Tíminn - 02.08.1979, Qupperneq 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Á annað hundrað norskir loðnubátar á miðunum við Jan Mayen:
Pólitík hlaupin í málið
Norska stjórnin gagnrýnd fyrir iinkind gagnvart íslendingum
Kás — Sifellt eykst sú gagnrýni i
Noregi sem rikisstjórn Odvars
Nordli hlýtur vegna steinu sinn-
ari Jan Mayen málinu. Nú siö-
ast i gær birtist viðtal viö Kare
Willoch, formann Hægriflokks-
ins i kvöldútgáfu Aftenposten,
þar sem hann gagnrýnir harö-
lega stefnu rikisstjórnarinnar
fyrir aö hafa ekki fyrir löngu
lýst yfir efnahagslögsögu viö
Jan Mayen. Telur hann íslend-
inga taka mjög einstrengings-
lega afstööu i þessu máli, og
vera óþarflega herskáa. Viröist
sem pólitik sé hlaupin i máliö I
Noregi, en i haust fara fram
sveitarstjórnarkosningar þar I
landi.
Daginn áöur haföi Miðflokks-
maðurinn Kare Rönning lýst
yfir þeirri skoðun sinni, að rétt-
ast væri að senda herskip til að
vernda norska loðnubáta á hinu
umdeilda „gráa svæði”, milli
Islands og Jan Mayen.
- Norska stjórnin virðist hins
vegar vera ákveðin i að halda
sinni stefnu til streitu. Sést þaö
best á ummælum Knuds Fryd-
enlunds, utanrikisráðherra
Norðmanna, sem nú gegnir
einnig embætti forsætisráð-
herra, I forföllum Odvars
Nordli, sem hvetur norska sjó-
menn til að halda sig fyrir utan
hið umdeilda svæði. Er ljóst
samkvæmt þessu, aö Norðmenn
munu ekki lýsa yfir efnahags-
lögsögu við Jan Mayen nema
með samþykki Islendinga:
Daglega minnka likurnar á ár-
ekstrum milli islenskra varð-
skipa og norskra loðnuveiði-
báta. Kemur þaö til aí þvi að
loðnugangan suður af Jan May-
en gengur til norðurs burtu frá
hinu umrædda svæði. Hins veg-
ar horfir ekki vel fyrir loðnu-
stofninn ef Norömenn
takmarka ekki veiðar sinar. 1
dag verða komin á annað
hundrað norskir loðnuveiði-
bátar á svæðið við Jan Mayen,
og einnig eru væntanleg færeysk
og sovésk loðnuveiðiskip.
Veiðin hefur blessunarlega
ekki gengið alltof vel, ef undan-
skilin aðfaranótt þriöjudags-
ins. Bátarnir hafa fengið litið i
hverju kasti, en vegna þess hve
margir þeir eru orönir, þá
hækkar heildarveiðin óðfluga.
Næsta skrefið i þessu máli
hljóta að verða formlegar
viðræður milli islenskra og
norskra samninganefnda. Vitað
er að Frydenlund og Benedikt
Gröndal ræddust við i gær, m.a.
um hugsanlegt framhald af
samningaviðræðum milli þjóð-
anna.
Gerðardómur I far-
mannadeilunni:
Skip-
stjórar
hækka
mest
15% útgjaldaaukning
fyrir skipaútgerðirnar
Kás — Geröardómur i deilu far-
manna og skipafélaganna hefur
úrskuröaö um kaup og kjör þeirra
siöar nefndu. Samkvæmt honum
hækka laun farmanna um 5% frá
19. júni til 31. júli miöaö viö þá
kjarasamninga sem siöast voru i
gildi. Þá er þaki lyft af þeim laun-
um, sem enn voru háö þvi. Frá
deginum I gær tekur hins vegar
gildi nýr rammi hjá yfirmönn-
um á kaupskipunum, i samræmi
viö samkomulag sem náöst haföi
um _það milli aöila. Gerðardóm-
urinn hefur fært inn launaliði i
rammann.
Að sögn Þorsteins Pálssonar,
framkvæmdastjóra Vinnu-
veitendasambands tslands,
benda fyrstu tölur til þess að út-
gjaldaaukning útgerðanna vegna
launahækkana til yfirmanna á
kaupskipunum, þ.e. skipstjóra,
stýrimanna, vélstjóra, loft-
skeytamanna og bryta, sé á bilinu
14 — 15%. Útgjaldaaukningin
Framhald á bls 19
' -
Hver var aö tala um freðmýrakenninguna? (Tímamynd: Róbert)
mr mmf l r íf:' •á
r.ú III % 11, ’ll'IHi n II MÍ
V jéhkí’Ép ÆaSSBm |
Ríkisstjórnin:
Samþykkti að taka
Kás — Ríkisstjórnin hefur
samþykkt að notfæra sér heimildi
lögum nr. 57 frá 31. mai I vor, um
að taka hluta jaröarinnar
Deiidartungu i Reykholtsdals-
hreppi ásamt jarðhitaréttindum,
eignarnámi. Varþetta samþykkt
ágreiningslaust i rikisstjórninni.
Þegar eignarnámið hefur farið
fram, má búast við að samningur
verði geröur milli rikisins, sem
eiganda hversins, og Hitaveitu
Akraness og Borgarness um sölu
á heitu vatni. Er þaö ósk
iðnaðarráðuneytisins, sem farið
hefur með þetta mál hingað til, og
fjármálaráðuneytisins, sem nú
fær það á sina könnu, að sam-
hliða þessum samningi takist góð
samvinna við hreppsnefnd Reyk-
Deildartunguhver eignarnámi
holtsdalshrepps, sem væntanlega
fær einhvern forgang um nýtingu
heits vatns úr hvernum.
I greinargerð sem fulltrúar
eigenda Deildartunguhvers skil-
uðu til rikisstjórnarinnar, þegar
málið var þar til umfjöllunar,
áskilja þeir sér allan rétt til
málshöfðunar varðandi lögmæti
eignarnámsins. Telja þeir rök-
stuöning orkuráðherra, Hjörleifs
Guttormssonar, fyrir flutningi
frumvarpsins um eignarnám
Deildartunguhvers ófullkominn
og i hæpnasta lagi.
I greinargerð fulltrúa eigenda
Deildartunguhvers segir að
orkuráðherra hafi eyðilagt
samningaviðæður sem stóðu milli
Hitaveitu Akraness og
Borgamess og eigenda Deildar-
tunguhvers, með ótimabærum
hótunum um eignarnám, starfs-
leyfi fyrir HAB og veröþak.
Segja þeir verðmæti hins
eignarnumda um tvo milljaröa
króna, en jarðhitaréttindin geti
numið sem svarar 330 sekúndu-
litrum af 130 stiga heitu vatni.
Lmgusalar
að hverfa
— sjá bls. 3
Lekandi fær-
ist í vöxt
— sjá bls. 19
Allt um verslun-
armannahelgina
— sjá bls. 8,9,10 og 11