Fréttablaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR6
F R É T T A V I Ð T A L
Á næstu fimm árum ætlar verkfræðifyrir-
tækið HRV að verða eitt fremsta ráðgjaf-
ar- og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði
ál- og orkuiðnaðar með starfsemi í minnst
fimm löndum og veltu upp á um tuttugu
milljarða króna. Með þetta að markmiði
hefur verið ráðist í gagngera endurskipu-
lagningu á uppbyggingu fyrirtækisins, leit-
að er að framkvæmdastjóra og búið að
stofna eignarhaldsfélagið HRV Holding
utan um innlendar og erlendar eignir og
starfsemi.
Útrás HRV er raunar þegar hafin með
því að fyrirtækið hefur tekið að sér að
endurnýja gamalt „Söderberg“-álver,
Kubal í Sundsvall í Svíþjóð.
Að sögn aðstandenda HRV er ekki til-
viljun að ráðist er í þessa vinnu nú. Núna
segja þeir að sé lag, þekking fyrir hendi
og aðstæður hagfelldar á alþjóðamörkuð-
um þar sem sífellt meiri áhersla sé lögð á
vistvæna orku og framleiðslu. Fyrirhuguð
aukin útrás HRV rímar enda mjög vel við
þær fjárfestingar sem nýstofnuð fjárfest-
ingafélög Geysir Green Energy og Hydro-
Kraft Invest ætla að ráðast í.
„Heimamarkaðurinn er lítill og stór
verkefni ráða miklu um verkefnastöðu
og rekstraraðstæður fyrirtækja í þessum
geira. Þess vegna er mjög mikilvægt að ná
þessari sveiflu sem er í fjárfestingum úti
í heimi, bæði í orkugeiranum og áliðnaði,“
segir Eyjólfur Árni Rafnsson, starfandi
framkvæmdastjóri HRV sem telur nægi-
legt að um 70 til 80 prósent af starfsemi
fyrirtækisins séu tengd erlendum verkefn-
um til að losna við áhrif af sveiflum innan-
lands. „Hliðstætt og bönkunum hefur tekist
að gera, en af annarri stærðargráðu.“
AÐSTÆÐUR HAGFELLDAR ÁLINU
HRV byggist enda á gömlum merg þar
sem verkfræðifyrirtækið er sameigin-
legt verkefni þriggja gróinna verkfræði-
stofa á íslenskum markaði. HRV-samstarfið
rekur sögu sína aftur til ársins 1995 þegar
hófst samstarf verkfræðistofanna Hönn-
unar, Rafhönnunar og Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen (VST). Allar eru þess-
ar verkfræðistofur umsvifamiklar og eiga
sér langa sögu, VST þó sýnu lengsta enda
elsta verkfræðistofa landsins, stofnuð árið
1932. Hönnun var stofnuð 1963 og Rafhönn-
un 1969. Þeir eru enda glaðbeittir fram-
kvæmdastjórar þessara fyrirtækja þegar
þeir lýsa framtíðaráformum sínum með
HRV, en saman mynda þeir stjórn fyrir-
tækisins.
„Hér innanlands hefur með stóriðjufram-
kvæmdum orðið til gríðarlega verðmæt
þekking sem við byggjum á í útrás okkar,“
segir Skapti Valsson, framkvæmdastjóri
Rafhönnunar, og áréttar að ál- og orku-
iðnaður falli í flokk hátækni- og þekking-
ariðnaðar. „Þótt einhverjir kunni að líta á
álver sem skítugan vinnustað þá er ekki
svo. Starfsemi álvera byggir á mikilli sjálf-
virkni, hugbúnaðargerð og þar að baki ligg-
ur mikil þekking og hátækni, þrátt fyrir að
vinnslan sjálf, rafgreiningin, hafi svo sem
verið þekkt í hundrað ár. Öll önnur vinnsla
er hins vegar sífellt að breytast og sjálf-
virknin að aukast.“ Auk þeirrar reynslu
sem verkfræðingar hér hafa á að byggja
segja þeir HRV- menn að aðstæður í heimin-
um séu aukinheldur hagfelldar. „Alþjóðleg-
ar kröfur um að draga úr útblæstri gróður-
húsalofttegunda kalla á auknar áherslur
á orkuiðnað þar sem verið er að hverfa
frá mengandi aflgjöfum á borð við kol og
olíu,“ segir Eyjólfur Árni, sem einnig er
framkvæmdastjóri VGK-Hönnunar. Hann
segir ljóst að loftslagsskýrslur sem komið
hafi frá áramótum, svo sem frá Sameinuðu
þjóðunum, séu í raun „vatn á myllu“ HRV.
