Tíminn - 12.07.1979, Qupperneq 7

Tíminn - 12.07.1979, Qupperneq 7
Fimmtudagur 12. jtilt 1979. 7 Kvittað fyrir , ,kærleikskveðj - ur” á köldu vori íslenska veorattan hetur oft og um alda raöir þreytt þolrifin i bændum landsins. Marga þol- raun hafa þeir staöiö af sér meö ó v i ö j a f n a n 1 e g r i þrautseigju. A þessu vori hafa þeir enn einu sinni oröiö aö ganga gegnum miklar þrengingar og ómælan- legt erfiöi og andlega raun vegna haröinda og vorkulda, sem eru nær einstæöir. — Hriöarbyljir, stormar og hörku- frost eins og verst gerist um há- vetur, hafa gengiö yfir mikinn hluta landsins, hvildarlaust, allt frá sumarmáíum þar til nii i endaöan mal. Vlöa hefur veriö heyskortur og erfitt um öflun kjarnfóöurs, bæöi vegna sam- gönguöröugleika, þar sem vegir hafa lokast i stórhriöum og vegna verkfalls farmanna, sem ekki treysta sér til aö draga fram lifiö nema þeir fái stór- felldar launahækkanir. — ómælt er þaö erfiöi og ómældur er allur sá tilkosta- aöur, sem bændur veröa aö taka á sig, þegar svona viörar, til aö halda lifi i' bústofni sinum. Eng- inn bóndi horfir I tilkostnaö viö að framfleyta búfé sinu þó hart sé i ári. Þaö er siöferöisskylda, sem bændum er i blóð borin, hver sem f járhagslega útkoman verður. Þegar mæta þarf sauð- buröi i tiöarfari eins og þessu, þar sem allur bústofn er i inni- stööu og enga skepnu er hægt aö láta út fyrir hússins dyr, verður ekki komist hjá meirieða minni afföllum á lambfé, þó allt sé gert, sem I mannlegu valdi stendur, i fóðrun og fyrirhöfn. — Um afurðatjón, sem hlýst af þessum haröindum, veit enginn nú, eu ganga má út frá að það veröi mikið. Undir þvi hvernig til tekst i þvi efni er afkoma bænda komin. Þetta vita allir. Ekki slður þingmenn en aðrir. En það andar köldu að bænd- um úr fleiri áttum. Meðan stormur og frostharka bylur á bændum og framvindan er tvi- sýn, eru mál þeirra rædd á Al- þingi af þeim mönnum, sem þjóöin kaus sér sem fulltrúa og til forustu um hagsmunamál sta og alþjóðar. — Dagana 21. og 22. mai var þar til umræöu og af- greiöslu tillaga um aö Alþingi veitti rikisstjórninni heimild tíl aö ábyrgjast lán, sem tekið skyldiafFramleiösluráöi i þeim tilgangi aö koma i veg fyrir, aö bændur þyrftu nú undir þessum kringumstæöum aöendurgreiöa sem svaraöi 20% af þeim iaun- um, sem þeim haföi áöur verið skammtaö 1 afuröaveröi sinu. Nú fengu Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokloirinn tækifæri tíl aö sýna hug sinn til bænda og þaö geröu þeir svo rækilega aö ekki veröur um villst. Fólsku- legra hnefahögg hefur bændum ekki verið greitt á Alþingi fyrr eða þeim sýnd meiri litilsvirö- ing. öllum er ljóst hver hugur lá aö baki þeirri framkomu þeirra. Engin hræsnisskrif duga til að draga fjöður yfir þaö. Viðbrögð Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins voru með þeim hættí að ekki er um að villast hvers bændur landsins eiga af þeim að vænta. Aðeins einn Alþýöu- flokksþingmaður hafði ekki geö I sér tál aö fylgja flokksbræðrum sinum, tveir þingmenn Sjálf- stæöisflokksins gengu úr skaft- inu hjá fhaldinu og Alþýðu- bandalagið gatleyft sér aö láta tvo af þingmönnum sínum i deildinni