Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 18
Windows Vista hefur á síðustu vikum verið helsta umræðuefni tölvuheimsins. Flestir eru sam- mála að þetta sé besta stýri- kerfi Microsoft hingað til, en eins og svo margt nýtt þaðan virðist það meingallað. Þegar Bill Gates kynnti Microsoft Vista fyrir umheiminum lofaði hann „byltingarkenndri reynslu á tölvu“. Flestum var ljóst að þetta væri lítið annað en auglýsinga- brella enda jafn miklar líkur á að Microsoft sendi frá sér vel starf- hæft forrit í fyrstu tilraun og að Íslendingar vinni heimsmeistara- keppina í knattspyrnu. Það kom líka á daginn að stýrikerfið er upp- fullt af smærri og stærri göllum. Gagnrýnendur og notendur eru flestir sammála um að Vista er langbest útlítandi stýrikerfi sem Microsoft hefur sent frá sér þrátt fyrir gallana. Annað væri líka lélegt í ljósi stöðugra tæknifram- fara á sviði vélbúnaðar. Flestir eru líka sammála, nú þegar nokkur reynsla hefur fengist á kerfið, um að það sé einfaldlega það besta sem Microsoft hefur sent frá sér. Notendaviðmót, skipulagning og aðgengi er mun betra en í eldri stýrikerfum, og það þrátt fyrir að Vista sé enn eins og lítið barn, geri ekki alltaf það sem maður segir því að gera. Helstu umkvörtunarefnin eru hversu þungt það getur reynst í vöfum. Einungis nýjustu og öflug- ustu tölvurnar ráða við kerfið og fyrir þá sem ekki hafa uppfært tækjakost á síðasta ári er betra að halda sig við Windows XP, nema auðvitað tölvan hafi verið þeim mun öflugri er hún var keypt. annar galli sem oft er nefndur er hversu ósamræmanlegt kerfið er mörgum myndavélum. Þegar kemur að því að flytja myndir frá stafrænni myndavél yfir á tölvu virðist Vista í mörgum tilfellum ekki vera starfinu vaxið og í verstu tilfellunum hverfa heilu myndamöppurnar sporlaust. Windows Vista er að flestra mati áframhaldandi þróun en ekki umbylting. Kerfið hefur mikið af nýjum og sniðugum möguleikum, en þeir sem virkilega skipta máli hafa gleymst. Enn og aftur hefur Microsoft, þrátt fyrir alla sína reynslu, mannauð, og fjárráð, sett á markað vöru sem einfaldlega var ekki tilbúin. Þetta verður án efa lagað í næstu útgáfum, en fyrir flesta dugir XP fyllilega þangað til. Þróun frekar en bylting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.