Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.03.2007, Blaðsíða 62
Gus Gus fagnaði útgáfu nýjustu plötu sinnar með teiti á Sirkus síð- astliðið fimmtudagskvöld. Platan, sem ber nafnið Forever, er fimmta stúdíóplata sveitarinnar. Eiginleg- ir útgáfutónleikar verða haldnir á Nasa í lok mars, en það var enginn skortur á fólki sem vildi gleðjast með Gus Gus-flokknum á fimmtu- dagskvöldið. Gus Gus fagnar Breska hljómsveitin The Stranglers er á leiðinni hingað til lands í þriðja sinn. Freyr Bjarnason spjallaði við einn af stofn- endum sveitarinnar, J.J. Burrell, sem segir áhorf- endum að búast við hinu óvænta á þriðjudagskvöld. The Stranglers hélt síðast tónleika hérlendis í Smáranum í Kópavogi árið 2004 við góðar undirtektir. Þar áður spilaði sveitin í Laugardals- höll árið 1978. „Þetta verða fyrstu tónleikarnir okkar á árinu og ég hlakka mikið til,“ segir bassaleikarinn Burrell. „Síðast þegar við komum til Íslands kom það okkur á óvart hversu vel gekk. Við höfðum ekki verið þar í mörg ár og mun fleiri komu en við bjuggumst við því við héldum að allir væri búnir að gleyma okkur. Ég held að fólk hafi ekki vitað við hverju það átti að búast og það er það frábæra við The Stranglers; þú veist aldrei við hverju þú átt að búast,“ segir hann. Í þetta sinn spilar The Stranglers á Nasa og nú hafa þau tíðindi orðið að aðalsöngvarinn Paul Roberts hefur yfirgefið sveitina. Í stað hans sjá Burrell og gítarleikarinn Baz um sönginn. „Ég held að hann hafi verið með hugann við annað tengt tónlist. Málið er að í fyrra þegar ég heyrði hann syngja eitt af lögunum mínum fannst mér eins og hann skildi ekki um hvað lagið snerist þannig að ég spurði hann hvort hann væri ennþá tilbúinn til að ein- beita sér 100% að hljómsveitinni. Ég sagði honum að hugsa málið. Hann kom aftur til mín nokkrum dögum síðar og sagði að ég hefði rétt fyrir mér. Það voru engin vandamál og hann hætti í góðu,“ segir Burrell. „Núna er ég farinn að syngja aftur. Ég hafði gleymt því hversu gaman ég hafði af því. Fyrir sextán árum hafði ég ekki mikið sjálfstraust varðandi söng- inn. Ég leyfði Paul að syngja lögin mín vegna þess að mér fannst hlut- irnir eiga að vera þannig,“ segir hann. „Þegar við fórum í túr um Bretland fyrir skömmu fengum við mjög góðar viðtökur og aðdáend- unum fannst þetta betra en nokkru sinni fyrr. Núna erum við aftur orðnir fjórir og þetta er kraftmeira en nokkru sinni fyrr og ég er líka farinn að skemmta mér á nýjan leik.“ Nýjasta plata The Stranglers, Suite XVI, kom út á síðasta ári og hefur að sögn Burrells fengið bestu dóm- ana í sögu The Stranglers. „Og það er helvíti löng saga, þannig að ég þurfti að bíða þangað til ég var orð- inn miðaldra karl, næstum dauður, til að fá loksins góða dóma,“ segir hann. „Þessi plata fjallar um það sem menn á okkar aldri hafa áhuga á, pólitík, stríð, konur, hefnd og það að reyna að myrða spúsu sína. Þetta er svona það sem menn eru að spá í á þessum aldri.“ Nafn plötunnar, Suite XVI, á sér jafnframt ákveðna sögu. Meðal annars er platan sextánda hljóð- versplata The Stranglers, auk þess sem bæði Paul Roberts og Hugh Cornwell hættu í sveitinni eftir sextán ára veru. Burrell segir mikilvægt að halda ferskleikanum gangandi í The Stranglers og af þeim sökum reyni sveitin stundum að prófa nýjar tónlistarstefnur og skipta út meðlimum. „Stundum spilum við ekkert í nokkur ár og ef við fáum leið á einhverju lagi þá hættum við bara að spila það. Eins og með Peaches, við spiluðum það ekki í tólf, þrettán ár því við höfðum bara ekki áhuga á því. Það þýðir ekki að gera hluti eingöngu til að gleðja aðra.