Fréttablaðið - 05.03.2007, Síða 22
fréttablaðið fasteignir2 5. MARS 2007
Víðiblaðlús er í raun þrjár nauðalíkar tegundir, þ.e. slútlús, kvistlús og svignalús. Þær hafa verið kallaðar einu nafni víðiblaðlýs. Nöfnin svigi og slútur eru gömul heiti á víði.Þetta eru litlar, gulgrænar lýs sem
lifa af veturinn. Cavariella aegopodii er minnst
þeirra og er um 1,2-2,0 mm að lengd, Cavariella
aecbangelicae sem er 2,0 - 2,3 mm og Cavariella
konoi er stærst eða 2,3 -2,5 mm að lengd. Þær
fjölga sér áfram með kynlausri æxlun.
Víðblaðlýs finnast um allt land. Í byrjun sumars
klekjast úr eggjum svokallaðar stofnmæður sem
geta af sér nýja kynslóð sem fjölgar sér með
meyfæðingu. Þá koma fram kven– og karldýr sem
makast og kvendýrið verpir síðan á börk víðisins sem bíður síðan til næsta
vors. Seinna þegar líða fer á sumarið koma vængjaðar lýs sem fljúga yfir á
aðrar jurtir eins og t.d. hvönn. Það er þó aðeins brot af stofninum sem þetta
gerir.
Á sumrin færa þær sig yfir á aðrar plöntur en stærsti hluti stofnsins er
á víði allt sumarið. Víðiblaðlúsin leggst einkum á blöð yngstu sprotanna.
Þegar haustar fljúga þær yfir á víði aftur. Þetta háttalag kalla fræðimenn
hýsilskipti.
VARNAÐARORÐ
Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska
eftir að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eiturefnaleyfi gefið
út af lögreglustjóra/sýslumanni og starfsleyfi frá viðkomandi sveitafélagi.
Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir 2004: Guðmundur
Óli Scheving, Dulin veröld 2002: Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson,
Erling Ólafsson, Meindýr í húsum og gróðri 1944: Geir Gígja.
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að að senda fyrirspurn á
netfangið: gudmunduroli@simnet.is
Víðiblaðlús (Cavariella spp.) Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari á margar góðar
minningar um fyrstu íbúðina
sína, ekki síst fyrir tilstuðlan
sonar síns.
É g flutti úr foreldrahúsum 19 ára og inn til fyrri konu minnar, sem bjó í Hraunbæ
4,“ segir Sölvi Fannar Viðarsson,
einkaþjálfari og höfundur bókar-
innar Kaloríukvótinn. „Þetta var
snyrtileg og vel frá gengin 70 fer-
metra blokkaríbúð. Það er svolítið
fyndið að við keyptum okkur síðan
stærri íbúð ofar í sama stigagangi
þegar við eignuðumst soninn
Valdimar Fannar og fluttum inn
eftir að við gerðum hana upp.“
Sölvi segist eiga margar
skemmtilega minningar frá þess-
um tíma, ekki síst fyrir tilstuðlan
Valdimars, sem hann segir með
einsdæmum stríðinn eins og hann
eigi kyn til. „Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar Valdimar tók
upp á því aðeins þriggja ára að
skríða inn í þurrkarann til að fela
sig fyrir okkur. Ég skil ekki enn
hvernig hann fór að því, en honum
tókst með einhverjum hætti að
loka þurrkarahurðinni. Þegar við
fundum hann spurðum við undr-
andi hvað honum gengi eiginlega
til. Þá brosti hann bara og sagðist
hafa viljað koma okkur á óvart.“
Sölvi segir staðsetningu íbúð-
arinnar hafa verið einn hennar
helstu kosta. „Þetta er svo gott
fjölskylduumhverfi. Til að mynda
er stutt í Elliðaárdalinn. Ég fór oft
þangað með Valdimar á veturna,
þegar hann var tveggja ára, og
hljóp þá með hann í sleða hringinn
í kringum stífluna ef það var snjór.
Þegar hann fór að ganga fór hann
sjálfur að hlaupa stífluhringinn og
gerir það leikandi létt í dag enda
orðinn mikill íþróttagarpur eins
og pabbi sinn. Það sannar kannski
að krókurinn beygist snemma.“
- rve
Faldi sig í þurrkaranum 3 ára
Feðgarnir Sölvi Fannar Viðarsson og Valdimar Fannar sjást hér benda á bjöllu sitt-
hvorrar íbúðarinnar sem þeir bjuggu í í Hraunbæ 4. Sölvi flutti úr húsinu eftir fjögur
ár en býr nú skáhallt á móti gömlu íbúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FYRSTA ÍBÚÐIN
Meindýr og meindýravarnir
Guðmundur Óli Scheving
Félag fasteignasala
Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími: 566 8800 • E-mail: vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidskiptahusid.is
Fr
u
m
Kaplahraun í Hafnarfirði
Gott atvinnuhúsnæði 2361,5 fm, skv. FMR, að mestu leyti ein skemma en innréttað
að hluta sem skrifstofa og starfsmannaaðstaða á millilofti. Stór afgirt lóð, alls
7.494,1 fm. Verð 350 milljónir.
Würth - húsið Vesturhrauni í Hafnarfirði
Höfum í einkasölu þetta vel staðsetta hús, alls 1944 fm þar af milliloft 432 fm sem
eru skrifstofur og starfsmannaaðstaða. Góð lofthæð og 5 stórar innkeyrsludyr.
Lóðin er 15.000 fm með góðum byggingarétti. Tilboð óskast í eignina.
Garðabær nýtt iðnaðar og lagerhúsnæði
Á hraununum í Garðabæ. Stærð 1.699 fm með millilofti. Lóð 4.855 fm. Glæsilegt
hús. Verð 210 milljónir.
Suðurlandsbraut - Reykjavík
Afar vel staðsett verslunar- og skrifstofuhúsnæði á þessum vinsæla stað í Reykjavík.
Húsið skiptist í fram og bakhús. Húsið er á þremur hæðum og samþykki liggur fyrir
umtalsverði stækkun hússins. Verð 650 milljónir.
Bæjarflöt Grafarvogi
Gott húsnæði 1200 fm á einni hæð með ca 200 fm millilofti. Sér afgirt lóð 3800 fm.
Verð 200 milljónir.
Bæjarlind, Kópavogi, 251,9 fm. skrifstofuhúsnæði.
Bæjarlind, Kópavogi, 425 fm. skrifstofuhúsnæði.
Stórhöfði, Reykjavík, 440 fm. skrifstofuhúsnæði.
Skeifan, Reykjavík, 280 fm. skrifstofuhúsnæði
Skeifan 7, Reykjavík, 300 fm. skrifstofuhúsnæði.
Skeifan, Reykjavík, 278,9 fm. iðnaðarhúsnæði, 2 innkeyrsludyr.
Tunguháls, 2 skrifstofuhæðir alls um 600 fm. Glæsilegt útsýni.
Jóhann Ólafsson
Löggiltur FSS
Gsm: 863 6323
johann@vidskiptahusid.is
Jón S. Sigurjónsson
Hdl. & Löggiltur FSS
Gsm: 893 3003
jon@vidskiptahusid.is
Haraldur A. Haraldsson
Viðskiptafræðingur
Gsm: 690 3655
haraldur@vidskiptahusid.is
Þórhallur Björnsson
Löggiltur leigumiðlari
Sölumaður
Gsm: 899 6520
thorhallur@vidskiptahusid.is
LEIGUHÚSNÆÐI