Tíminn - 12.07.1979, Síða 8

Tíminn - 12.07.1979, Síða 8
8 Fimmtudagur 12. jiíll 1979. Gísli Kristjánsson: Gráðaosturinn Þeir sem muna langt aftur i timann og hafa lesið eitthvað af þvi, sem á árunum um og eftir 1920 var skrifað hér á landi um þá tegund osts, er þá nefnd „rokkifort (Roquefort) „gráða- ostur”. Þetta nafn fékk hann hér á landi eftir að einkaleyfi á hinu upprunalega heiti var stað- fest og staðbundið árið 1925, en frumgerð ostsins og svo nafnið átti uppruna i Suður-Frakk- landi. Það var einhvern tima á öldinni sem leið, að sauðfjár- smali nokkur á Suður-Fakk- landi gætti hjarðar i fjöllunum nálægt bæ þeim, sem nú heitir Roquefort. í þeim fjöllum eru margir hellar. Smalinn var for- vitinn og langaði til að kanna hellana. Einn daginn lagði hann nestið sitt á ákveðinn stað, brauð með osti, og hugði að vitja þess eftir hellakönnunina. Nestið fann’ hann ekki þegar hann kom úr leiðangrinum. Nokkrum dögum siðar kom það i leitirnar en þá hafði osturinn á brauðinu fengið á sig bláleitar rákir. Smalinn var soltinn og var fundi feginn en þá uppgötvaði hann sér- kennilegt bragð, sem hann hafði ekki fyrr kynnst. Þar var komin ný gerð osts. Hér var um að ræða sérstakan svepp sem nærðist i ostinum og gaf nýtt bragð, nýja ostategund, sem strax var tekið að framleiða og þútti mjög æskilegt á borðum efnaðs fólks. t umræddum hellum er raka- stig og hitastig mjög stöðugt og þar þrifst mætavel sá sveppur, sem i þá daga og alltaf siðan er notaður við framleiðslu gráða- osta. Þá og löngum siðan var það viðkvæðið, að hinn rétta gráðaost væri aðeins hægt að framleiða úr sauðamjólk, og víst er um það, að þar syðra er stöðugt höfð sauðamjólk til framleiðslunnar, enda er nafnið aðeins notað um hinn uppruna- lega ost af þvi efni gerðan. Viða um lönd er sveppurinn notaður til framleiðslu osta af sama tagi, en úr öðrum mjólkurteg- undum gerðan, fyrst og fremst úr kúamjólk og einnig geita- mjólk. Þarna suður frá er sauðkindin enn nytjuð sérstaklega i þessum tilgangi og þar eru heilar hjarð- ir mjaltaðar. Þar mjalta menn nú ærnar með vélum i stað handmjalta forðum. Þar ganga mjaltavélarnar svo hratt að þær slá 180 sinnum á minútu en mjaltavélarnar sem við notum við kúamjaltir hafa aðeins 40 slög á minútu. Uppfinningamaðurinn Monsieur Fleuri, bar skyn á að stilla mjaltaslögin til samræmis við sog lambanna en þau totta spenana rúmlega 4 sinnum hraðar en kálfar sjúga spena mæðra sinna. En hvaö um það. Sveppurinn Penicilium Roqueforti er enn og alltaf sá virki aðili, sem gerir hinn gómsæta ost og ræður bragöihans. Hver ostur er gerð- ur af 10-11 litrum sauðamjólkur og fullgerður á hann að vega 2.6 kg. í 8 stiga hita og um 90% raka- stigi i hellunum, árið um kring, er hinn eiginlegi Roquefort-ost- ur framleiddur og það tekur 3-4 vikur að sveppurinn verki eft- eftir áætlun, siðan er osturinn færöur I loftþéttar umbúðir og fjögurra mánaða gamall er hann sendur á almennan markað. Svo er sagt, að þarna I Roque- fort séu nú árlega framleiddar um 15 þúsund lestir af umrædd- um osti, allt úr sauðamjólk, en þetta magn er raunar aðeins talið vera 2% allra þeirra osta, sem i Frakklandi eru geröir ár- lega. Svo er tjáð aö þar I landi séu framleiddar ekki minna en 365 tegundir osta, aðallega úr geitamjólk og kúamjólk. ----0---- Svona er sagan um at- burðaröð og forsenda þess, að undum oft blandaö saman Aldin hans eiga að hafa 2 steina en gljámispils 3-4. Til eru dvergmispilstegundir sem skriða að mestu við jörð og fara vel i steinhæðum t.d. skriðmispilKC. adpressa eða C. praecox), sem ber rósrauð blóm og ljósrauð aldin. Að lokum skal minnst á hina harðgeröu og vinsælu geita- toppa (lonicera) en af þeim eru til ýmsar tegundir. Ein þeirra vaftoppur (L. caprifolium) klifrar og þarf stuöning t.d. vir- net eða spotta fest i vegg. Vaf- toppur teygir sig upp með veggjum