Tíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 12. júli 1979. titgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi 86300. 7— Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. 3.500 á mánuði. Blaðaprent. íhaldssemi verkalýðs- forustunnar Stutt ræða sem Sigurður Lindal flutti i sjórivarps- þætti fyrir nokkru, hefur vakið talsvert umtal. Ástæðan var sú, að Sigurður deildi þar allfast á verkalýðsforustuna svo nefndu. Margt var rétt i ádeilu Sigurðar, en annað ekki. Af hálfu forustu- manna verkalýðsforustunnar var brugðizt hart við og Sigurður næstum talinn óalandi og óferjandi að þeirra dómi. Þvi er ekki fjarri að segja, að báðir aðilar hafi skotið nokkuð yfir markið. Hitt hljóta hins vegar flestir að viðurkenna, að umræður um stefnu og starfshætti leiðtoga verka- lýðssamtakanna er eðlileg og raunar aðkallandi, og má þvi þakka Sigurði Lindal frumkvæði hans. Breyttir þjóðfélagshættir hafa lagt slikt vald i hendur leiðtoga verkalýðssamtakanna, að bæði þjóðfélaginu og þeim sjálfum er nauðsynlegt að rætt sé um hvernig þessu mikla valdi er beitt. Sjálfsagt er að viðurkenna það, að verkalýðsfor- ustunni er oft mikill vandi á höndum. Til hennar eru gerðar miklar kröfur af launastéttunum. Dæmi eru um, að forustumenn launþegasamtak- anna hafi misst tökin á þeim, ef þeir hafa verið tald- ir of ábyrgir. Þannig fór fyrir Kristjáni Thorlacius og Haraldi Steinþórssyni i atkvæðagreiðslunni hjá opinberum starfsmönnum um 3% siðastl. vor. Ann- að gleggra dæmi um þetta er upplausn i Bretlandi á siðastl. vetri, þegar ólögmæt verkfallsalda skolaði rikisstjórn Verkamannaflokksins úr sessi og hóf Margaret Thatcher til valda. Þessi ótti við að missa tiltrú hjá umbjóðendum sinum, á meðal annars þátt i þvi, að verkalýðsfor- ustan hefur á vissum sviðum gerzt of varfærin og ihaldssöm. Hún hefur haldið og heldur dauðahaldi i ýmsar kennisetningar, sem áttu við á vissum tima, en eru orðnar úreltar vegna breyttra aðstæðna. Glöggt dæmi um þetta er visitölukerfið, sem er orðið úrelt á ýmsan hátt, einkum á verðbólgutim- um. Einn mesti galli þess er sá, að allir óbeinir skattar fara inn i visitöluna og valda þvi, að ill- mögulegt er að auka ýmsa aðkallandi félagslega þjónustu, án þess að það auki verðbólguna. Þessi þátturvisitölukerfisins stendur þannig i vegi félags- legra umbóta, sem hinar launalægri stéttir hafa mest þörf fyrir. Þrátt fyrir þessa staðreynd, heldur verkalýðsforustan dauðahaldi i þennan úrelta þátt visitölukerfisins, sem nú er einn mesti þröskuldur félagslegra framfara i landinu. Annað glöggt dæmi er vinnulöggjöfin. Það var mikið átak hjá Hermanni Jónassyni, þegar hann fékk verkalýðshreyfinguna til að standa að setningu vinnulöggjafarinnar fyrir 40 árum. Þótt þessi lög- gjöf hafi komið að miklu gagni, er hún eðlilega orðin úrelt á ýmsum sviðum. Einn galli hennar er sá, að hún veitir smáum þrýstihópum of mikil völd. Verkalýðsforustan skilur þetta vel, þvi oft ganga þessir smáhópar gegn stefnu hennar. Þrátt fyrir þetta heldur hún dauðahaldi i vinnulöggjöfina ó- breytta og virðist ófáanleg til allra lagfæringa á henni, enda þótt hún sjái vel nauðsyn þeirra. Þessi dæmi og fleiri svipuð, sem mætti nefna um ihaldssemi verkalýðsforustunnar, sýna ótviræða nauðsyn þess, að hún endurskoði stefnu sina og starfshætti. Þ.Þ. Erlent yfirlit Benazir hjá veggspjaldi af fööur hennar. Bhutto orðinn þjóðar- dýrlingur í Pakistan Flokkur hans talinn sigurviss í kosningum ERLENDIR fréttamenn, sem hafa sótt Pakistan heim nýlega, virðastsammálaum, aðflokkur Bhuttos, fyrrv. forsætisráð- herra, Þjóðarflokkurinn, muni vinna auðveldan sigur i þing- kosningunum.sem Zia UL-Haq, einræðisherra hefur lofað að láta fara fram 17. nóvember næstkomandi. Þær spár hafa þvi fengið aukinn byr, að Zia muni enn einu sinni vanefna lof- orð sitt um þingkosningar. A þeim tæplega tveimur ár- um, sem Zia er búinn að fara með einræðisvald, hefur hann hvað eftir annað tilkynnt ákveð- inn kjördag, en siöan birt aðra tilkynningu um frestun nokkru , siðar. Til þessa hefur legið sú augljósa ástæða, að Zia hefur verið ljóst, að andstæðingar hans myndu vinna auðveldan sigur og hann þvi hrökklast