greiöa atkvæöi gegn þeirri aöstoð við bændur, sem um var að ræða, til að tryggja fall þeirra tillagna. „Hirði ég aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur” var svar Hallgerðar til Gunnars bónda sins þegar lif hans lá við. — Það sama er svar þessara kumpána úr þrem flokkum i neðri deild Alþingis dagana 21. og 22. mai 1979, meðan bændur landsins háðu tvisýna glimu við óblið náttúruöfl. Þaðer sannmæli, sem Finnur Torfi lét hafa eftir sér. — Þessa raun þola bandur ekki. Fjöl- margir þeirra komast i algert greiðsluþrot og verða að gefast upp við búskapinn. — Þar með er þráðu marki ýmsra manna og flokka náð: Bændur munu gefast upp og hætta búskap i stórum stil. Þarmeöer skriöan komin af staö. — Þaö hlakkar i „hröfaunum”. Grátbroslegur lestur Þaö er grátbroslegt aö hlusta á lestur úr forustugreinum dag- blaöanna, nú þessa dagana. En það er lika lærdómsrikt. Al- þýöublaöiö og Morgunblaöiö keppast viö aö lýsa meö fjálg- legum oröum ást sinni og um- hyggju fyrir hag og velferð Is- lenskra bænda. Sú umhyggja hafi aldrei brugöist! Enginn getí borið brigöur á þaö! Astartjáningar Alþýöublaös- ins fyrir hönd þingmanna þess flokks sýna það berlega, aö þeir Alþýöuflokksmenn, sem nú sitja á þingi, hafa lært rækilega kenningar hugmyndafræðinga sins flokks, aö þvi er bændum viðkemur. Þar er skýrt dæmi um ást refsins á bráöinni, sem hann vill feiga. Sú saga er al- þjóð fýrir löngu kunn og kemur engum á óvart. Þurfti i raun og veru aldrei viö öðru að búast af þeim mönnum, en aðþeir gripu þaðtækifæriþegar harðast syrfi að bændum, að veita þeim það „lag”, sem þeir hafa ávallt hugsað þeim, og liklegast væri til að verða rothögg á þá og til- veru þeirra. — Aðeins einn af þingmönnum kratanna skarst úr leik i þeirri aðför. Honum voru augljósar afleiðingar þess niðhöggs, sem þessir sálufélag- ar veittu bændum og vildi ekki bera ábyrgð á þeim. — Þökk sé honum og þeim öðrum, sem stóðumeðmálstaðbænda þessa eftírminnilegu daga. — Eflaust eiga lærifeðurnir eftir að taka þennan unga tomæma krata tíl endurhæfingar, ef hann er þá ekki sá maður að fá ógeð á fé- lagsskapnum. Ber kápuna á báðum öxlum Um Sjálfstæðisflokkinn skipt- ir nokkuð öðru máli. Hann hefur lengi borið kápuna á báðum öxl- um i bænda-vináttunni. Innan hans voru fram að siðustu kosn- Guömundur P. Valgeirsson: ... ——— ingum menn, sem unnu að hag bænda og höfðu nokkur áhrif, þó öllum mætti ljóst vera að bænd- ur ættu ekki upp á pallborðið hjá þeim flokki i heild. 1 siöustu kosningum féllu þeir menn út úr röðum þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Andi Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra sveif þar yfir vötnunum og nýliðar flokksins gengust fúslega undir merki hans. — Merki „Land- eyðunnar” Landeyðan var merki Haralds harðráða. Nú sviptu þeir grimu tvö- feldninnar frá ásjón sinni, svo bændur þurfa ekki lengur að fara I grafgötur um hvers þeir eigaað vænta úr þeirriátt. Með þessari tillitslausu framkomu sinni hafa þeir gengist opinber- lega undir merki Jónasar Kristjánssonar. Enda fær hann ekki dulið gleði sina og ber tak- markalaust lof á Sjálfstæðis- flokkinn dag eftir dag fyrir