Fréttablaðið - 28.03.2007, Blaðsíða 29
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Háskólinn í Reykjavík hefur
umsjón með nýjum samstarfs-
samningi íslensks atvinnulífs
við MIT-háskólann í Boston í um-
boði Samtaka iðnaðarins og Við-
skiptaráðs. Samstarfinu verður
hleypt formlega af stokkunum
með ráðstefnu fimmtudaginn
3. maí þar sem fulltrúar MIT
munu kynna samstarfið nánar.
MIT er í efsta sæti banda-
rískra háskóla á sviði tækni og
verkfræði, auk viðskipta og
stjórnunar, og samstarfið því
sagt munu opna gífurleg tæki-
færi til þekkingaröflunar og ný-
sköpunar fyrir íslensk fyrir-
tæki. „Samningurinn felur í sér
aðgang að víðtæku samstarfi,
þekkingu og færni MIT
samkvæmt þörfum,
markmiðum og
óskum þeirra
fyrirtækja sem taka þátt í sam-
starfinu, en það verður með
áskriftarfyrirkomulagi til eins
árs. Samstarfsaðilar fá sendar
upplýsingar um nýjungar, rann-
sóknir og þróunarverkefni sem
verið er að vinna að og tengjast
þörfum íslenskra fyrirtækja,“
segir í frétt um málið á vef Við-
skiptaráðs Íslands. Fyrirtæki
eru sögð munu fá aðgang að við-
burðum á vegum MIT og að þau
geti einnig fengið sendar niður-
stöður rannsókna og skýrslur
eftir þörfum og óskum.
Tengiliður við samstarf at-
vinnulífsins og MIT hér á landi
er Aðalheiður Jónsdóttir hjá
Stjórnendaskóla HR, en nánari
upplýsingar um verkefnið er
að finna á vefslóðinni http://ilp-
www.mit.edu. - óká
Samstarf tekið upp
við MIT í Boston
Það er stutt í hús á Spáni
Við hjá Perla Investments höfum farsællega séð um að
gera þennan draum að veruleika fyrir Íslendinga í tíu ár.
Íslenskur löggiltur fasteignasali og íslenskt fagfólk leiðir
þig áfram áreynslulaust, alla leið. Að eignast hús á Spáni
er einfalt og öruggt með Perla Investments.
Perla Investments | Grensásvegur 13 | 108 Reykjavík | Sími: 545-0300 | Fax: 545-0309 | www.perla.is
G
O
T
T
F
Ó
L
K
Við þjónustum þig á alla lund, við meðal annars:
• Útvegum þér allt að 100% lán á bestu mögulegu kjörum
• Veitum bankaábyrgðir á greiðslur
• Bjóðum þér upp á kynnisferðir til Spánar
• Sjáum um útleigu á húsnæðinu fyrir þig, auk alhliða
fasteignaþjónustu: Viðhald – öryggi – tryggingar
ALLAN ÁRSINS HRING
EF ÞÚ VILT...
...SÉRSTAKLEGA ÞEGAR ÞÚ ÁTT DRAUMAHÚSNÆÐIÐ Á SPÁNI.
Eimskip hefur tekið á móti
nýjum færanlegum hafnarkrana
í Sundahöfn. Kraninn hefur feng-
ið viðeigandi nafn og kallast Jöt-
unn.
Fjárfestingin er sögð til komin
vegna aukinna umsvifa félagsins á
Austurlandi út af skipaafgreiðslu
fyrir Alcoa Fjarðaál.
Hafnarkraninn er af gerðinni
Gottwald HMK 6407 og smíðaður
í Þýskalandi. Hann kemur í stað
eldri krana af sömu tegund sem
verður fluttur austur á Reyðar-
fjörð.
„Nýi kraninn var fluttur til
landsins, fullsamsettur, á vegum
félagsins Big Lift Shipping sem
sérhæfir sig í þungaflutningum
á sjó. Skipið sem flutti kranann
er búið tveimur 250 tonna krön-
um enda má ekki minna vera þar
sem nýi kraninn vegur um 420
tonn,“ segir í tilkynningu Eim-
skips.
Nýi kraninn var nefndur Jöt-
unn eftir nafnasamkeppni meðal
starfsfólk. Eldri kranar Eimskips
nefnast Jakinn og Jarlinn. „Jöt-
unn hefur 110 tonna lyftigetu,
er með 950 hestafla vél og er
420 tonn að þyngd. Hann er 35
metra hár og með 51 metra langa
bómu.“ Eimskip rekur nú tvo
stóra gámakrana í Sundahöfn,
sem lyfta samtals hátt í 100.000
gámum á ári.
Jötunn kominn í Sundahöfn
Orðrómur er uppi um að banda-
ríski fjárfestingabankinn Citi-
group, eitt stærsta fjármála-
fyrirtæki heims, ætli ýmist að
segja upp rúmlega 15.000 manns
eða færa höfuðstöðvar bankans
til að lækka kostnað. Breyting-
arnar eru sagðar liður í hagræð-
ingaráformum bankans en horft
er til þess að spara um einn millj-
arð bandaríkjadala, jafnvirði 67
milljarða íslenskra króna, með að-
gerðunum.
Greint verður formlega frá
endurskipulagningu fyrirtækis-
ins formlega í næsta mánuði jafn-
hliða birtingu á ársfjórðungsupp-
gjöri bankans.
Chuck Prince, forstjóri Citi-
group, er ennfremur sagður undir
miklum þrýstingi frá hluthöfum
bankans að draga úr rekstrar-
kostnaði. Slíkt er talið geta leitt til
hærri arðgreiðslna til hluthafa.
Prince lét í desember í fyrra
gera ítarlega skýrslu um út-
gjöld og rekstur bankans. Nið-
urstöður hennar verða birtar
í næsta mánuði skömmu fyrir
uppgjörið um miðjan apríl.
Viðskiptablaðið Financial Times
segir að fastlega sé reiknað með
viðamiklum uppsögnum. Fari svo
að 15.000 manns verði sagt upp
nemur það um fimm prósentum
af starfsliði Citigroup, að sögn
blaðsins. - jab
Búist við uppsögnum hjá Citigroup