Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 40

Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 40
fréttablaðið fasteignir20 5. MARS 2007 FJÖLEIGNARHÚS. FJÖLBÝLISHÚS Fjöleignarhús eru hús sem skipt- ast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign allra eða sumra. Þau geta verið mjög mismunandi að stærð, eðli og gerð. Fjöleign- arhús geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað hús- næði, hreint atvinnuhúsnæði og húsnæði til annarra nota, t.d hest- hús. Fjöleignarhús geta verið frá tveimur eignarhlutum upp í stór- hýsi með hundruðum eignarhluta. Fjöleignarhús er samheiti yfir fjölbreytileg og ólík hús þar sem eignarformið, skiptingin og eign- araðildin er eins og að ofan er lýst. Ef fjölbýlishús er t.d. í eigu eins aðila, þá er það ekki fjöleignarhús. Það er skipan eignaréttarins sem ræður því en ekki hagnýtingin. ÞRENNS KONAR EIGN Eign í fjöleignarhúsi er með þrennu móti: 1. Séreign, 2. Sam- eigna allra. 3. Sameign sumra. Hverri séreign fylgja eftir hlut- fallstölum sameignarréttindi og sameignarskyldur. SÉREIGN Séreign er lýst í eignaskiptayfir- lýsingu og öðrum þinglýstum gögnum og getur verið húsrými, lóðarhluti, búnaður og annað. Sér- eign getur einnig byggst á eðli máls. SAMEIGN ALLRA Sameign er allir hlutar húss og lóðar, sem ekki eru ótvírætt í sér- eign, svo og allur búnaður, kerfi og tæki sem þjóna aðallega þörf- um heildarinnar. Þegar hús sam- anstendur af einingum þá er ytra byrðið í sameign allra. Sameign er meginreglan í fjöleignarhúsum þannig að ávallt eru löglíkur fyrir því að umrætt húsrými, lóð, bún- aður eða annað, sé í sameign allra. Sá sem heldur fram séreign eða sameign sumra ber þannig sönn- unarbyrðina fyrir því. Þetta hefur verið orðað þannig að ef maður þarf að velta vöngum og klóra sér í hausnum yfir því hvort um sér- eign eða sameign sé að tefla þá sé nánast alltaf um sameign sé að ræða. SAMEIGN SUMRA Sameign sumra getur byggst á þinglýstum heimildum en einnig þegar lega sameignar, afnot henn- ar eða afnotamöguleikar er þannig að sanngjarnt og eðlilegt er að hún tilheyri aðeins þeim sem hafa aðgang og afnotamöguleika. Á það við þegar veggur skiptir húsi svo sumir eigendur eru um sama gang, stiga svalir, tröppur, lagnir, búnað o.fl. Þess háttar húsrými og annað inni í einstökum stigahús- um er þá í sameign eigenda þar en öðrum óviðkomandi. HVER KOSTAÐI FRAMKVÆMD? Við úrlausn þess hvort um sér- eign, sameigna allra eða sameign sumra er að tefla skal m.a. líta til þess hvernig að byggingu og framkvæmd var staðið og hvern- ig kostnaði var skipt. Hafi fram- kvæmd verið sameiginleg og kostnaðurinn einnig þá er jafnan um sameign að ræða. Hafi eigandi einn kostað búnað, framkvæmd eða byggingarþátt þá eru líkur á að um séreign hans sé að ræða. SÉRKOSTNAÐUR Eigandi skal sjá um og kosta allt viðhald og allan rekstur á séreign sinni, þ.m.t. á búnaði, tækjum og lögnum hennar. Telst slíkur kostn- aður, hverju nafni sem nefnist, sér- kostnaður. Sömuleiðis er eigandi ábyrgur fyrir tjóni sem verður á öðrum eignum eða sameign vegna óhapps í séreign hans eða bilunar á búnaði hennar. SAMEIGINLEGUR KOSTNAÐUR Sameiginlegur kostnaður er aðal- lega kostnaður sem snertir húsið í heild, sameignina inni og úti, sam- eiginlega lóð, sameiginlegan búnað og lagnir, svo og sameiginlegur vatns-, hita- og rafmagnskostnað- ur og opinber gjöld. Sameiginlegur kostnaður er fyrst og fremst fólg- inn í viðhaldi, viðgerðum, endur- bótum, endurnýjunum, umhirðu og rekstri á sameign hússins, úti og inni. Það er skilyrði þess að kostnaður teljist sameiginlegur og greiðsluskylda eigenda stofnist að ákvörðun sem kostnaður stafar hafi verið tekin með réttum hætti. LÖGLÍKUR AÐ KOSTNAÐUR SÉ SAMEIG INLEGUR ÖLLUM Það eru löglíkur á því að kostnað- ur í fjöleignarhúsi sér sameigin- legur öllum en ekki sérkostnað- ur. Á sama hátt eru líkur á því að kostnaður sé sameiginlegur öllum en ekki sumum. Gildir hér líka að þurfi menn að klóra sér í hausnum og velta vöngum yfir kostnaði þá bregst það varla að um sameigin- legan kostnað allra sé að tefla. MEGINREGLAN UM HLUTFALLSLEGA SKIPTINGU Það er meginregla að sameigin- legur kostnaður skiptist eftir hlut- fallstölum. Jöfn kostnaðarskipt- ing í ákveðnum tilvikum felur í sér undantekningu frá þeirri megin- reglu. Sama er að segja um skipt- ingu eftir notum. Segja lögin að meginreglan gildi nema ótvírætt sé að tilvik falli undir undantekn- ingarreglur. Samkvæmt því og við- teknum lögskýringarreglum ber að skýra megnregluna rúmt en und- antekningarreglurnar þröngt. Eru allaf yfirgnæfandi löglíkur fyrir því að tilvik beri að fella undir meginregluna en ekki undantekn- inguna. Hér má aftur hafa þá reglu að leiðarljósi að ef staldra þarf við og velta vöngum og klóra sér í hausnum þá ber að beita megin- reglunni og skipta kostnaði eftir hlutfallstölum. JÖFN SKIPTING Kostnaður við eftirfarandi skipt- ist að jöfnu: 1) Óskipt bílalastæði og aðkeyrslur. 