Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 15. ágúst 1979 Fornsagnaþing IMunchen 150 fræði- menn fjölluðu um ísl. fornsögur Dagana 30. júlitil 4. ágúst komu fræðimenn viða Ur heimi saman í Munchen til ráðstefnu um is- lenskar fornsögur. Fyrir ráð- stefnunni stóð Institut fur nord- ische Philologie der Universitat Munchen. Fundinn sóttu um 150 fræðimenn frá ýmsum löndum Evrópu og Bandarikjunum og Kanada. Þetta var fyrsta forn- sagnaþingið i Þýskalandi. Hið fyrsta var haldið i Edinborg 1971, annað i Reykjavik 1973, og hið þriðja i Osló 1976. I lok þessa þings var ákveðið að næsta þing skyldi vera i Kaupmannahöfn. Að þessu sinni hafði verið ákveðið að höfuðumræðuefnið skyldi vera fornaldarsögur, en ekki var fast við það bundið, og komu bæði Islendingasögur og konungasögurtilumræðu, og auk þess riddarasögur. Alls voru fluttir 30 fyrirlestrar um margvisleg vandamál is- lenskra fornbókmennta, t.d. um „sannleika” i fornsögum, um efni týndra fornsagna samkvæmt öðrum heimildum, um kveðskap i fornaldarsögum, um hugsanleg- an boðskap vissra fornsagna, og þá var að þessu sinni eins og á fyrriþingum margrættum tengsl islenskra fornsagna og evrópskra samtima bókmennta og um leið um menningartengsl Skandinaviu og Islands annars vegar og meginlands Evrópu hinsvegar. Umræður fóru einkum fram á ensku og þýsku. Þeir sem tóku þátt i ráðstefnunni höfðu nokkrum vikum fyrr fengiö fyrirlestra senda fjölritaða og höfðu þannig átt þess kost að kynna sér efni þeirra og búa sig undir umræður. A siðari helmingi nitjándu ald- ar og á öndverðri hinni tuttugustu áttu Þjóðverjar marga ágæta vis- indamenn á þessu sviði. Meðal þeirra var Konrad Maurer, sem kunnur er á tslandi fýrir sam- vinnu sina við Jón Arnason og ó- metanlegan stuðning við þjóð- sagnaútgáfu hans* Á dögum Þriðja rikisins voru norræn fræði misnotuð i áróðursskyni. En eftir að heimstyrjöldinni lauk hafa á ný hafist visindalegar rannsóknir i Þýskalandi á norrænum forn- bókmenntum og eiga Þjóðverjar hina merkustu fræðimenn i þess- um efnum. Allur undirbúningur þingsins var með ágætum og skipulag til fyrirmyndar. Visindafélagið þýska, fririkiö Bayern, Munc- henarborg, háskólinn i Munchen og ýmsir aðrir höfðu veitt ráð- stefnunni fjárstyrk. Eins og áður segir var það Institut fur Nordische Philologie i háskól- anum i Munchen sem stóð fyrir fornsagagnaþinginu. Forstöðu- maður þeirrar stofnunar er próf. Kurt Schier, sem hefur haldið fyrirlestra hér heima og mörgum tslendingum er að góðu kunnur, og annaðist hann ásamt öðru starfsfólki sofnunarinnar allan undirbúning ráðstefnunar. Meðal starfsmannamánefna dr. Hubert Seelow sem hefur ásamt konu sinni Kolbrúnu Haraldsdóttur innt af höndum mikið starf til að ráðstefnan gæti tekist sem best, og veittu þau hjónin islensku ráð- stefnugestunum frábærar viðtök- / .. "V A uglýsið í Tímanum ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ starfsmaður óskast Samband grunnskólakennara og Land- samband grunnskóla- og framhaldsskóla- kennara óska eftir að ráða starfsmann í hálft starf. Umsóknir sendist SGK-LGF, pósthólf 616, 121 Reykjavik fyrir 20. þ.m. Rauðblesóttur hestur mark blaðstift aftan vinstra. Ungur hestur er i óskilum i Nýjabæ, Sand- vikurhreppi. Verður seldur að tveim vik- um liðnum, gefi eigandinn sig ekki fram. Hreppstjóri Sandvikurhrepps. TOPPURINN í litsjónvarpstœkjum SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SÍMI 27099 13 Fjármálaráðuneytið, 1. ágúst 1979 Sendimaður óskast til starfa allan daginn fyrir fjármála-, félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Æskilegt er að hann hafi réttindi til aksturs létts bifhjóls. Lágmarksaldur 15 ára. Skriflegar umsóknir sendist fjármálaráðuneyti fyrir 20. ágúst n.k. Vitavörður Hornbjargsvita óskar að ráða konu sem aðstoðarvitavörð. Má hafa með sér 1-2 börn. Upplýsingar á Vitamálaskrifstofunni, Seljavegi 32. Uppboð Vegna slita á sameign verða jarðirnar Litli-Kálfalækur, Hraunhreppi og 1/2 jörð- in Hvalseyjar, Hraunhreppi, seldar á uppboði, sem hefst á sýsluskrifstofunni, Borgarbraut 61, Borgarnesi, laugardag- inn 18. ág. 1979 kl. 14. Uppboðshaldarinn i Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu. Eg hélt, að við gætum bjargað björnunum, ef við héldum þeim i einum hóp, þetta verk verður æ erfiðara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.