Fréttablaðið - 05.03.2007, Qupperneq 57
Það fór ekki fram hjá neinum, hvorki stuðningsmönnum Sam-
fylkingarinnar eða hvað þá heldur
andstæðingum hennar, að með
glæsilegu kjöri Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur til formanns Sam-
fylkingarinnar var kominn kven-
skörungur með mikla reynslu og
stjórnunarhæfileika í hóp stjórn-
málaforingja á Íslandi. Ég vil taka
það fram að ég
er mjög hreyk-
inn af því að hafa
átt þátt í þeirri
kosningu ekki
síður en þeim
góðu minningum
frá kosningabar-
áttu Vigdísar
Finnbogadóttur
á sínum tíma og
glæsilegum sigri
hennar í forsetakosningunum þá.
Það hefur hins vegar ekki dulist
neinum sem fylgst hafa með stjórn-
málum undanfarna mánuði að and-
stæðingar okkar óttast ekkert meira
en konuna í brúnni og kannski ekki
að ástæðulausu. Þeir hafa notað öll
tækifæri sem hugnast getur til að
gera málflutning hennar tortryggi-
legan í augum almennings. Þar má
einu gilda hvort rætt er um okur-
vexti, matvælaverð, skuldasöfnun
heimilanna eða landbúnaðarmál,
svo fátt eitt sé nefnt. Mér hefur
reyndar stundum dottið í hug að
undanförnu hvort að á Íslandi sé
skipulagður karlrembuhópur sem
leggi sig allan fram við að koma í
veg fyrir pólitískan frama hjá
konum, sama í hvaða flokki þær
sækja fram. Nýjustu dæmin eru Siv
Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz og
Margrét Sverrisdóttir. Þar sem
Ingibjörg Sólrún náði markmiði
sínu beinast nú öll spót að henni og
ganga sumir þar býsna langt.
Það er áhyggjuefni ef við félag-
ar hennar í Samfylkingunni teljum
að hún eigi ein að sjá um alla kosn-
ingabaráttuna en aðrir Samfylking-
arfélagar geti bara slappað af og
beðið eftir kosningunum 12. maí
n.k. Það er von mín að þessar
áhyggjur mínar séu ekki á rökum
reistar. Við þurfum margar baráttu-
ræður eins og gamli karlinn úr
brúnni, Jón Baldvin Hannibalsson,
þrumaði yfir okkur sem sóttu kjör-
dæmisþing Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi er haldið var
að Reykjum í Hrútafirði skömmu
fyrir jól.
Að lokum vil ég skora á alla sem
aðhyllast félagshyggju og jöfnuð að
bretta upp ermar og fara að vinna
ötulega að glæstum sigri Samfylk-
ingarinnar 12. maí n.k. Baráttu-
kveðjur, X-S.
Höfundur er verkamaður og
formaður Samfylkingarfélagsins í
A-Húnavatnssýslu.
Traustur
leiðtogi
Hversvegna ?
Stuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar
Stærsti rúmaframleiðandi í heimi!
Hversvegna ?
Sealy Posturepedic eru vinsælustu heilsurúm Bandaríkjanna síðastliðin 30 ár.
Sealy eyðir meiri fjármunum í vöruþróun en allir aðrir dýnuframleiðendur heims.
Nýjung! Öll Sealy rúm eru með MicroTech botni sem tryggður er gegn braki.
Hversvegna ?
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954
Opið: mán-fös. 10-18 og lau. 11-15
Sérhannaður styrktarkantur Uni Cased sem tryggir hámarks-
nýtingu á svefnfleti, ásamt því að kantar dýnunnar veita betri
stuðning. „Thermo Bond“ uppbyggingin dregur úr hreyfingu á
milli einstaklinga í sama rúmi.
Hversvegna ?
MikroTech neðri dýnan er sterkari og sveigjanlegri en aðrir botnar
og með MicroSpan dempurum sem festir eru ofan á viðar og
stálbita í botni neðri dýnunnar. Stálið og MicroSpan efnið sjá um
órtúlega langa endingu neðri dýnunnar.
Einkaleyfin 4 frá Sealy:
Hversvegna ?
DSS gormurinn gefur tvenns konar stuðning. Léttan stuðning við
lögun líkamans og réttan bakstuðning frá sjónarhóli læknavísindanna.
Posturepedic
gormurinn
DSS gormurinn
Micro Tech
Uni cased
Hversvegna ?
No flip, það þarf aldrei að snúa Sealy dýnu.
Sealy Posturepedic gormurinn sem er hjartað í heilsudýnunni,
er hannaður í samvinnu við nokkra færustu bæklunarskurðlækna
Bandaríkjanna. Hann bregst mismunandi við þyngd og því geta
tveir misþungir einstaklingar notað sömu dýnuna.