að hafa nú loks þorað að kasta grimunni og landbúnaðarpólitik Ingólfs á Hellu fyrir róða, fy rir fullt og allt. Nú sér hann fram- tiðardraumsýnir slnarrætast og sinna skoðanabræðra. — 011 þessi skrif Morgunblaösins bera þaö með sér, að þessir menn vita skömmina upp á sig, en vilja þó dylja hana og klóra yfir hana liktog kötturinn, sem klór- ar yfir óþrif sin, en það fer fyrir þeim lfkt og kisu, óþefurinn dylst engum. — Bændur gjalda nú þess að þeir hafa látið fals og fagurgala þessara flokka villa sér sýn. Vonandi átta þeir sig nú og svara fyrir sig á viðeigandi hátt þegar þeim gefst tækifæri tíl þess. Þeir munu ekki sætta sig við að þeir séu meðhöndlaðir sem annars flokks fólk, sem standi skör lægra en aörir þegn- ar þjóöfélagsins. Þeir sem ekki skilja hvaö var hér aö gerast eru haldnir ólæknandi sálar- blindu. — öll framkoma þess- ara manna I garö bænda, bæöi hvaðvaröar þettamál og önnur, sem til meðferöar hafa verið I vetur er svo tillitslaus og vita- verö, aö engum er láandi þó hann gripi til sterkra oröa um þaö. Þáekkisistþeim sem eru i forsvari fyrir bændur og berja sér öllum til aö verjast þvi aö á þeim sé troöiö. Að bjarga heiðri Alþingis Þaömun margur hafa hugsaö sitt þegar Sighvatur Björgvins- son kom fram i þættinum Kast- ljós I sjónvarpinu 25. mal eftir þaö sem á undan var gengiö, logandi af andagift yfir ágæti sinu.Lýstí hannmeð fjálglegum orðum hvernig honum hefði tek- ist að koma i veg fyrir samsæri þingmanna Framsóknarflokks- ins við nokkra sjálfstæðismenn, með þvi að strunsa úr þingsaln- um með lið sitt og með þvi „bjargað heiðri Alþingis”! — Mig grunar að margir hafi þá minnst þess, að þetta væri ekki i fyrsta sinn, sem þessi sómakæri þingmaður gengi fram fyrir skjöldu til að bjarga heiðri Al- ' þingis. Á þessari stundu sáu áhorfendur loga sömu glóð „heiðarleikans” i augum hans og þegar hann gerði atlöguna frægu að mannorði Ólafs Jóhannessonar forðum, og taldi sig þá, eins og nú, vera að bjargaheiðri þings og þjóðar.— Þjóðin varð þá öll furðu lostin. Ekki er vist að það sama hafi orðiðnú, svo vel sem tekist hef- ur að magna óvild margra tíl bænda. Þó hygg ég að flestum hafi verið nóg boðið, einnig nú. — Það er ekki ónýtt að eiga svo vökulan vörð um sóma Alþing- is! Þjóðin þarf ekki að óttast að sú stofnun glati virðingu sinni meðan svo sómakærs þing- manns nýtur við!, Þá mun bændum þykja nokk- urs um vert, ef þessum þing- manni tekst að fá mjólkurfræð- ínga og aðra þá, sem vinna að framleiðslu bænda, á leið sinni frá framleiðanda til neytenda, i sjálfboðavinnu eða fyrir litil laun. Bæ, 28,—30. mai 1979, Gustar á bændur úr fleiri áttum EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86^8S Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- síofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öHum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreiknihgurinn er hiaupa- reikningur nr. 1295 i Samvim bankanum. =y Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Eg undirritaður vil styrkja Timann með því að greiða í aukaáskrift n háifa á mánuði Nafn _____ Heimsiisf.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.