frá völdum. Zia hefur þvi fylgt regl- unni, að frestur væri á illu beztur. Það mun hins vegar ekki vera Zia einn, sem er áhugalitill um þingkosningar I haust. Hið sama mun gilda um forustumenn flokkanna, sem kepptu við flokk Bhuttos i siðustu þingkosning- um. Þeir munu telja sigurvonir sinar hverfandi, þótt þeir herði nú áróðurinn um óstjórnina og harðstjórnina i stjórnartið Bhuttos. Sá áróður virtist hafa enn minni áhrif eftir að Bhutto var hengdur en meðan hann var á lifi. FRÉTTAMENN segja, að með- al almennings sé Bhutto ekki lengur dýrkaður sem þjóðhetja, heldur einnig sem pislarvottur og dýrlingur. Ferðamenn koma úr öllum áttum til kirkjugarðs- ins, sem hann er jarðaður i og leggja blóm á leiði hans. Frá þessum heimsóknum dreifast svo fleiri og fleiri kraftaverka- sögur. Ein sagan er sú, að þegar sið- asta helgiathöfnin fór fram við leiði hans, 40 dögum eftir lát hans, hafi i' hópnum verið vasa- þjófur, sem hagnýtti sér óspart, að menn voru annars hugar. Þegar þjófurinn kom með þýfið i kirkjugarðshliðið varð hann skyndilega blindur. Þar var þýfiö þvi tekið af honum, en eftir að hann var búinn að skila því öllu, fékk hann sjónina aft- ur. önnur sagan er sú, að kona, sem kom að leiði Bhuttos til aö votta honum virðingu, tók rós af þvi og hafði heim með sér. Hún átti dóttur, sem var búin aö vera veik lengi, án þess að læknar gætu hjálpað henni. Hún gaf dótturinni að borða blöðin af rósinni og varð hún alheilbrigð eftir það. Bhutto I gæzlu fangavarðar. Þriðja sagan er sú, aö haldinn hafi verið fundur að kvöldlagi i stjórn Þjóðarflokksins eftir að Begum Nusrat, konu Bhuttos, og Benazir, dóttur hans, var sleppt úr stofúfangelsi á heimil- um þeirra. Tungl var fullt um þetta leyti. Þegar fundurinn stóð sem hæst hringdi nafn- greind kona og bað fundarmenn að ganga út og skoða tunglið. Þeir gerðu það og sáu andlit Bhuttos greinilega á tunglinu. Slikar furðusögur ganga nú manna á meðali'Pakistan ogfer sifellt fjölgandi. Aftaka Bhuttos hefur þannig ekki aðeins styrkt álit hans sem mikils þjóðarleið- toga, heldur gert hann að þjóð- ardýrlingi, sem menn trúa á og heita á i raunum sinum. Liflát- inn er Bhutto þannig miklu skæðari andstæðingum sinum en i lifanda lifi. SAMKVÆMT ósk Bhuttos, var kona hans, Begum Nusrat Bhutto, kjörin formaður Þjóð- arflokksins eftir aftöku hans. Hún heftirhins vegar litið getað sinnt forustunni, þvi að lengst- um hefur hún verið i stofufang- elsi og nýlega hefur herlögregl- an bannað henni afskipti af stjórnmálum. Hún hefur skotið þessu banni til úrskurðar dóm- stólanna. Úrskurður þeirra get- ur dregizt á langinn, en á meöan getur hún ekki haft afskipti af stjórnmálum. I fjarvist Begums hvilir for- usta flokksins áherðum dóttur þeirra Bhuttos, Benazir, sem er ekki siður talin vel til forustu fallin en foreldrar hennar. Nokkurt dæmi um hæfileika hennar er það, að meðan hún dvaldi viðnám iOxford, var hún kjörin formaður Oxford Union, sem er þekktastur félagsskapur stúdenta þar. Benazir Bhutto hefur nýlega skýrt frá þvi, að I siðasta skipt- ið, sem hún heimsótti föður sinn I fangelsið, fáum klukkustund- um áöur en hann var liflátinn, hafi hann beðið sig fyrir skila- boð til flokksmanna sinna og muni hún flytja þau á fjölda- fundi eftir að kosningabaráttan hefst. Fylgismenn hennar ótt- ast, að henni verði aldrei gefið tækifæri til að flytja það. Þeir segjast hins vegar hafa nóg ráð til að láta rödd Bhuttos heyrast. Um þessar mundir er verið að útbúa kasettur með ræðumhans og verða þær til sölu i náinni fra mtið. Það er nokkurt dæmi um ótta andstæðinganna við Bhutto, að ein helztu rök þeirra gegn Þjóð- arflokknum eru nú þau, að Múhameðstrúarmenn banni konum að stjórna og þvi sé ekki hægt að kjósa flokk, sem sé stjórnað af konum. Enn síður sé svo hægt að þola það, ef önnur hvor þeirramæðgna verður for- sætisráðherra, en slikt sé senni- legt, ef Þjóðarflokkurinn vinnur I kosningunum. Það þykir ekki trúlegt, að þetta nægi til aö hnekkja Þjóð- arflokknum. Nú er Bhutto ekki aðeins þjóðhetja, heldur einnig pislarvottur og dýrlingur. Það þarf mikið til aö sigra slika þrenningu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.