Fréttablaðið - 05.03.2007, Qupperneq 28
fréttablaðið fasteignir8 5. MARS 2007
Stórhýsi við Borgartún 26 er óðum að
taka á sig mynd enda á það að verða
fullgert að utanverðu í apríl.
B látt, grænt og fjólublátt gler prýðir nýja stórhýsið sem risið er að Borg-artúni 26. Sums staðar er glerið
gegnsætt en annars staðar er það ógegn-
sætt og hylur þá burðarvirki hússins, að
sögn Arnbergs Þorvaldssonar, byggingar-
stjóra hjá Íslenskum aðalverktökum. Hann
segir glerið koma tilbúið til landsins. Sömu-
leiðis er fluttur inn hvítur sandur og hvítt
sement í steypu hússins að hluta. „Við lögð-
um áherslu á að nota sem mest gegnheil
efni sem þola aldur og veðrun,“ segir Hans
Olav Andersen hjá arkitektastofunni Tröð
sem er höfundur teikninga. „Reyndar verð-
ur smá timburklæðning á fyrstu hæð í
kringum stigahúsið. Mest til að gefa hlý-
legan blæ. Það verður auðvelt að mála yfir
hana ef hún verður fyrir hnjaski.“
Húsið er óðum að taka á sig mynd enda
á það að verða fullgert að utanverðu í apríl.
Það er 17 þúsund fermetrar að stærð, þar
af 12 þúsund ofanjarðar, á átta og fimm
hæðum. Jarðhæðin á að hýsa bankastarf-
semi og búðir, meðal annars 10-11 verslun.
Ofar verða skrifstofur og fundaherbergi.
Undir húsinu er fimm þúsund fermetra
bílastæðakjallari sem ekið er niður í frá
vesturenda þess.
Að hluta til stendur húsið á steyptum
súlum. Á bakhliðinni ná þær átta metra
hæð.
Húsið er í eigu Þyrpingar en Íslenskir
aðalverktakar sjá um smíðina.
gun@frettabladid.is
Hvít steypa og litað gler
Glerið er gegnsætt í hvíta hluta hússins.
Dökk zink-klæðning kallast á við marglitt gler og
hvíta steypu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
HVAÐ ER VERIÐ AÐ BYGGJA?
Lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu með skápum. Eldhúsið er rúmgott með viðarinn-
réttingu, borðkrók og flísum á gólfi. Stofan er samliggjandi borðstofu, þar er parket á gólfum
og úr stofunni er útgengt út á sólríkan og skjólgóðan
pall. Hol sem nýtt er sem sjónvarpsrými. Svefnherbergi
eru þrjú, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi, öll
parketlögð og með rúmgóðum skápum. Baðherbergi er
með baðkari og sturtu með hleðslugleri að hluta. Flísar
á gólfi og upp á miðja veggi. Hiti í gólfi. Innréttingar og
parket eru úr dökkum viði.
Annað: Í sameign er séreignargeymsla og sameiginleg
hjóla/vagnageymsla. Salarhverfið er barnvænt og
rólegt, stutt í sundlaug, grunnskóla og verslanir.
Verð: 32,9 milljónir Fermetrar: 126,1 Fasteignasala: Nýtt heimili
201 Kópavogur: Stutt í alla þjónustu
Björtusalir 6: Fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð
Fr
u
m
Einbýli
Hrísholt, 210 Gbr. Verð: 59,5 Stærð: 280,4
Herb: 5. Einbýlishús með tvöföldum bílskúr og góðu
útsýni. Æðisleg verönd með heitum potti og fallegur
garður. Frábær staðsetning í lokaðri götu.
Breiðahvarf, 203 Kóp. Verð: 75,5 Stærð:
404 fm Herb: 8. Stórglæsilegt einbýlishús með hest-
húsi eða gestahúsi á stórri lóð. Frábær staðsetning,
góð hönnun. Skilast fokhelt að innan fullklárað að ut-
an með grófjafnaðri lóð.
Rað- og parhús
Gvendargeisli 128-166, 113 Rvk.
Verð: 42.8 Stærð: 168 fm Herb: 4. Raðhús á einni
hæð sem skiptist í íbúð 140 fm og bílskúr 28 fm Hús-
in eru hönnuð fyrir nútíma fjölskyldur með öllum
mögulegum þægindum og þykja mjög vel heppnuð.
Aðeins 3. hús eftir.
3ja herb.
Stóragerði, 108 Rvk. Verð: 22,9 Stærð:
102,1 Herb: 3. Falleg, rúmgóð íbúð með sér-inngangi
í æðislegu umhverfi. Nýlegt parket á gólfum. Stofan er
mjög stór, björt með gluggum á tvo vegu. Íbúðin er
lítið niðurgrafin. Húsinu er vel viðhaldið.
Kleppsvegur, 104 Rvk. Verð: 14,9 Stærð:
62,8 Herb: 3. Búið er að endurnýja ofna og ofnalagn-
ir. Töluvert upprunaleg. Íbúð á 2. hæð. Er í leigu til 1.
júní 2007 fyrir kr 95.000.- á mán.
4ra herb
Gautavík, 112 Rvk. Verð: 31,5 Stærð: 121
Herb: 4. Glæsileg efri hæð með sér-inngangi og
mikilli lofthæð. Gegnheilar eikar innréttingar. Fjórar
íbúðir eru í húsinu. Parketlögð gólf og þvottarými
innan íbúðar.
Bólstaðarhlíð, 105 Rvk. Verð: 23,5
Stærð: 90 fm Herb: 4. Mikið endurnýjuð íbúð með
sér-inngangi og sér sólpalli í kjallara. Húsinu er vel
viðhaldið og garðurinn er fallegur og snyrtilegur.
Baðherbergi endurnýjað og glæsilegt.
5 herb.
Jörfabakki, 109 Rvk. Verð: 19.6 Stærð:
112 fm Herb: 5. Íbúð á þriðju hæð (efstu) ásamt
12,5 fm aukaherbergi og sér geymslu í kjallara. Góð
aðstaða fylgir aukaherberginu s.s. sturta og salerni.
Eldriborgarar
Miðleiti, 103 Rvk. Verð: 44.7 Stærð: 111,4
Herb: 3. Mjög fín íbúð fyrir eldri borgara í góðu
lyftuhúsi. Íbúðin er 3ja herbergja ásamt stæði í bíla-
geymslu. Mikil þjónusta er við fólk í húsinu. Sam-
eign til fyrirmyndar.
Atvinnuhúsnæði
Grensásvegur, 108 Rvk. Verð: 27,5
Stærð: 226. Skrifstofu hæð. Fullkomið hljóð-
ver/stúdíó ásamt skrifstofum. Hægt er að skipta
húsnæðinu í þrennt. Þarna er mjög góð aðstaða til
upptöku. 2. hæð til vinstri.
Völuteigur, 270 Mos. 4. innkeyrslubil 272
fm að stærð. Atvinnuhúsnæði (stálgreindarhús) með
stórum innkeyrsluhurðum 3,8 m og 3,0 m og mikilli
lofthæð 6,8 m. Alls er húsnæðið með 21. inn-
keyrsluhurð.
Funahöfði, 110 Rvk. Verð 75,0 Stærð 607
fm. MÖGULEG HERBERGJAÚTLEIGA. Búið er að
teikna allt upp, byrjað var á verkinu, en það aldrei
klárað. teiknuð eru 29. herbergi ásamt salernum og
eldhúsaðstöðu.