Tíminn - 15.08.1979, Page 6

Tíminn - 15.08.1979, Page 6
6 Wímfom MiOvikudagur 15. ágúst 1979 fiMfim ttgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Óiafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. ____3.500 á mánuöi,______________Blaðaprent. Enn ein ástæðan íslendingar taka tekjur sinar alveg yfirgnæfandi i mynd launa. Þessi laun breytast til hækkunar sam- kvæmt sjálfvirku visitölukerfi sem ekki tekur tillit til ýmissa mikilvægra efnahagsstaðreynda, og að þvi leyti sem slikt tillit er tekið er það mjög tak- markað i þessu kerfi. Af þessu leiðir að laun sem heild hljóta að teljast ein meginástæða verðbólguþróunarinnar. Við þetta bætist siðan að þetta ástand hefur varað svo lengi að búið er að tengja það ýmsum öðrum þáttum i efnahags- og þjóðlifi, þáttum sem tekið hafa mót að mestu eða jafnvel öllu leyti af þessu kerfi. Ekki á þetta siðast talda sist við um lánakerfið sem almennir launþegar eiga mikilvægustu skipti sin við, en það er á sviði húsnæðismálanna. Segja má að þau lán sem „almennum og óbreyttum” launþega, eins og það er stundum orðað, standa til boða hafi a.m.k. hingað til beinlinis verið með þeim skilmálum að launin haldi áfram að rjúka upp úr öllu viti, en afborgunartimi, vextir og reyndar kaupverð ibúðarinnar hafa fylgt þeirri þróun eftir. Á þvi er enginn vafi að þetta hefur valdið óeðli- lega háu verði, og einkum ótrúlega hárri útborgun, óeðlilega stuttum lánstima miðað við endingu eign- arinnar og loks hafa vaxtaákvarðanir verið tilraun- ir til að tryggja raunvirði, tilraunir sem þó hafa verið vanburðugar til þessa. Þegar gengið verður til þess verks að hreinsa til i islensku viðskiptalifi eftir óþrifnað verðbólgunnar, eins og núverandi rikisstjórn hefur byrjað á, er óhjákvæmilegt að þessi lánamál fjölskyldnanna verði um leið endurskoðuð rækilega. Ella getur dæmið ekki gengið upp og er að þvi leyti sambæri- legt við þær breytingar sem verður að gera ef ekki á að gera út af við atvinnureksturinn. En þó að það sé rétt að laun sem heild séu ein meginástæða verðbólgunnar i krafti visitölukerfis- ins, gildir ekki einu um alla launþegahópana i þvi efni. Sá maður sem hefur aðeins til hnífs og skeiðar veldur ekki verðbólgu. Sá sem hefur nokkurt eða jafnvel verulegt f jármagn umfram nauðþurftir get- ur hins vegar valdið verðbólgu með þvi að halda uppi eftirspurn um fram magn þeirra gæða sem fyrir hendi eru hverju sinni. Visitölukerfið tekur ekkert tillit til þessarar stað- reyndar. Á timabili fyrrverandi rikisstjórnar var reynt að hafa þetta að leiðarljósi. Þá var reynt að láta efnahagsaðgerðir þjóna þvi hlutverki i leiðinni að jafna kjörin og slá á eftirspurnarþensluna sem stafaði af þeim sem meira höfðu úr að spila. Þvi miður virtist enginn skilningur vera fyrir þessu i hópi forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Með efnahagslögunum sem sett voru fyrr á þessu ári var stigið það mikilvæga skref að viðurkennd voru að hluta áhrif þjóðartekna og viðskiptakjara á verðbótavisitöluna. Þá var það ákveðið að frádrátt- ur vegna viðskiptakjaranna kæmi ekki niður á lág- launafólki fyrr en að loknum tveimur áföngum. En þvi miður hafa þessi ákvæði aðeins takmörkuð áhrif. Eftir sem áður er það eitt megineinkenni visi- töluskrúfunnar að hún mismunar fólki og eykur á mismun i tekjum og lifskjörum almennt i landinu. Og hún gerir það á sjálfvirkan hátt, án þess að fyrir liggi hverju sinni ábyrg ákvörðun. Þetta er enn ein ástæðan til þess að nauðsynlegt er að hverfa frá þessu skaðlega kerfi. JS. Haraldur Ólafsson: Erlent yfirlit Er verið að breyta Amazon í eyðimörk? Skógarnir á Amazonsvæöinu eru ruddir og fenin þurrkuö upp og i kjölfarið fylgir eyöing jurta og dýra. Þriðja hverttré á jöröinni vex á Amazon-svæðinu. Þaö eru trén sem anda fyrir mannkyniö og allar dýrategundir. Þau framleiða súrefni, taka upp kol- tvisýring úr lofti og koma i veg fyrir of miklakolsýru, er fylgir I kjölfar hækkandi hitastigs vegna siaukinnar umferöar og verksmiöjureksturs. Og frumskógurinn i Amazon er ein af þýöingarmestu lifæö- um jaröarinnar. Undanfarin sextiu ár hefur fjóröungi skóg- arins veriö eytt, og um þessar mundir er gengiö svo hart aö skóglendinu, aö haldi svo fram sem horfir veröur komin eyöi- mörk þar,sem nú er gróöursæl- asta svæöi heimsins. Frumskógurinni Amazon nær yfir fimm milljón