„Krafan er að virkja vatnsafl, gufu og þess
háttar orkugjafa meðan dregið er úr hinu.“
Þeir benda á að á þeim svæðum í heiminum
þar sem hagvöxtur er hvað örastur, svo sem
í Indlandi og Kína, sé áherslan ekki á að
draga úr orkunotkun, heldur að aukin notk-
un byggi á umhverfisvænum orkugjöfum.
Hátt verð á áli í heiminum ýtir svo undir
uppbyggingu og endurnýjun í þeim geira.
Hækkandi orkuverð gerir einnig að núna
séu orðin hagkvæm verkefni sem ef til vill
hafi ekki þótt vera það áður.
Af þessu leiðir að HRV stendur á tíma-
mótum og var um áramót ráðist í gagngera
endurskipulagningu þess með stofnun eign-
arhaldsfélagsins HRV holding ehf. og HRV
ehf. yfir starfsemina hér. Í sumar flyt-
ur svo starfsemin í nýtt húsnæði á Höfða
í Reykjavík og er þá stefnt að því að hún
verði komin á fullan skrið. „HRV Holding
er hugsað sem eignarhaldsfélag utan um
reksturinn og rekstur annars staðar en hér
á landi. Á sama tíma vinnum við að því að
ráða framkvæmdastjóra til að styrkja upp-
byggingu fyrirtækisins enn frekar,“ segir
Eyjólfur Árni. Félögin sem að HRV standa
eru saman með hátt í 500 manns í vinnu og
í gegnum HRV hátt um 150 manns sem ein-
vörðungu sinna álversiðnaði. Áhersla fyr-
irtækisins verður að stórum hluta á álver-
siðnað þar sem það hefur á mikilli þekk-
ingu að byggja, en einnig er horft til annars
orkufreks iðnaðar. „Erlendis höfum við líka
ákveðið að snúa bökum saman í orkugeir-
anum. Félögin, bæði saman og hvert í sínu
lagi, eiga í Geysi Green Energy og vonumst
við til að vera virkir þátttakendur í þeim
verkefnum sem fylgja útflutningi þekking-
ar okkar í þessum iðnaði.“
Verkefni HRV að endurnýja álverið í
Sundsvall í Svíþjóð segja forsvarsmenn
fyrirtækisins að fylgi mikil tækifæri. Viðar
Ólafsson, framkvæmdastjóri VST, segir
stærð verkefnisins nema um 40 mannárum
með verðmiða nálægt hálfum milljarði. Ál-
verið er inni í miðjum bæ og af svokallaðri
„Söderberg“-gerð, en mörg slík bíða end-
urnýjunar. Þau byggja á tækni sem verið
er að hverfa frá vegna þess að hún mengar
meira en nýjasta tækni. Viðar segir gott að
byrja útrásina í Svíþjóð, enda landið okkur
ekki framandi.
MIKIL UPPBYGGING FYRIRSÉÐ
HRV-menn segja hins vegar nokkuð happ
hafa verið að fá verkefnið í Svíþjóð því
leitað var til fyrirtækisins. „Þetta kom til
okkar svona eftir viðræður og fegurðar-
samkeppni,“ segir Eyjólfur Árni og Skapti
minnir á að HRV hafi jú þurft að keppa
við ástralskt verkfræðifyrirtæki sem einn-
ig hafi komið til greina. Viðar segir hins
vegar ekkert undarlegt við að leitað hafi
verið til HRV um verkið, burtséð frá eigna-
tengslum sem eru á milli Kubal-álvers-
ins og Norðuráls þar sem menn hafi þekkt
til HRV, enda allt vinnulag við stórfram-
kvæmdir og útboð á alþjóðlegum mark-
aði sambærilegt við það sem menn þekkja
héðan. „Hér erum við með ráðgjöf, útboð
og eftirlit og undirbúum verktakaþátt
framkvæmdarinnar fyrir þann markað
sem er á viðkomandi stað. Alls staðar er
þetta unnið á svipaðan hátt, en við höfum
safnað hér upp áratugareynslu fyrir fyrir-
tæki í svona starfsemi,“ segir hann.
