Fréttablaðið - 05.03.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 05.03.2007, Síða 66
Íslenskir leikmenn hafa reynst okkur vel Það gekk mikið á þegar HK tók á móti Fylki í Digranesi í gær. Leikurinn var skrautlegur í meira lagi þar sem hver klaufa- skapurinn rak annan og þegar upp var staðið var 25-25 jafntefli sann- gjörn niðurstaða. Stigið sem bæði lið misstu af er þeim þó dýrt. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að hafa forystu í leikn- um. Markverðir liðanna voru einu leikmennirnir sem sýndu góðan leik í fyrri hálfleik en vörn Fylkis var einnig mjög traust lengi vel. Staðan í leikhléi var 12-12 og það var staða sem HK sætti sig illa við. Heimamenn mættu mjög grimmir til síðari hálfleiks og freistuðu þess að keyra yfir hina hægfara og þungu Fylkismenn sem gerðu vel í að halda hraðan- um niðri í fyrri hálfleik. Herbragð HK gekk er líða tók á síðari hálf- leikinn en þá áttu Fylkismenn orðið mjög erfitt með að halda í við þá og virkuðu bensínlitlir. Í stöðunni 23-20 hefði HK átt að skilja Fylki eftir en þá buðu þeir gestunum enn og aftur inn í leik- inn með því að kasta frá sér bolt- anum á glórulausan hátt hvað eftir annað. Þegar tvær mínútur lifðu leiks misfórst eina skot Strazdas í leiknum og Brynjar svaraði með hraðaupphlaupsmarki og kom Fylki yfir, 24-25. Síðustu mínúturnar voru æði skrautlegar þar sem leikmenn kepptust við að toppa hvern annan í klaufaskap. Þegar fimm sekúnd- ur lifðu leiks fékk HK víti. Valdi- mar skaut boltanum í stöng en Brynjar tók frákastið og jafnaði rétt áður en leiktíminn rann út. Ótrúlegur endir á skrautlegum leik. Bæði lið voru gráti næst í leikslok. „Þetta er ótrúlegt og ég er orð- laus. Þeir stálu sigrinum á fáran- legan hátt síðast og nú þetta. Ég á ekki til orð,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Fylkis. Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari HK, var einnig svekktur. „Þetta var okkar slakasti leikur á árinu og allt of margir sem voru langt frá sínu besta. Það er sorg- legt miðað við stöðuna sem við erum í. Þetta tapaða stig gæti reynst okkur dýrt.“ Tapað stig í huga bæði HK og Fylkis West Ham situr sem fastast á botni ensku úrvalsdeild- arinnar eftir 3-4 tap gegn Totten- ham í einhverjum eftirminnileg- asta knattspyrnuleik sem farið hefur fram í háa herrans tíð. West Ham leiddi 2-0 í hálfleik en tapaði þeirri forystu í þeim síð- ari. Hamrarnir tóku síðan for- ystuna á ný fimm mínútum fyrir leikslok og héldu margir að nú væri loksins komið að sigri. Svo var nú ekki. Berbatov jafnaði með marki beint úr aukaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Þegar um fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Stalteri síðan sigurmark- ið. Eggert Magnússon og aðrir stuðningsmenn West Ham trúðu vart sínum eigin augum. „Við erum í þeirri stöðu að við verðum að vinna. Síðan erum við með vinningsstöðu en það er eins og leikmenn kunni ekki lengur að vinna leiki. Þeir muni ekki hvern- ig eigi að gera það. Ég held samt að þeir hafi lagt sig alla fram í verkefnið,“ sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham, en hann hefur aðeins unnið einn leik síðan hann tók við stjórnartaumunum. Eins ótrúlegt og það hljómar þá var það gegn Manchester United. Breskir fjölmiðlar halda því fram að heitt sé undir stjóranum en hann vonast eftir að fá meiri tíma hjá félag- inu. „Vonandi. Þegar ég tók við þá sagði ég við Eggert að þetta væri langtímaverkefni og hann var mér sammála um það,“ sagði Curbish- ley en staða West Ham er vægast sagt vonlítil og fátt annað en fall sem blasir við félaginu. „Það eru níu leikir eftir. Ef leikmenn leggja mikið á sig getum við fengið rétt úrslit en það verður mjög erfitt.“ Martin Jol, stjóri Spurs, hrós- aði Jermain Defoe sérstaklega fyrir sitt framlag en vítaspyrna hans kveikti í Tottenham-liðinu. Hann lét glósur stuðningsmanna West Ham sem vind um eyru þjóta en hann er fyrrverandi leikmaður West Ham. „Svona er Jermain Defoe og þetta er það sem hann gerir. Hann er frábær leikmaður sem hleypur ekki í felur,“ sagði Jol kampakát- ur. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir fall West Ham úr ensku úrvalsdeildinni. Liðið klúðraði unnum leik gegn Tottenham á ótrúlegan hátt í gær. Knatt- spyrnustjóri West Ham segir leikmenn hafa gleymt hvernig eigi að vinna leiki. Meistarar Ciudad Real eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Portland, 37-29, í seinni leik liðanna í Pamplona. Ciudad vann fyrri leikinn með fimm mörkum. Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk í leiknum, þar af tvö úr víti. Gummersbach er einnig úr leik eftir óvænt tap á heimavelli, 34-32, gegn Valladolid en fyrri leik liðanna á Spáni lyktaði með jafntefli. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummers- bach og Guðjón Valur Sigurðsson tvö. Íslendingaliðin úr leik Valur vann góðan sigur á Akureyri í DHL-deild karla, 32- 28, í Laugardalshöll í gær. Það tók Val rúmar sjö mínútur að finna netmöskvana. Akureyri komst í 2-0 en á innan við sjö mínútum náðu Valsmenn fimm marka forystu, 7-2. Þessi munur hélst nánast og hálfleiksstaða 16- 10. Valsmenn héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og náðu 10 marka forskoti, 23-13, þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það var aldrei spurning um úrslit leiksins. Valur efstur Fylkir hefur gert starfs- lokasamning við króatísku skytt- una Tomislav Broz sem gekk til liðs við félagið í upphafi leiktíðar. Broz stóð ekki undir vænting- um forráðamanna Fylkis. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að Broz hafi verið ósáttur við hlut- skipti sitt hjá liðinu og óskað eftir því að fá að fara og því var gerður starfslokasamningur. Broz farinn DHL-deild karla: Iceland Express-deild karla: Enska úrvalsdeildin:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.