Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 44

Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 44
fréttablaðið fasteignir24 5. MARS 2007 Næturbirtan getur umbreytt heilu hverfunum í undarleg ævin- týralönd. Nörfi eða Narfi hét jötunn er byggði í Jötunheimum. Hann átti dóttur er Nótt hét. Hún var svört og dökk sem hún átti ætt til. Á nóttunni fara kettir og kynjaverur á stjá meðan flestar mannskepn- ur ganga til hvílu. Litirnir, sem á daginn skarta sínu fegursta, renna saman í einn óræðan næturlit svo erfitt getur verið að greina útlínur. Sumir kjósa því að lýsa upp fallegar byggingar á nóttunni og getur það oft verið tilkomumikil sýn. Hallgrímskirkja og Háskóli Íslands eru meðal þeirra bygginga sem Reykvíkingar lýsa upp á nóttunni, flestum borgarbúum til ánægju og yndisauka. Stundum getur verið gaman að fara á stjá á nóttunni og virða fyrir sér umhverfið í öðru ljósi. Sérstaklega var það skemmtilegt þegar Orku- veitan tók sig til á síðasta ári og slökkti á ljósastaurum borgarinnar. Göt- urnar fylltust af fólki sem vildi skoða næturhimininn, en öllu áhugaverð- ara þótti mörgum að aka um borgina í dimmunni líkt og ekið væri um framandi og undarlegt draumaland. - mhg Meðan nóttin líður Sá eða sú sem lét byggja þetta tilkomumikla og sérkennilega hús í Cuenca á Spáni hefur eflaust ekki fundið mikið fyrir loft- hræðslu. Parísarborg með Sacre-Coeur kirkjuna í bakgrunni. Kirkjan var byggð af kaþólikkum á Monmartre-hæð sem tákn um eftirsjá og von eftir stríðið 1870. Hafist var handa við bygginguna árið 1876 en kirkjan sjálf var ekki vígð fyrr en árið 1919. Bærinn Casares í Andalúsíuhéraði á Spáni hvílir hér í bláum skugga. Þar eru húsin hvítþvegin á hverju ári. Þetta sérkennilega og ævintýralega hverfi er að finna í Þýskalandi en auðvelt er að ímynda sér Hans og Grétu leggja í hann frá einu slíku húsi. Casa Batllo húsið í Barcelona var hannað af hinum merka arkitekt Antoni Gaudi (1852-1926) fyrir textílframleiðandann Josep Batllo. Byggingin, sem er einkar sérkennileg og falleg sameinar nokkra stíla í senn, meðal annars art Nouveau, súr- realisma og ný-gotnesk áhrif.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.