Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 58

Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 58
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysin- gar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Íslandsdeild skiptinemasamtakanna Alþjóðleg fræðsla og samskipti, AFS, fagnar hálfrar aldar afmæli í ár. AFS eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök sem starfa á sviði alþjóðlegrar fræðslu og samskipta í 52 löndum. „Samtökin eiga rætur að rekja til fyrri heimsstyrjaldar,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. „Sjúkraflutningabíl- stjórar sem höfðu verið á vígvöllunum vildu stuðla að heimsfriði og koma í veg fyrir hörmungar eins og þær sem þeir horfðu upp á. Í þeim tilgangi stofn- uðu þeir skiptinemasamtökin árið 1947 til að fá ungt fólk til að ferðast á milli landa og kynnast ólíkri menningu, sem myndi ýta undir umburðarlyndi og skilning.“ Íslandsdeild AFS var stofnuð árið 1957, tíu árum eftir að samtökin voru stofnuð. Í fyrra fóru 162 íslenskir skiptinemar á aldrinum 15-18 ára til 32 landa á vegum AFS og rúmlega 40 erlendir nemar komu hingað til árs- dvalar í ágúst síðastliðnum. Rósa segir að íslenskir skiptinemar sæki flestir til Suður-Ameríku. „Tæp 40 prósent af okkar skiptinemum fara þangað. Ætli Íslendingar séu ekki dálítið suður- amerískir í sér,“ segir hún og hlær. Fimmtugasti aðalfundur AFS á Íslandi verður haldinn í Iðnó 17. mars en þar verður meðal annars kynnt nið- urstaða rannsóknar sem gerð var fyrir samtökin um áhrif skiptináms erlendis á íslensk ungmenni. Könnunin var lokaverkefni tveggja nemenda í við- skiptafræði við Háskólann í Reykjavík undir leiðsögn Margrétar Jónsdóttur dósents. Sjálf telur Rósa kostina við að fara utan í skiptinám ótvíræða. „Maður sér mikinn mun á krökkunum sem fara út þegar þeir koma aftur. Þeir læra heilmikið um sjálfa sig, kynnast ann- arri menningu innan frá sem og nýtt tungumál. Ég held að þeir verði líka víðsýnni; heimurinn skreppur dálítið saman fyrir þeim. Þeir sem fara í skiptinám búa alltaf í haginn fyrir sig til lengri tíma litið.“ Þeir sem hafa áhuga á skiptinemadvöl eða að taka á móti erlendum nemum er bent á skrifstofu AFS á Íslandi við Ingólfsstræti eða á heimasíðu samtakanna, afs.is. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur J. Pétursson frá Galtará, Bakkastöðum 73b, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi 19. febrúar sl. verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju hinn 7. mars kl. 13.00. Ragnheiður Guðmundsdóttir Guðmundur Pétursson Inga Arnar Anna Bára Pétursdóttir Freysteinn Vigfússon Sigurður Pétursson Guðrún Ólafsdóttir Ingibjörg Pétursdóttir Valtýr Reginsson barnabörn og barnabarnabörn. 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Það er nóg að fólk haldi að það séu kosningar. Kjósend- ur ráða engu, völdin eru í höndum þeirra sem telja úr kjörkössunum.“ Móðir send heim með rangt barn Óperumiðillinn fær nú yfir- halningu í breska sjónvarp- inu. Ætli íslenskir óperu- unnendur geti lært eitthvað af þeirri frumlegu tilraun? Að undanförnu hefur verið deilt töluvert um óper- ur og áherslur á síðum íslenskra blaða en sitt sýn- ist hverjum um þau stykki sem færð eru á fjalir í Ing- ólfsstræti. Nú reyna Bretar á þanþol óperumiðilsins, sem sumir hérlendir fúlsa við og kalla gam- aldags, því háðfuglinn og tónskáldið Richard Thomas er búin að koma óperunni á frumlegan hátt inn í afþrey- ingar- dagskrá breska ríkis- sjónvarpsins. Vef- rit bresku dagblaðanna The Independent og Tele- graph greindu nýlega frá þessu. Tónskáldið Thomas kom sér á kortið með óperunni um Jerry Springer sem hann samdi með félaga sínum Stewart Lee en hún fjallar um einn meistara lágkúrunnar, spjallþátta- kónginn Springer og hyski hans. Ópera sú var frum- sýnd 2003 en hún er nú margverðlaunuð þrátt fyrir að vekja litla hylli meðal trú- rækins fólks; kvörtunum rigndi inn þegar verkið var sýnt í sjón- varpi – sjálfur Jesú Kristur er sýndur samkynhneigður í því stykki og félagar í Ku Klux Klan sjást þar stíga fjörugan steppdans. Nú er Thomas búinn að skrifa sex litla söngleiki sem eru til sýninga á sjón- varpsrásinni BBC2. Þættir þeir byggja, líkt og Spring- er-óperan, á sjónvarpsefni en Thomas leitar fanga í raunveruleika- sjónvarpsþáttum, breskum heimilda- myndum og hámenn- ingarlegri dagskrár- gerð en vitanlega snýr hann út úr öllu saman. Þættirnir sem hér um ræðir heita The App- rentice, Question Time, The South Bank Show, Panorama og Wife Swap en þá er búið að afbaka og sjóða niður í hálf- tíma langar óperur þar sem lágmenningin mætir hámenningunni á svaðaleg- an hátt. Blótsyrði, uppköst og munnmök eru í það minnsta ekki viðtekin við- fangsefni í óperum – hvað þá þær gjörðir að sprengja spendýr í loft upp. Thomas er sjálfmenntað tónskáld og óttalegt undra- barn í músík af lýsingunum að dæma. Hann er einnig reynslumikill uppistandari og kveðst hafa þá hugsjón að gleðja fólk. Áhorfendur verða síðan að dæma um hvernig til tekst en mögu- lega fær hann fleiri til þess að vilja forvitnast um óper- ur. Endurnýjun óperuforms

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.