Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 70

Fréttablaðið - 05.03.2007, Side 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Það höfðu allir miklar skoðanir á myndinni enda er stjórnartíð Idi Amins mörgum enn í fersku minni,“ segir Sveinn H. Guðmars- son, fréttamaður á Stöð tvö, um viðbrögð Úgandabúa við kvik- myndinni The Last King of Scot- land. Sveinn er nýkominn heim eftir að hafa fylgt Valgerði Sverrisdótt- ur utanríkisráðherra eftir á ferða- lagi hennar um Afríku undanfarna viku. Þegar hópurinn var í Kamp- ala, höfuðborg Úganda, notaði Sveinn tækifærið og brá sér í kvikmyndahús og sá myndina The Last King of Scotland sem fjallar um Idi Amin, einræðisherrann sem stjórnaði landinu með harðri hendi á árunum 1971-1979. „Idi Amin er langt því frá þjóðhetja í Úganda, þvert á móti. Í myndinni er honum lýst sem vænisjúkum og dyntóttum harðstjóra og það virt- ist koma heim og saman við þá ímynd sem Úgandabúar hafa af honum. Við fórum með myndavél með okkur og ræddum við nokkra sýningargesti, þar á meðal mann sem mundi vel eftir stjórnartíð Amins og hafði reynt hana á eigin skinni. Við sýnum þessi viðtöl á Stöð tvö væntanlega innan fárra daga.“ Eins og kunnugt er fékk Forest Whitaker Óskarsverðlaunin á dög- unum fyrir túlkun sína á harð- stjóranum í myndinni, sem er að mestu leyti tekin í Úganda. Sveinn segir að bíógestir hafi verið upp- rifnir þegar þeir báru kennsl á þekkt kennileiti frá heimalandi sínu. „Það fór til dæmis iðulega klið- ur um salinn þegar myndir komu af forsetahöllinni eða flugvellin- um í Kampala, enda ekki á hverj- um degi sem Úganda er sögusvið mynda sem njóta alþjóðlegrar vel- gengni.“ Sá Síðasta konung Skotlands í Úganda „Ég hlusta bara á FM 95,7, það er eiginlega rúllandi hér allan daginn. Ég er algjör FM- hnakki.“ „Þetta mál er á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Þór Hannesson, einn framleiðandi myndarinnar A Journey Home eða Slóð fiðrildanna en um er að ræða stórmynd gerða eftir samnefndri sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Eins og Frétta- blaðið greindi frá virðist hafa komið upp ágreiningur um handrit myndarinnar sem leikstjórinn Liv Ullman gerði eftir bókinni. Jón Þór segir að athugasemdirnar hafi fyrst og fremst komið frá fram- leiðendunum en ekki skáldinu sjálfu. „Eftir því sem mér skilst er allt í góðu milli Liv og Ólafs,“ segir Jón Þór en staðfesti þó að Ólafur Jóhann hefði verið fenginn til liðs við kvikmyndina og beðinn um að gera tilraun með handritsskrif. „Samstarfinu við Liv hefur ekki algjörlega verið slitið en það eru meiri líkur á því en minni,“ segir Jón Þór og bætir við að þeir séu í samningaviðræðum við tvo leik- stjóra sem báðir séu þungavigta- menn í kvikmyndaheiminum. Jón Þór vildi ekki gefa upp nein nöfn á þessu stigi, sagði þó að þessi atriði væru í réttum og öruggum far- vegi. Jón segir að svona hlutir séu ekkert óalgengir í kvikmynda- heiminum. Fólk komi og fari og handrit séu oft að velkjast um á milli manna. „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Við vitum af því að þetta er gott efni sem við höfum undir höndunum og viljum vanda vel til verksins,“ útskýrir Jón Þór en Slóð fiðrildanna verður ein dýr- asta kvikmynd sem íslenskt fyrir- tæki hefur framleitt. „Það kemur í ljós á næstum vikum hvernig þessi