Fréttablaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samn- inga við lyfjaframleiðendur um fram- leiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensím- ið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúk- dóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsókn- ar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvef- veiruna,“ segir Jón og bætir við að í bí- gerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun full- trúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúk- dæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rann- sóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dans- inn,“ segir Jón. Framleiða undraefni úr þorski Vdeca er tæplega tveggja ára fyrirtæki sem markaðssetur og selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Fyr- irtækið hefur einkaleyfi á ferlunum í 20 löndum í Evrópu og í Bandaríkjun- um og tekur mið af lagaákvæðum per- sónuverndarlaga og ákvæðum laga um gagnaöryggi. Þetta er algjör nýjung á markaði þar sem fyrirtæki geta tengt saman persónusniðnar upplýsingar um kaup- og neysluhegðun einstaklinga við vörur fyrirtækisins. Þorsteinn Geirsson, framkvæmda- stjóri Vdeca og einn stofnenda þess, segir að með tengingu persónuupplýs- inga, aldurs kyns, áhugasviðs, tekna og fleira, við neysluhegðun þurfi að fara fram ferill sem nefnist upplýst samþykki. „Eigandi upplýsinganna, ein- staklingurinn, þarf að gefa leyfi fyrir því að upplýsingar hans verði notað- ar í ákveðnum tilgangi,“ segir hann og bendir á að í persónuverndarlöggjöf- inni sé þetta skrifað í stein. „Og þar sem búið er að einkaleyfavernda ferilinn þá þurfa fyrirtæki sem vilja nálgast upp- lýsingar sem þessar að gera það í gegn- um okkur með einum eða öðrum hætti,“ segir hann og bætir við að geri þeir það ekki sé viðkomandi fyrirtæki að brjóta einkaleyfi. Upplýsingar um kauphegðun einstakl- inga eru mjög verðmætar fyrir mörg fyrirtæki, ekki síst lyfjaframleiðendur sem búa ekki yfir neinum tólum fyrir markaðssetningu á lyfseðilsskyldum lyfjum, að sögn Þorsteins. „Viðskiptavinir apóteka verða að gefa upplýst samþykki fyrir notkun upp- lýsinganna og lyfjaframleiðendur geta síðan veitt þeim punkta eða afslátt af vörum í staðinn,“ segir Þorsteinn og bendir á að ferlar sem þessir auki mjög hagræði við lyfjaframleiðslu og geti sparað hinu opinbera allt að 700 millj- ónir á ári. Verðmiði kominn á neysluhegðun eed Forum blæs til fjárfestaþings í fimmta sinn í Reykjavík á morg- un. Á þinginu kynna sjö fulltrúar jafn margra sprotafyrirtækja starf- semi, vörur og vaxtarhorfur fyrir svokölluðum viðskiptaenglum, efnameiri ein- staklingum sem hafa bolmagn til fjárfest- inga í sprotafyrirtækjum. Viðskiptaenglar hafa iðulega reynslu af fyrirtækjarekstri ýmiss konar og getur aðkoma þeirra því verið sprotafyrirtæki dýrmætt tækifæri sem er að stíga sín fyrstu skref. Fjárfestaþingið á morgun verður það fyrsta í röð 18 þinga í vor en á haustdögum verður þráðurinn tekinn upp að nýju með 21 þingi. Flest fyrirtækjanna eru frá Norðurlöndun- um en í ljósi mikillar athygli sem Seed Forum hefur fengið víða um heim hafa sprotafyrir- tæki frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Aust- ur-Evrópu lýst yfir áhuga á því að bætast í hópinn. Þar af eru fjögur íslensk fyrirtæki sem munu leiða hesta sína saman við fjárfest- ana á morgun. Jón Helgi Egilsson, framkvæmdastjóri Seed Forum í Bandaríkjunum, segir fyrir- tækin eiga það sammerkt að leita til fjárfesta til að hraða vexti þeirra. Flest eru fyrirtækin í smærri kantinum og mislangt á veg komin með vörur sínar. Sum þeirra eru reyndar þegar með vörur á markaði jafnt hér sem erlendis. Þau eigi það hins vegar flest sam- merkt að vera smá í sniðum, með fáa starfs- menn, suma í hlutastarfi, og þurfa að sinna ýmsum aukaverkefnum til að tryggja rekstr- argrundvöll sinn. Þau geta því ekki einbeitt sér að stóra verkefninu. Til þess þurfa þau aukið fjármagn. „SPEED FORUM“ Það er fjarri því