2) Sameiginlegt þvottahús. 3) Lyftur. Viðhald og rekstur. 4) Dyrasími, sjónvarps- og útvarpskerfi, póstkassar, nafnskilti o.fl. þ.h. (jöfn afnot). 5) Rekstur og umhirða sameignar og lóðar. 6) Hússtjórn og endurskoðun. 7) Afnotagjöld og félagagjöld. ÞRÖNG TÚLKUN Það verður óhjákvæmilega að túlka þessar undantekningar mjög þröngt og ef minnsti vafi er um það hvorum megin hryggjar til- vik á heima þá ber skilyrðislaust að heimfæra það undir meginregluna en ekki undantekningarregluna. Það er með öllu óleyfilegt að túlka undantekningarreglur rúmt og tosa þær og teygja út yfir þjófabálk til að troða tilviki undir þær. SANNGIRNISSJÓNARMIÐ Jöfn kostnaðarskipting í þessum tilvikum byggist á sanngirnissjón- armiðum og því að afnot eigenda og/eða gagn séu með þeim hætti að jöfn skipting kostnaðar sé almennt réttlátari og sanngjarnari en skipt- ing eftir hlutfallstölum. Það er hins vegar illmögulegt að komast hjá því að kostnaðarskiptingarreglur séu eða virðist stundum óréttlátar og ósanngjarnar. Þannig viðhorf og sjónarmið koma alltaf upp hverjar og hvernig sem reglunar eru. Regl- urnar ganga út frá að skiptingin sé almennt sanngjörn í garð flestra í fleiri tilvikum en hún er það ekki. Við skiptingu gæða og kostnað- ar líta menn gjarnan silfrið sínum augum og er þá er réttlætið ein- att öfugsnúið; réttlæti og sanngirni eins er ósanngirni og óréttlæti ann- ars. Fullkomið og algjört réttlæti er tálsýn sem næst ekki hér frem- ur en í öðru mannanna brölti. SKIPTING EFTIR NOTUM Í öðrum undatekningartilvikum kemur til álita að skipta sameig- inlegum kostnaði eftir notum eig- enda. Kostnaðarskipting á grund- velli nota kemur því aðeins til að unnt sé að mæla notin óyggjandi og nákvæmlega. Slíkt er sjaldnast unnt og hefur því þessi undantekn- ingaregla þröngt gildissvið. Hún byggist annars á því að ef fullljóst eru um notin þá hljóti þau að vera eðlilegasti og sanngjarnasti skipta- grundvöllurinn. Hefur þessari reglu stundum verið beitt við skipt- ingu rafmagnskostnaðar í þvotta- húsum. ÓFRÁVÍKJANLEGAR REGLUR Þessar reglur fjöleignarhúsalag- anna eru ófrávíkjanlegar þegar um íbúðarhúsnæði og blandað húsnæð- is er að tefla en eru á hinn bóginn frávíkjanlegar um atvinnuhúsnæði. Þetta þýðir að eigendum fjöleign- arhúsa með íbúðum og blönduð- um eignum er almennt óheimilt að haga málum á annan veg en lögin mæla fyrir um. Eigendum er sem sagt ekki frjálst að semja um ann- ars konar skiptingu kostnaðar en lögin segja kveða á um. FRÁVIK OG NEYÐARÚRRÆÐI Fjöleignarhúsalögin mæla fyrir um heimild til frávika frá ofangreind- um reglum, hvort sem um er að ræða meginregluna eða undantekn- ingarnar, að nánar tilteknum skil- yrðum uppfylltum. Hún er háð því að reglur laganna eigi illa við og séu ósanngjarnar í garð eins eða fleiri eigenda og er þá heimilt að taka t.d. í ríkara mæli mið af mis- munandi afnotum, gagni og hagnýt- ingu eigenda. Hafa lögin að geyma úrræði til að knýja fram breyt- ingar á óeðlilegri og ósanngjarnri kostnaðarskiptingu. Þessar heim- ildir eru neyðarúrræði til að girða fyrir hróplegt óréttlæti og níðslu og koma aðeins til álita í grófum undantekningartilvikum. Ákvarð- anir um frávik skal taka á hús- fundi með samþykki 2/3 hluta bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Ef húsfundur fellst ekki á frávik getur eigandi leitað til dómstóla. Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum. Vangaveltur og kollaklór Húseigendamál Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., formaður Húseigendafélagsins, svarar spurningum Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið huseigandi@frettabladid.is PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.