mál æxlast, þau gætu tekið óvænta stefnu á morgun en þetta gæti líka dregist tölu- vert lengra. Aðalmálið er að rasa ekki um ráð fram,“ segir Jón Þór. Eins og kom fram í Fréttablað- inu ríkir mikil spenna innan her- búða Saga Film vegna þeirrar stefnu sem myndin hefur tekið. Jón Þór tekur heilshugar undir það. Greint var frá því í fjölmiðl- um á síðasta ári að leikarahjónin Jennifer Connelly og Paul Bettany hefðu gefið vilyrði fyrir því að leika í myndinni en Jón Þór segir að vissulega geti orðið breyt- ingar þar á. „Leikarar sem eitthvað kveður að eru mjög kröfuharðir á allar breyting- ar,“ segir Jón Þór og útilokar því ekki að nýtt og ferskt blóð verði fengið til leiks. Vi nn in ga r v er Ða af he nd ir hj á B T S m ár al in d. K óp av og i. M eÐ þ ví aÐ ta ka þ át t e rtu ko m in n í S M S k lú bb . 1 49 kr /s ke yt iÐ . * A Ða lvi nn in gu r e r d re gi n úr ö llu m in ns en du m SM S s ke yt um . 12. HVER VINNUR! FULLT AF AUKAVINNINGUM: PSP TÖLVUR · SONY ERICSSON FARSÍMAR · PS2 TÖLVUR · TÖLVULEIKIR BÍÓMIÐAR Á TEENAGE MUTANT NINJA TURTLES · DVD MYNDIR · FULLT FULLT AF PEPSI OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS BTC PS3 Á NÚMERIÐ 1900 SVARAÐU EINNI SPURNINGU UM PLAYSTATION OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGURINN PS3 + 23”SONY LCD + LEIKIR FYRIR PS3 SPILAÐU Í BESTU GÆÐUM! „Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálms- dóttir, kynnirinn skeleggi í X- Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X- Factor þættinum á föstudaginn. Sjónvarpsáhorfendur heima í stofu voru þrumu lostnir þegar táraflóðið rann niður kinnar Höllu og Einars Bárðarsonar eftir að Ellý hafði sent Alan heim. En pönkdrottningin var síður en svo öfundsverð af hlutverki sínu, þurfti að velja á milli hans og stúlknadúettsins Höru frá Hvera- gerði. Halla segist hins vegar ekki vera hlutdræg þótt hún gráti kannski ekki næst þegar einhver verður sendur heim. Lagið Lately – um eiginmanninn sem kemst að framhjáhaldi eiginkonu sinnar og syngur til hennar kveðjuóð sem Alan söng svona snilldarlega – hafi einfaldlega snert gráttaug- arnar með einstökum hætti. „Þegar hann söng þetta fyrr í þættinum fór ég líka að gráta en tókst að fela það með meiki og láta eins og ekkert hefði í skorist. Ég er hins vegar svo mikil pabba- stelpa og þegar ég sá Einar Bárð- arson, fullorðinn og fullkomlega heilbrigðan karlmann, fella tár gat ég hreinlega ekki haldið aftur af mér,“ útskýrir Halla. Einar Bárðarson var að vonum niðurlútur vegna brottreksturs Alans en hann hefur nú þegar misst tvo mjög sterka söngvara úr sínum hópi; Sigga kaftein og nú Alan. „Þetta var í fyrsta skipti sem Alan tókst að yfirvinna sviðs- skrekkinn og stressið og sýna hvers hann er megnugur. Þess vegna var mjög erfitt að sjá á eftir honum,“ segir Einar, sem fannst það fáránlegt að þessir tveir keppendur skyldu verma botnsætin tvö. „Það verður mikill söknuður að Alan og ég fann það á leiðinni út til London að allir í flugvélinni voru í sjokki og reyndu að hughreysta mig,“ bætir Einar við og segir að þarna hafi einfaldlega birst hinn nýi mjúki maður sem óhikað grætur í sjónvarpi. „Ég er bara í góðu sambandi við mig og mínar til- finningar.“ Grátur og gnístran tanna hjá Höllu og Einari í X-Factor

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.