Tíminn - 02.08.1979, Síða 8
8
Fimmtudagur 2. ágúst 1979.
HAGSTÆÐ
KAUP í
Flestar gerðir FAHR
heyvinnuvéla fyrirliggjandi
WELGER HEYBINDIVELAR
til afgreiðslu strax
Verö aðeins kr. 2.368.000
takmarkaöur fjöldi veia.
II/
HQjGBI
w
Draumur
þeirra
sem vilja
vandað
EM
=>EKKJA
Sambyggt: útvarp, magnari, plötuspilari
og tveir hatalarar.
647.000 (greiðslukjör)
29800
Skipholti19
Verslu uct rtho.it itoholgin Vor'sluítortno n ndhelgtit Ver’slu nor'rrton nohelgt n
Aukin löggæsla í Ámes
og Rangárvallasýslum
• um verslunarmannahelgina
GP— Lögreglan í Arnes-
og Rangárvallasýslum
hefur mikinn viðbúnað
fyrir helgina. Hjá
lögreglunni á Hvolsvelli
fengum við þær upp-
iýsingar að einn bll frá
henni muni hafa aðsetur
i Þórsmörk og vera þar
a.m.k. tvær nætur. Þar
verður einnig sú nýjung
að læknir verður í bílun-
um um helgina, bæði til
þess að stemma stigu við
ölvun við akstur inni í ó-
byggðum, og eins til þess
að hjúkra slösuðum og
særðum ef þörf krefur.
Lögreglan i Rangárvallasýslu
hefur gert þetta einu sinni áður
og gaf þaö, það góða raun að
hún hyggst reyna þetta aftur
núna.
Lögreglan mun fara um lög-
gæslusvæðið eins og kostur er,
þ.e. að Galtalæk og i Land-
mannalaugar auk Þórsmerkur.
Bilakostur lögreglunnar á
Hvolsvelli eru tveir fullkomnir
lögreglu og sjúkrabflar en auk
þess munu þeir bæta við sig ein-
um einkabil um helgina.
Lögreglan i Arnessýslu tjáði
okkur að nokkuð blint væri
rennt i sjóinn þar varðandi lög-
gæslu þar sem engin skipulögð
mannamót verða haldin i sýsl-
unni um þessa verslunar-
mannahelgi. Hins vegar kváð-
ust lögreglumenn munu auka
löggæsluna talsvert, en i Arnes-
sýslu eru margir staöir sem
gjarnan heilla ferðamenn til
þess að setjast niður s.s.
Þjórsárdalur, Laugarvatn,
Þingvellir o.fl.
Á báðum stöðunum vildu lög-
reglumenn koma þeirri orð-
sendingu á framfæri að öku-
menn sýni tillitssemi i akstrin-
um nú um helgina og þá ekki
sist við framúrakstur og mæt-
ingar til þess að forðast rúðu-
brot.
GP— A Atlavik eru ekki lengur nein skipulögð hátíðarhöld eins og voru forðum.
Hins vegar heillar Atlavík alltaf jafn mikið og fjöldi manns gistir þar jafnan f
tjöldum um verslunarmannahelgina. Þá hefur blaðið fregnað að ÚIA hyggist
standa fyrir ratleik fyrir tjaldgesti um þessa verslunarmannahelgi þeim til
skemmtunar og heilsubótar. (Tímamynd: KEJ)
Skógarmenn KFUM:
Opið hús í Vatnaskógi
llm verslunarmannahelgina,
3. —6. ágúst n.k., verður OPIÐ
HÚS i Vatnaskógi i tilefni 50 ára
afmælis Skógarmanna KFUM,
en Skógarmenn KFUM eru þeir,
sem dvalist hafa I sumarbúðum
i Vatnaskógi i dvalarflokki, og
sjá þeir um rekstur starfsins
þar.
Tilgangur þessa opna húss er
að gefa gömlum Skógarmönn-
um og öðrum velunnurum
starfsins i Vatnaskógi kost á að
heimsækja Vatnaskóg dags-
stund, heilan dag eða eina helgi.
Er ekki að efa, að margir munu
gleðjast yfir að fá tækifæri til að
koma i Vatnaskóg eftir margra
ára og jafnvel áratuga fjarveru,
þvi ófáir eiga þaðan sinar bestu
æskuminningar.
Aðgangur að svæðinu er
ókeypis ogi tjalsstæðaleiga eng-
in. Matsala verður á staðnum og
hópferð verður fyrir billeys-
ingja, upp i Vatnaskóg frá
Reykjavik föstudagskv. 3. og
heim aftur mánud. 6.
Samverustundir verða að
morgni og siðdegis, og kvöld-
vökur laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Að öðru leyti verður
deginum varið til leikja og
iþróttaiðkana á þurrlendi og i
vatninu.
Þjóðhátið í Eyjum:
Búist við
gestum
alltað 20
^ mikill viöbúnaöur
w löggæslumanna
GP — I Vestmannaeyjum
er búist viö allt aö 20 þús.
gestum á þjóðhátíö og af
-þeím sökum hefur lög-
reglan í Vestmannaeyjum
aukiö og eflt löggæsluna
mikið umfram það sem
venjulega gerist.
Viðmælandi okkar i Vest-
mannaeyjum sagði að allir lög-
reglumenn staðarins yrðu i starfi
um helgina. Yfirleitt hefur lög-
reglan i Vestmannaeyjum fengið
lið lögreglumanna frá „megin-
landinu” á þjóðhátið en svo verð-
ur ekki nú, enda hefur löggæslu-
mönnum verið uppálagt að spara
semkostur er. Þá gat hann þess að
veörið myndi alveg ráða þvi hvort
löggæslustarfið yrði erilsamt nú
um helgina eða ekki, — Gott veð-
ur og sólskin, litið að gera — úr-
koma og rok — mikið að gera.