft kjark til
þess að lýsa stuðningi við að
stjórnarskrárnefndin afgreiddi
frá sér tillögu um málið væri
Alþingi líklega þessa dagana að
leiða þjóðareign á auðlindum til
lykta. En Framsókn bilaði.
Stjórnarskrárnefnd var af
forsætisráðherra falið að gera
heildarendurskoðun á stjórnar-
skránni. Af hálfu fulltrúa úr
stjórnarandstöðu var ítrekað
þrýst á að ákvæði um þjóðareign
á auðlindum yrði afgreitt í vetur.
Það leiddi til þess að á fundi
nefndarinnar kannaði formaður
hennar að lokum afstöðu
flokkanna til þess með formleg-
um hætti.
Einsog fram hefur komið í
fjölmiðlum taldi Sjálfstæðis-
flokkurinn réttast að bíða með
allar efnislegar tillögur – utan
breytingar á meðferð stjórnar-
skrártillagna í framtíðinni -
þangað til heildarendurskoðun
yrði lokið. Framsókn féllst á það
vinnulag með þeim rökum að
hún teldi samstöðu allra flokka
forsendu tillagna frá nefndinni.
Sannleikurinn er því sá að
Framsókn bilaði einfaldlega á
endasprettinum í stjórnarskrár-
nefndinni þegar hún átti kost á
því að knýja fram niðurstöðu um
málið innan hennar. Hún lagði
ekki í að vera ósammála Sjálf-
stæðisflokknum um vinnulag -
rétt einsog þegar hún þorði ekki
að vera ósammála honum um
Írak. Sú afstaða virðist nú
gjörbreytt – sem betur fer.
Þó Framsókn hafi bilað í stjórnar-
skrárnefndinni er sannarlega
gleðiefni að hún er nú reiðubúin til
að láta reyna á hvort þingmeiri-
hluti sé fyrir því að þjóðareign á
auðlindum verði fest í stjórnar-
skrá. Þingflokkar stjórnarandstöð-
unnar munu efalítið leggja á sig
allt sem þarf til að málið verði
afgreitt á Alþingi þó skammt lifi
þings. Ef þarf, þá yrðu þeir
áreiðanlega til í að flytja málið ef
Framsókn bilar aftur.
Í síðustu viku spurði ég Jón
Sigurðsson, formann Framsókn-
ar, á Alþingi hversu langt
Framsókn myndi ganga til að ná
þessu í gegn. Svar hans var
forspá um yfirlýsingu Sivjar.
Orðrétt sagði Jón: „Við munum
beita öllu okkar afli til þess á
þessu kjörtímabili.“ Þessa
yfirlýsingu er varla hægt að
túlka öðru vísi en svipaða hótun
og Siv var með á flokksþinginu.
Ég þekki af reynslunni að Jón
er drengur góður, og maður orða
sinna. Það bendir því allt til þess
að það sé kominn nýr þingmeiri-
hluti á Alþingi varðandi þetta
langþráða baráttumál. Spurning-
in er: Gildir það hugsanlega um
fleiri mál – kannski ríkisstjórn-
ina sjálfa?
Leikhús fáránleikans
Sannleikurinn er því sá að
Framsókn bilaði einfaldlega
á endasprettinum í stjórnar-
skrárnefndinni þegar hún átti
kost á því að knýja fram niður-
stöðu um málið innan hennar.