“ Burrell lofar þó að Peaches fái að hljóma í Reykjavík á þriðjudag. Vonandi láta The Stranglers einnig flakka með þekkta slagara á borð við All Day and All of the Night, Golden Brown, No More Heroes og Always the Sun. NÚÐLUR MEÐ KJÚKLINGI Í SOJASÓSU Bandarískir fjölmiðlar velta sér mikið upp úr því hvort Britney Spears og Kevin Federline hafi ákveðið að takast á við vandamál sín og reyna einu sinni enn. News of the World greinir frá því að þau íhugi jafnvel að endurnýja hjóna- bandsheitin þegar söngkonan hefur lokið afvötnun sinni í Malibu. Að mati blaðsins virðist lífið leika við poppprinsess- una. Hún hefur gert sér grein fyrir því að þegar lífið var henni sem erfiðast hurfu allir á braut nema Kevin, sem stóð þétt við bakið á henni. News of the World birtir hins vegar einnig ógnvænlega frétt af ástandi Britney þegar hún var sem lengst niðri í upphafi meðferðar- innar. Blaðið hefur eftir nánum vini að hún hafi hótað því við starfsfólk stofnunarinnar í Malibu að hengja sig ef Kevin vildi ekki eignast með henni þriðja barn- ið. Og hafi þá skrifað töluna 666 á hausinn og öskrað: „Ég er Antí-Kristur.“ Þá hafi yfir- mönnum meðferðarheim- ilisins verið nóg um og Kevin verið kallaður til að róa söngkonuna niður. Hann ku hafa lofað Britney að hjálpa henni aftur á fætur eftir að hafa misstigið sig á grýttum vegi fíknarinnar. Federline hefur boðist til að fresta öllum málaferlum og tekið strákana tvo algjörlega að sér á meðan Britney nær sér að fullu. Samkvæmt News of the World er talið líklegt að áfengi og eiturlyf á borð við kókaín og e-töflur hafi leikið minnsta þáttinn í hraðri nið- urleið Britney Spears. Eftir því sem blaðið kemst næst var Britney orðin háð hinu stórhættulega fíkni- efni kristal-metamfetamíni. Það hefur mikil áhrif á taugakerfið og veldur ofsakvíða og ofbeldisfullri hegðun. Britney reyndi að hengja sig Alexandra Christina Manley, fyrrverandi prinsessa í Dan- mörku, gekk að eiga ljósmyndar- ann Martin Jørgensen við hátíð- lega athöfn í Øster Egede-kirkjunni að viðstöddum nánum vinum og ættingjum. Alexandra var klædd í kampa- vínslitaðan kjól frá Henrik Hviid og virtist njóta hverrar mínútu. Þegar hún kom að kirkjudyrun- um brá Alexandra á leik við þá fjölmörgu gesti og gangandi sem biðu eftir að fá að sjá hana og sagði: „Við komum aftur út,“ við mikil hlátrasköll nærstaddra. Hjónakornin nutu liðsinnis frá prinsunum tveim, hinum sjö ára gamla Nikolai og fjögurra ára gamla Felix, en þá á Alex- andra með Jóakim prins. Hann var reyndar víðsfjarri við athöfn- ina enda hefði það verið í hæsta máta óvenjulegt þrátt fyrir að danskir fjölmiðlar fullyrði að þau séu enn þann dag í dag góðir vinir. Ólíkt því sem var árið 1995 þegar Alexandra gekk kirkju- gólfið við konunglega athöfn voru aðalsbornir gestir víðs- fjarri og glamúrinn og glysið ekki jafn áberandi. Dönsku blöð- unum bar hins vegar saman um að athöfnin hefði verið bæði lát- laus og falleg. Hjónin buðu síðan til glæsi- legrar veislu eftir kirkjuna sem haldin var á Jomfruens Egede en þar hélt góðvinur, Mark Petter- son, skálarræðu fyrir hin nýgiftu. Til gamans má geta að Petterson er einmitt eiginmaður Miu Egmont Petersen sem eitt sinn var trúlofuð Friðriki krónprins, fyrrverandi mági Alexöndru. Alexandra gengin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.