Eyjólfur Árni rekur upphafið að starf-
semi HRV til undirbúnings byggingar ál-
versins á Grundartanga og til stækkunar
álvers Ísals í Straumsvík sem í gangi var
á svipuðum tíma. „Stækkunin þar braut
ísinn í aðkomu erlendra fjárfesta að verk-
efnum hér. Ennfremur lagði Kenneth Pet-
erson sem þá átti álverið á Grundartanga
mikla áherslu á að nýta innlenda aðila til
undirbúnings og uppbyggingar álversins
og að stofur mynduðu svona samstarf,“
segir hann, en HRV vann einnig að undir-
búningi Reyðarálsverkefnisins fyrir Norsk
Hydro á sínum tíma. „Þegar Alcoa kemur
inn í verkefnið fyrir austan 2002 vorum
við ekki lengi að hugsa okkur um hvort
við tækjum þátt í því og stofnuðum fyrir-
tækið HRV sf.“ Við þetta fékk reksturinn á
sig fastara form og hefur undið upp á sig
síðan. „Fyrir utan að stýra með verkfræð-
ingum Norðuráls uppbyggingu þar, erum
við í dag í samstarfi við Bechtel fyrir aust-
an við byggingu Fjarðaráls, við vinnum að
undirbúningi álvers á Húsavík, við tökum
þátt í undirbúningi stækkunar í Straums-
vík og sömuleiðis að undirbúningi álvers
í Helguvík. Svo erum við komin í verkefni
utan landsteinanna í Svíþjóð.“ Þarna eru
upp talin stærstu verkefnin en alls telja
smærri og stærri verkefni HRV á fimmta
tuginn.
Eyjólfur Árni segir framtíðina bjarta
í álvers- og orkuiðnaði enda spáð mik-
illi aukningu. „Hún nemur því að næstu
tuttugu árin þurfi á hverju ári einhvers
staðar í heiminum að byggja sem nemur
þremur Reyðarfjarðarálverum. Við þurf-
um ekki að komast inn í nema tíunda eða
tuttugasta hvert verkefni til að vera sátt-
ir,“ segir hann og kveður að á næstu fimm
árum stefni HRV að því að vera með 80
prósent af starfsemi sinni utan landstein-
anna. Framtíðarsýnin er sú að um 1.800
manns starfi hjá HRV, 1.500 í útlöndum og
um 300 hér heima.
„Tækifærin sem við stöndum frammi
fyrir núna eru þau mestu sem við höfum
upplifað á löngum ferli þessara fyrir-
tækja,“ segir Viðar og bætir um leið við að
það sem mestu skipti þegar lagt er í upp-
byggingu á borð við þá sem nú sé fyrir
dyrum hjá HRV sé traustur heimamark-
aður. „Heimamarkaður hér hefur verið
mjög góður undanfarin ár og nú er lag
til að hleypa heimdraganum.“ Þeir félag-
ar hnykkja svo á því að uppbygging orku-
freks iðnaðar hér síðustu 10 til 12 ár sé for-
senda þeirra áætlana sem HRV hefur um
útrás. Áframhaldandi og skynsamleg upp-
bygging á þessi sviði innanlands segja þeir
að muni styrkja þessa útrás enn frekar.
Kraftur þekkingarinnar virkjaður í útrás
Sérþekking á sviði verkfræði sem hér hefur orðið til á liðnum árum í álvers- og virkjanaframkvæmdum er sú undirstaða sem
verkfræðifyrirtækið HRV ætlar að byggja á í útrás sinni. Að HRV standa þrjár grónar verkfræðistofur. Óli Kristján Ármannsson
ræddi við framkvæmdastjóra þeirra, þá Eyjólf Árna Rafnsson hjá VGK-Hönnun, Skapta Valsson hjá Rafhönnun og Viðar
Ólafsson hjá VST, en þeir mynda stjórn HRV.
Verð á yfir 1000 prentlausnum!
EINFALT OG FLJÓTLEGT
AÐ KAUPA PRENTVERK
O
D
D
I H
Ö
N
N
U
N
P
07
.0
0.
42
2
Prentsmiðjan Oddi ehf. • Höfðabakka 3-7 • 110 Reykjavík • Sími 515 5000 • Pantaðu eintak á www.oddi.is