Fréttablaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 20
28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR
Verðlaun Nýsköpunarsjóðs náms-
manna voru veitt í lok febrúar. Þau
hlaut að þessu sinni Martin Ingi
Sigurðsson fyrir verkefnið Áhrif
aldurs á utangenamerki manns-
ins. Utangenamerki eru upplýs-
ingar sem tengjast erfðaefninu
án þess að vera hluti af DNA-röð-
inni sjálfri. DNA metýlun tilheyr-
ir þessum hópi utangenamerkja
og gegnir einkum því hlutverki
að kveikja og slökkva á genum í
frumum líkamans.
Verkefnið miðaði að því að kanna
hvernig mynstur DNA metýlunar
breytist með vaxandi aldri. Niður-
stöðurnar renna stoðum undir nýtt
líkan af tilurð sjúkdóma sem getur
m.a. skýrt hvers vegna tíðni ým-
issa sjúkdóma á borð við krabba-
mein hækkar með aldrinum.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
var stofnaður 1992 til þess að út-
vega áhugasömum nemendum
sumarvinnu við metnaðarfull og
krefjandi rannsóknarverkefni.
Á undanförnum tólf árum hefur
sjóðnum tekist að ávinna sér gott
orðspor fyrir vinnu þeirra mörg
hundruð námsmanna sem starfað
hafa á hans vegum og niðurstöður
verkefnanna sem þeir hafa leyst
af hendi.
Önnur verkefni sem hlutu sér-
staka viðurkenningu voru: GEO -
BREEZE, unnið af Hildigunni Jóns-
dóttur og Valdimar Olsen, Nýsköp-
un í sýndarverum, unnið af Hrafni
Þorra Þórissyni, Rafmagnsflug-
an, unnið af Steinþóri Bragasyni,
og Þráðlaus mæling stökkkrafts,
unnið af Guðfinnu Halldórsdóttur
og Birni Ómarssyni.
Nýsköpunar-
verðlaun
Martin Ingi Sigurðsson hlaut verðlaun
Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
Innan tíðar ber fram-
leiðendum bygginga-
vara að CE-merkja
framleiðslu sína. Æ
fleiri samræmdir staðl-
ar berast frá Evr-
ópusambandinu fyrir
byggingavörur. Til að
standast kröfurnar í
viðeigandi staðli þurfa
framleiðendur því að
hefja undirbúning að
skjalfestri framleiðslu-
stjórnun.
Til að leiðbeina fyrirtækjum
um hvernig
haga beri merk-
ingum fram-
leiðsluvara og
upplýsa um
hvaða reglur
gilda hafa Sam-
tök iðnaðarins
opnað vefsetur
á slóðinni www.
si.is/ce
Þar er á ferð-
inni gagnlegur
gátlisti sem í rökréttri röð inni-
heldur upplýsingar og staðreynd-
ir sem eru til þess fallnar að veita
framleiðendum og birgjum djúp-
an skilning á CE-stöðlum með
stuðningi raunverulegra dæma.
Gátlistinn hefst á fróðleik og
staðreyndum og endar á fagleg-
um upplýsingum og leiðbeining-
um. Leitast er við að láta hvern
hluta listans innihalda upplýsing-
ar og dæmi sem auðvelda fram-
leiðendum/birgjum að átta sig á
hvað kröfur eru gerðar til tiltek-
innar vöru þannig að þeir geti
tekið réttar ákvarðanir út frá
eigin forsendum.
Evrópustaðlar í byggingavörum
Vefsíðan www.si.is/ce leiðir
framleiðendur skref fyrir skref í
gegnum frumskóg CE-staðlanna.
Borgartún 37 | 105 Reykjavík | Sími 569 7700 | Fax 5697799 | nyherji@nyherji.is | www.nyherji.is
Verndaðu fjöregg fyrirtækisins
Nýherji er markaðsdrifið þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framsæknum
lausnum á sviði upplýsingatækni. Hlutverk fyrirtækisins er að skapa virðisauka
með þekkingu starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum
viðskiptavina. Með frábæru starfsfólki, betri lausnum og góðri samvinnu
skapast forskot sem viðskiptavinir okkar þekkja.
H
im
in
n
og
h
af
/
SÍ
A
APC varaaflgjafar – tryggja öryggi tölvukerfisins
APC varaaflgjafar verja viðkvæman búnað fyrir spennusveiflum og ófyrirsjáanlegu
straumrofi og tryggja þannig rekstraröryggi til muna.
Áreiðanlegur og traustur búnaður
APC varaaflgjafar hafa verið notaðir í skipum, íslenskum iðnaði og fjölmörgum
tölvurýmum á Íslandi í á annan áratug með góðum árangri. Búnaðurinn er auðveldur
í uppsetningu og viðhaldi og þekktur fyrir lága bilanatíðni og langan endingartíma.
SMART UPS SMART UPS RT
Fáanlegt í aflstærðum 750 VA til 5000 VA Fáanlegt í aflstærðum 1000 VA til 10 KVA
APC SMART UPS línan er hönnuð fyrir netþjóna, gagnageymslur, net- og stjórnbúnað,
jafnt í almennum rekstri á tölvukerfum sem og í rekstri annars búnaðar í iðnaðarumhverfi.
SMART UPS fæst í nokkrum útgáfum, bæði í 19” og frístandandi einingum.
Rafhlöður fyrir APC búnaðinn eru útskiptanlegar á meðan búnaðurinn er í fullum rekstri.