auðunnið verk að komast að á fjárfestaþingi Seed Forum. Sprotafyrirtæk- in eiga það flest hver sammerkt að hafa fetað krókastigu í leit að fjármagni. En það er erf- itt mál. „Þessi fyrirtæki eru of lítil svo bank- ar sjái hag sinn í því að fjárfesta í þeim. Þá eru þau of skammt á veg komin til að fjár- festingasjóðir á borð við Brú setji fjármagn í þau,“ segir Jón Helgi. Hann bendir á að fjárfestingasjóðirnir tilnefni þau sprotafyr- irtæki sem þeim líst vel á en hafi ekki hlot- ið náð fyrir augum sjóðsins. Eftir nokkra síu eru fulltrúar frá nokkrum sprotafyrirtækj- um síðan valdir til þátttöku á þinginu. En þar er ekki sagan öll því allir fulltrúar fyrir- tækjanna fá þjálfun í því hvernig þeir eigi að kynna vörur sínar fyrir viðskiptaenglunum á mjög markvissan hátt. Jón segir þjálfunina af hinu góða enda nýti fulltrúar fyrirtækjanna tækifærið, kynnist hver öðrum og myndi tengsl við fulltrúa fyr- irtækis í svipuðum geira. Að slíku tengslaneti sé gott að búa í framtíðinni, að hans sögn. Forsvarsmenn allra sprotafyrirtækjanna sem þátt taka í fjárfestaþinginu á morgun fengu ítarlega þjálfun fyrir kynningu sína í Osló í Noregi fyrir viku. Þetta er viðamikil þjálfun sem stóð frá þriðjudagsmorgni og langt fram á kvöld auk þess sem hálfum mið- vikudeginum var varið í þjálfunina. Þjálfun- in var ströng, ítarleg og mál manna að mjög fagmannlega hafi verið að verki staðið hvern- ig eigi að kynna fyrirtækin í mjög afmörk- uðu og skýru máli. Var einum viðmælanda Markaðarins á orði að fremur ætti fjárfest- ingaþingið að heita „Speed Forum“ en Seed Forum og vísaði hann til þess að fulltrúi hvers fyrirtækis fyrir sig fær ekki nema sjö mínútur til að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir fjárfestum á morgun. LEITAÐ EFTIR MISMIKLU FJÁRMAGNI Íslensku sprotafyrirtækin sem vinna að því að heilla viðskiptaenglana upp úr skónum á morgun eru af öllum stærðum og gerð- um. Þar á meðal er eitt netfyrirtæki, annað í lyfjaþróun, það þriðja í heilbrigðisgeiran- um en fjórða fyrirtækið selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Þá eru þrjú fyrirtæki frá Norðurlöndunum sem starfa á sviði upplýsingatækni og fjármála. Jón Helgi segir fyrirtækin sjö leita eftir misháu fjármagni til rekstursins. Allt fer það eftir starfsemi þeirra og næstu skrefum. „Þetta getur verið allt frá 30 milljónum króna upp í einn og hálfan milljarð,“ segir Jón Helgi og bætir við að fleiri en einn viðskiptaeng- ill geti ákveðið að fjárfesta í hverju einstöku fyrirtæki fyrir sig. Jón segir að sprotafyrirtækin öll geti ekki átt von á að viðskiptaengill ákveði að leggja fjármagn til reksturs þeirra. „Við erum að sjá um það bil einn þriðja fyrirtækja loka samn- ingum við fjárfesta í framhaldi af þingum sem þessum. Sumir gera það fljótlega eftir þingið en aðrir síðar. Það er engu að síður góður árangur,“ segir Jón Helgi og bætir því við að um 30 prósenta árangur sé mjög stórt hlutfall. FJÁRFESTAÞING FYRIR ALLA Skráning á fjárfestaþing Seed Forum hefst klukkan 8.30 í húsakynnum deCode í Vatns- mýrinni og er það öllum opið. Halla Tómas- dóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís- lands, setur það klukkan 9 en að því loknu munu fulltrúar allra fyrirtækja kynna sig stuttlega. Þar á eftir heldur Sigurjón Þ. Árna- son, bankastjóri Landsbankans, erindi. Sjálf kynning fyrirtækjanna hefst að því loknu og hefur hver fulltrúi sprotafyrirtækjanna sjö mínútur til umráða. Gert er ráð fyrir því að þinginu ljúki klukk- an 11.30. Að loknum léttum hádegisverði mun deCode kynna starfsemi sína og framtíðar- horfur fyrir gestum og gefst þeim síðan kost- ur á að skoða húsnæðið. Sprotar leita viðskiptaeng Fjárfestaþing Seed Forum hefst í Reykjavík á morgun. Á þinginu kynna fulltrúar átta sprotafyrirtækja frá Íslandi og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynnti sér fjárfestaþingið og íslensku fyrirtækin sem kynna vörur sínar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.