i 2-4 m hæð og verður þakinn ilmsætum gulhvitum blómklösum. Til er og afbrigði meö rósrauö blóm. Þarf helst sól og skjól. Af öörum geita- toppum munu blátoppur (L. coerulea) og rauðtoppur (L. tatarica) algengastir. Báðir fremur harðgerðir. Blátoppur ber gulhvit blóm og dökkblátt beraldin. Verður 1-2 m á hæö. Rauðtoppur er öllu hávaxnari. Hann ber rósrauð blóm og skariatsrauð ber greinar holar. Er mjög skrautlegur i blómi. Þessir tveir og fleiri toppar þola vel klippingu og eru stundum notaöir i' limgeröi. Nafnið topp- ur kemur af þvi að þessir runn- ar eru stundum lagaðir þannig með klippingu að þeir mynda stóra kúlulaga toppa. Hefur t.d. oft mátt sjá þá þannig i Lysti- garðinum á Akureyri. A siðari árum hafa Islenskir ostaframleiðendur aukið mjög úrval framleiðslu sinnar og meðal fjölmargra ostategunda sem nú er boðið upp á er gráðaosturinn. hinn ágæti ostur „gráðaostur” (Blue Cheese) hefur um áratugi verið framleiddur hér á landi, á Akureyri, og ber heiti eins og yfirskrift þessa skrifs segir. Hann er auðvitað gerður úr kúa- mjólk. Fyrsta framleiðsla þess- arar tegundar var gerð hér úr sauðamjólk. A sinum tima var um þau efni ritað i búnaðarblöð okkar, en samstæða sögu um það efni hefur Hens Hólmgeirs- son skráð og birt I timarit Vest- firðinga fyrir nokkrum árum. Gróðursetning viðir meö fjölmörgum fræflum einhversstaðar i grenndinni svo frjóvgun geti tekist! Litfagrir eru viðireklarnir og bjóða skor- dýrum heim. Vikjum nú að kvistunum (Spiraea). Mynd sýnir einn þeirra, þ.e. perlukvist (S. margaritae). Liklega hefur ein- hverriMargrétulitistvelá hann enda er kvistur sá undurfagur i blómi. Myndin er tekin siðsum- arsog sýnir runnann I allri sinni dýrð alþaki&B ljóspurpura- rauðum eða nærri hvitum, stór- um blómsveipum sem standa lengi. Runninn hefur rauðbrún- ar greinar og verður metri eða vel það á hæð. Þrifst vel I Reykjavik. Mun þurfa árlega lögun með klippingu. Margar tegundir kvista (Spiraea) eru fagrar og harðgerðar. Algeng- astur mun vera döglingskvistur (S. Douglasii). Hann verður 1-1 1/2 m á hæð og ber langa rós- rauöa blómklasa siðari hluta sumars og langt fram á haust. Fer vel í röðum. Klipptur og lagaöur á vorin. Ingólfur Davíösson: Nokkrir vinsælir garðrunnar Kvistir — dvergmisplar — geitatoppur Þó hafisvindar hafi blásið kaldan, er samt gróöursett af kappi I görðum og skóglendi. Unglingsstúlkan á myndinni þrýsti moldinni vel og vandlega að rótum trjáplöntu sem á að sitja örugglegaföst þó tekiö sé i hana. A annarri mynd skartar vfðihrisla með kvenreklum, en sérhver rekill (blómskúfur) þessarar hrfelu ber eingöngu frævur. Vonandi stendur karl- Snækvistur (S. Vanhouttei) ber snjóhvit blóm og er hæfur bæði i þyrpingar og limgerði. Fagurkvistur (S. splendens) er lágvaxinn og ber rósrauð blóm. Bæði hann og snækvistur þola nokkurn skugga. Til eru hávaxnar tegundir, t.d. boga- kvistur og stórikvistur, 2-31/2 m á hæð. Dvergmisplar (Cotoneaster) eru sérkennilegir runnar, flestir ættaðir frá Kina en sumir þó evrópskir. Nokkrar lauffallandi tegundir þrifast hér vel eða all- vel i görðum, en sigrænar teg- undir miöur. Vinsælastur og al- gengastur er gljámispill (C. lucida) kenndur við gljáandi lauf sin. Blómin smá, hvlt á lit, aldin rauð að siðustu en litið ber á þeim hér og er runninn aðal- lega ræktaður vegna laufsins. Það fær mjög fagran blóð- rauðan haustlit. GljámispiB fer prýðilega i röðum. Broddmispill (C. acutifolia) er allsvipaður en gljáadaufari og öllu hærri. Er þessum teg- Perlukvistur (Ljósmynd Tfminn Tryggvi) Viðihrfsla með kvenreklum Birkikvistur (S. betulifolia) hefur náðmiklum yinsældum og útbreiöslu hin siðari ár, enda fremur harögeröur og mjög fag- ur i blómi, alsettur hvitum blómsveipum i júli-ágúst. Verö- ur um 75 cm á hæð laufin svipuð birkiblööum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.