ferkilómetra. Þaö er stærra svæöi en öll Evrópa. Hann nær yfir nær helming af Brasiliu. Enn þann dag i dag eru stór svæði i Amazonóþekktog ókönnuö. Þar búa um 40000 Indiánar, flestir á sama hátt og frummenn gerðu. Þeirlifa á þvi, sem landiö gef- ur af sér, fiski og litlum dýrum, ætilegum rótum og ávöxtum. Taliö er, aö Indiánum hafi fækk- að þarna verulega á vorum dög- um. Margir hafa falliö fyrir mönnum, sem ágirnzt hafa land þeirra, en fleiri þó úr sjúkdóm- um, sem borizt hafa til þeirra með hvitum mönnum. Frum- stæðar þjóöir eiga erfitt með aö þola ýmsasjúkdóma, sem land- lægir eru meöal menningar- þjóöa. Þeir hafa ekki myndaö eölilegt móteitur gegn þeim. Siöastliöinn áratug hefur hvorki meira né minna en ellefu milljónum hektara af skóginum verið eytt. Þarna hefur veriö hafin ræktun á ákaflega ódýru landi með ennþá ódýrara vinnu- afli. Erlend stórfyrirtæki hafa setzt þarna aö, studd stjórn Brasiliu. Kveikt var i skóginum og hann brenndur niöur á glfur- legum svæðum. En marga grunaöi, aö hér væri ekki allt meö felldu. Var ekki hugsanlegt, að þaö kynni aö hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir veöurfar, að skógur- inn hyrfi? Nýlega birti þýzki prófessor- inn Harald Sioli niðurstööur 17 ára rannsókna sinna á Amazon-svæðinu. Sioli starfar viö Max Planckstofnunina ásviöi ferksvatnsfræöi. Sioli reiknaöi út, aö nær helm- ingur af súrefnisframleiöslu i andrúmsloftinu fer fram i Amazon-skógunum. Þaö er þvi augljóst mál, aö veöurfar á jöröunni mundi breytast veru- lega ef skógurinn hyrfi. En þaö er ekki bara súrefniö, sem mundi minnka. Koltvisýr- ingur mundi aukast i andrúms- lofti, þar eð tré taka upp koltvi- sýring i miklum mæli. Undan- farna öld hefur koltvisýringur i andrúmslofti aukizt um 15 af hundraði. Hyrfi Amazonskógur- inn mundi koltvlsýringur aukast um 10 af hundraöi. Sioli segir, að eyðing Amazon jafngilti þvi, að eitt heimshafiö hyrfi af hnettinum. Ekki eru allir sam- mála Sioli. en aörir telja, að hann sé of bjartsýnn. Allir eru þó sammála um, aö stórkostleg- ar veöurfarsbreytingar mundu fylgja I kjölfar þess, að skóg- arnir hyrfu. Hitastig i andrúms- loftihækkar, heimskautaisarnir bráðna og yfirborð sjávar hækkar. Margir eru þeirrar skoöunar, aö þótt skógarnir haldist, þá sé þegar svo mikil aukning af koltvisýringi i andrúmsloftinu, vegna meng- unar og brennslu oliu, aö hita- stig muni hækka verulega á næstu áratugum, — svo mikið, aö heimskauta-isarnir fari að bráöna og sjávaryfirborö aö hækka. Regnskógar hitabeltisins eru nauösynlegir öllu llfi á jöröinni. Þeir eru iðandi af lifi. En ekki þarf nema litiö út af að bera til þess að eyöimörk myndist þar, sem nú er ótrúleg frjósemi. Þetta stafar af þvi, aö frum- skógarnir lifa á sjálfum sér, auk þeirra efna sem laufin vinna úr loftinu. Jarövegurinn er nánast ekkert nema það lauf, sem ár- lega fellur af trjánum. Sé gróör- inum svipt burtu, þá er ekkert eftir nema urð og grjót, Falli engin lauf myndast ekki heldur neinn jarðvegur. Þetta hefur hvaö eftir annaö gerzt I sögu skógargróöursiheitum löndum. Sahara-eyöimörkin var eitt sinn þakin skógi. Aörar eyöimerkur hafa trúlega lika verið gróöur- sæl skóglendiáöur en menn fóru að eyöa þeim. Siöan jókst loft- hitinn, veöurfar breyttist og rakinn minnkaði. Frumskóg- arnir lifa i nákvæmu jafnvægi viö aðra þætti náttúrunnar. Sé skógurinn höggvinn I hitabelt- inu hækkar lofthitinn viö jöröu um 15 gráöur og úrkoman minnkar um fimmaf hundraði á ári. Jafnframt eykst hættan á flóðum vegna þess, aö ekki eru lengurtil trjáræturaö sjúga upp rakann. 1 rigningum skolast öll næringarefni burt úr jarðvegin- um og eftir veröur steingerö eyðimörk. Þetta gæti gerzt á Amazon-svæöinu ef ekkert er gert til aö koma i veg fyrir eyöi- legginguna. Meira aö segja Amazon-veg- urinn, sem liggur þvert um skóginn, skapar mikla hættu. Skóginum hefur veriö rutt burt beggja vegna vegarins, og þeg- ar sjást þess merki, aö upp- blástur fylgir i kjölfariö. Og reynslan frá mörgum heims- hlutum sýnir, aö þegar upp- blástur er einu sinni hafinn, er nær ógerlegt aö stööva hann. I annarri grein veröur gerö grein fyrir áhrifum skógareyð- ingarinnará lif manna og dýrai skóginum. Þegar skóginum er rutt burt myndast rjóöur, sem heldur áfram aö stækka, þótt hætt sé aö höggva tré. *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.