Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 61

Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 61
2 3 4 5 6 7 8 Kviksaga og kvikmynda- klúbburinn Fjalakötturinn sameina kraftana í kvöld og skipuleggja dagskrá í Tjarnarbíói. Þar má fræð- ast um ímyndir Íslands á hvíta tjaldinu. Kviksaga er vettvangur þar sem fræði og kvikmyndir mætast til dæmis við gerð heimildarmynda, kennsluefnis eða sjónrænna rann- sókna. Í kvöld kl. 19 sýnir félags- skapur sá, með fulltingi nýstofn- aðs klúbbs Fjalakattarins, tvær myndir: „This Is Iceland“ eftir Kjartan Ó. Bjarnason frá árinu 1960 og valda kafla úr Íslands- mynd Leo Hansen frá 1929 en kafl- ar þeir verða sýndir með lifandi undirleik Hallvarðar Ásgeirsson- ar. Íris Ellenberger sagnfræðingur fylgir myndunum úr hlaði en hún skrifaði meistararitgerð sína um svokallaðar Íslandsmyndir. Það heiti er gefið fjölbreyttum kvik- myndum sem eiga það sameigin- legt að fjalla um Ísland og Íslend- inga. Myndirnar þessar eru margvíslegar að eðli: fræðslu- myndir, pólitískar áróðursmyndir, sölumyndbönd flugfélaga, fiskiðn- aðarins eða landbúnaðarvörufram- leiðenda og myndir sem skreyttu ræður farandfyrirlesara. Efni þetta hefur ekki verið mikið rannsakað enn sem komið er og engin leið er að vita fyrir víst hversu margar myndir voru gerð- ar, sumra þeirra er aðeins getið í rituðum heimildum. „Ég skoðaði um sextíu myndir frá fimmtíu ára tímabili,“ útskýrir Íris og áréttar að mjög áhugavert sé hvernig höf- undar þeirra taka líkt á ákveðnum viðfangsefnum. Bæði hérlendir og erlendir kvikmyndagerðarmenn voru þannig dálítið íhaldssamir á myndefni sitt því ákveðin hefð var í gildi um nálgun viðfangsefnisins. „Myndirnar voru gerðar í mjög ólíkum tilgangi en ef umfjöllunar- efnið var til dæmis síldveiðar var nokkuð víst að þá yrði sýndur stafli af tunnum og svo kemur styttan af Leifi heppna mjög oft fyrir í mynd- um frá ákveðnum tíma sem og myndir af Gullfossi og Geysi en þær eru nú ennþá algengar.“ Íris segir að flestar myndanna hafi verið gerðar fyrir útlendinga og að framan af hafi íslenskir fjöl- miðlar fylgst nokkuð vel með mynd- unum og gefið þeim slæma dóma ef þær sýndu ekki landinu sóma. Eftir 1940 fór síðan að bera meira á því að ríkisvaldið styrkti kvikmynda- gerð af þessum toga og bera þær þess nokkur merki. „Myndin „This Is Iceland“ var til að mynda gerð fyrir milligöngu utanríkisráðuneyt- isins og þar er kynnt ákveðin opin- ber ímynd landsins.“ Kvikmyndasafn Íslands lánar myndirnar til sýninga en Kviksaga og Fjalakötturinn hyggjast standa að fleiri hliðstæðum viðburðum á komandi vikum. Nánari upplýsingar um starf- semi Kviksögu má finna á vefrit- inu www. kviksaga.is. Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 - 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun gildir til 15. mar. býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ÍS L E N S K A / S IA .I S / F LU 36 06 1 02 /0 7 1 kr. aðra leiðina + 489 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.