Tíminn - 12.08.1979, Side 17
Sunnudagur 12. ágúst 1979.
21
America -
Silent Letters
Capitol/Fálkinn
★ ★
Margir munu kannast viö
bandari'Sku hljómsveitina
American, en nú eru liöin um 7 ár
síöan þeir félagar Dewey Bunnel,
Gerry Beckley og Dan Peek, sem
skipuöu America i upphafi, slógu
i gegn meö laginu Horse vith no
name”.
A næstu árum fylgdu mörg
vinsæl lög í kjölfariö hjá þeim
félögum ogþóttimörgum sem svo
aö þarna væri komin hljómsveit
sem fyllt gæti skarö þaö sem
Crosby, Stills, Nash and Young
skildu eftir sig. Bestu lög Amer-
ica á þessum tima voru Ventura
Highway” (sem reyndar var
ótrúlega likt Horse with no
name”’ ,,Sister golden hair”,
Muskrat love” og Hat trick”, af
samnefndri plötu.
Fyrir skömmu kom út ný plata
meö America„Silent Letters” og
ber þar helst til tiöinda aö nefna
að Dan Peek er hættur og þeir
Beckley og Bunnel skipa þvi einir
diiettinn America.
„ Silent Letters”, sem hljóðrituð
var i mars- og april- mánuöi s.l.
hefur aö geyma 10 lög, sem vel
flest eru eftir þá Beckley og
Bunnel. Ekki veröur hægt að
segja aö mikið búi að baki þess-
um lögum og ef á heildina er litið
þá er þessi plata meö þeim slapp-
ari sem America hefur sent frá
sér. Sem sagt, lögin eru frekar út-
þynnt og engu er likara en að þeir
félagar lifi i fortiðinni. Það
verður þó að teljast kostur við
þessa plötu, að allur hljóöfæra-
leikur er mjög góður og söngur oft
á tiðum einnig, en textarnir eru
að venju hið mesta endemis bull
— þannig að þeir félagar hefðu
betur heima setið en sent þessa
piötu frá sér.
No Dice-2 faced
EMI/Fálkinn
★ ★ ★
Ein þeirra hijómsveita sem
sprottiö hafa upp eins og gorkúlur
aö undanförnu er breska rokk-
hijómsveitin No Dice, en hún er
skipuð þeim Gary Strange
(bassi), Roger P. Ferris (söng-
ur), David Martin (gitar) og Cris
Wyles (trommur).
No Dice sendi nýlega frá sér
sina fyrstu plötu og inniheldur
hún að mestu leyti tónsmiðar
Gary Strange, sem mun vera for-
sprakki hljómsveitarinnar. Nefn-
ist plata þessi plata „2 faced” og
rýmar það heiti við nafn hljóm-
sveitarinnar — en Dice mun vera
eins konar leikur hjá þeim i Bret-
landinu.
Tónlist No Dice er rokk af
þyngri gerðinni, ekki ósvipað þvi
sem gerist hjá irsku hljómsveit-
inni Thin Lizzy, en reyndar er No
Dice nokkrum gæða klössum neð-
ar en sú hljómsveit. Það verður
heldur ekki sagt að No Dice veki
neina umtalsverða hrifningu hjá
manni — til þess er hljómsveitin
of lík þúsundum annarra sem
runnið hafa sitt skeiö á undan-
förnum áratug.
John Townley -
Townley
EMI/Fálkinn
★ ★ -f-
Trúlega mun breski tónlistar-
maðurinn John Townley vera
fremur litt þekktur hériendis,
enda ekki nema nokkrir mánuöir
siöan honum skaut upp á sjónar-
sviöiö f Bretlandi.
Það var hið þekkta plötufyrir-
tæki EMI I Bretlandi sem tók
Townley upp á arma sina eftir að
forráðamenn þess heyrðu tónlist
hans og skömmu eftir að samn-
ingar höfðu verið undirritaðir gaf
Townley út sins fyrstu plötu fyrir
EMI. Heitir plata þessi einfald-
lega Townley”,en á plötunni er 10
lög öll eftir John Townley.
Það verður vist að teljast tölu-
vert hugrekki af Townley aö
senda þessa plötu frá sér, á tim-
um þunk” og úew wave”, en öll
lögin á plötunni eru 1 léttum Soft
rock” stil og hljóma flest þannig
að maður hefur þaö á tilfinning-
unni að þetta hafi allt saman ver-
ið gert þúsund sinnum áöur.
Ekkert laganna á plötunni telst
þannig aö minum dómi til meiri
háttar listaverka — heldur eru
þetta gamlar góðar lummur, sem
skilja litið eftir sig og falla þvi
fljótlega i gleymsku. Það verður
þvi að teljast furðulegt að EMI
skuli fjárfesta i framleiðslu sem
þessari, þvi að útilokað er aö
þetta sé það sem koma skal.
Bruford - One
of a kind
Polydor/Fálkinn
★ ★ ★
Einn athhyglisveröasti
trommuleikari siöari ára er án
efa breski trommuleikarinn Bili
Bruford. Hefur hann oftar en einu
sinni veriö útnefndur meö bestu
trommuieikurum heims i vin-
sældakosningum og skipaö þar á
bekk með köppum eins og Ginger
Baker, Carl Palmer, Cozy Powell
og John Bonham.
Þær eru heldur ekki slorlegar
hljómsveitirnar sem Bruford hef-
ur leikið með i gegnum árin og
nægir þar að nefna King Crimson,
Yes og UK, en þá siðast nefndu
stofnaði hann fyrir um einu og
hálfu ári. Ekki varð þó vera hans
i hljómsveitinni löng, þvi að ný-
lega stofnaði hann hljómsveitina
Bruford, ásamt Allan Holdswort
gitarleikara UK og eru i hljóm-
sveitinni auk þeirra, þeir Jeff
Berlin (bassi) og Dave Stewart
(hljómborö).
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
kom út fyrir skömmu og nefnist
hún One of a kind” og má segja að
þar kveði viö nýjan tón hjá
Bruford. Megin uppistaða
plötunnar er nefnilega háþróað-
ur rafmagns-jazz, án söngs og
skipar trommuleikur Brufords að
sjálfsögðu þar veglegan sess. Um
margt er tónlistin á plötunni ekki
ósvipuð þeirri sem var á sólóplötu
Brufords sem út kom i fyrra, og
þvi e.t.v. rangt að segja að á plöt-
unni kveði viö algjörlega nýjan
tón.
Um tónlistina er annars það að
segja að hún er fremur þægileg á-
heyrnar án þess aö verða nokkurn
tima gripandi — ESE
Mazda verksmiöjurnar í
Hiroshima eru taldar meö tæknilega full-
komnustu bílaverksmiöjum í heimi, enda
bera Mazda bílar þaö meö sér í hönnun
og öllum frágangi. Geriö samanburö.
Bílaborg hf. hefur enn einu sinni gert ótrúlega
hagstæða samninga fyrir árið 1980.
Árgerð 1980 byrjar að koma í september.
Vinsamlegast staðfestið pantanir á
I MAZDA 323, MAZDA 626, MAZDA 929 I,
I MAZDA RX7 OG MAZDA PICUP
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 símar: 81264 og 81299