Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 2
2 ! !1 Miövikudagur 15. ágúst 1979 Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjald- föllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1979 álögðum i Kópavogskaupstað, en þau eru: tekjuskattur, eignaskattur, kirkju- gjald, slysatryggingagjald v/heimilis- starfa, iðnaðargjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, lifeyristryggingagjald skv. 9. gr. laga nr. 11/1975, atvinnuleysistryggingar- gjald, almennur og sérstakur launaskatt- ur, kirkjugarðsgjald, iðnlánasjóðsgjald og sjúkratryggingagjald. Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vita- gjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bif- reiða og slysatryggingjagjaldi ökumanna 1979, vélaeftirlitsgjaldi, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða- gjaldi, söluskatti af skemmtunum, vöru- gjaldi af innl. framl. sbr. 1.65/1975, gjöld- um af innlendum tollvörutegundum, mat- vælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar- sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum, söluskatti, sem i eindaga er fall- inn, svo og fyrir viðbótar og aukaálagn- ingum söluskatts vegna fyrri timabila. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki ver- ið gerð. Bæjarfógetinn i Kópavogi 10. ágúst 1979. Frá Fjölbrautarskólanum á Akranesi Skólinn óskar eftir upplýsingum um hugsanlegar leiguibúðir fyrir kennara næsta vetur. Þá vill skólinn kanna hvaða ibúðaeigend- ur vilja leigja nemendum herbergi á hausti komanda. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans simi 93-2544. Skólameistari. Tæknifraeðingur Iðnaðardeild Sambandsins, Akureyri ósk- ar að ráða tæknifræðing hið fyrsta. Reynsla i sambandi við vinnurannsóknir og launakerfi æskileg. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri i sima 96-21900. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA lönaóardeild-Akureyri Óskilahestur 1 Stafholtstungnahreppi er i óskilum jarð- skjóttur hestur, sennilega 4ra—6 vetra. Mark blaðstift framan hægra og sneitt aft- an vinstra. Hreppstjóri. Laus staða Staða skattendurskoðanda á Skattstofu Suðurlandsum- dæmis, Hellu, er laus til umsóknar. Umsóknir, er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, þurfa aö berast skattstjóra Suðurlandsumdæmis, fyrir 12. sept. n.k. Fjármálaráðuneytið, 13. ágúst 1979. Þaö vakti mikla athygli þegar stórfyrirtækið Chrysler leitaði nú fyrir nokkru á náðir stjórnvalda vegna þeirra rekstrarerfiðleika sem þetta fyrirtæki á við aö striða. Teiknarinn sá ekki betur en þessi auð- hringur væri kominn i röðina hjá Tryggingastofnuninni að leita sér ásjár og bóta, ásamt öðrum miður virðulegum umsækjendum. Nú geta fjármálamennirnir þó hrósaö þvl láni að þurfa ekki að fara á sveit- ina þvi að helstu keppinautar þeirra hafa heitið þeim góðri aðstoð. General Motors hleypur undir bagga með Chrysler: / * SÆKJAST SER UM LIKIR Detroit/ Reuter — í Detroit, höfuðborg bflaiðnaðarins, þóttu það óvænt tlðindi I gær, að Chrysler sam- steypan hlaut hjálp úr óliklegustu átt, en samsteypan hefur barist viö mikil f járhagsvandræði að undan- förnu. Fjárhagsaðstoðin kemur frá helsta keppinaut Chrysler samsteypunnar, en þaö er General Motors samsteypan. General Motors er sem kunnugt er stærsti bilaframleiðandi Bandarikjanna, en Chrysler þriðji stærsti. Nú hefur sam- steypa þessi fallist á að veita keppinaut sinum, Chrysler, að- stoð, sem nemur allt að 230 mill- jónum Bandarikjadala. Fer að- stoðin fram á þann hátt, að Gene- ral Motors kaupa til sin óinn- heimtar kröfur, sem fjármögnun- arfyrirtæki Chryslers liggur með á hendur öðrum. öll helstu bilaframleiðslufyrir- tæki Bandarikjanna reka slik fjármögnunar- og lánafyrirtæki, en starfsemi þeirra felst i þvi að lána kaupendum til skamms tima, jafnt einstaklingum sem sjálfstæðum bflasölum. Chrysler samsteypan stendur frammi fyrir þvi að mikill halli hefur orðið á rekstrinum og sala hefur minnkað verulega. Eru all- ir skálar fyrirtækisins fullir af ó- seldum bifreiðum. Að undanförnu hefur samsteyp- an þvi beitt öllum áhrifum sem hún má til þess að fá Bandarikja- þing til þess að ábyrgjast með rikisábyrgð lán aö upphæö 750 milljónir Bandarikjadala. Þegar fulltrúar General Motors voru spurðir um greiðvikni þeirra og örlæti sögðu þeir, að þeir hefðu áður veitt bilaframleiðslufyrir- tækjum svipaða aðstoð i tima- bundnum erfiðleikum. Andrew Young fær á baukinn: Fær ákúrur fyrir viðræður við Palestínumann 1 gær sá Cyrus Vance utanrlkis- ráðherra sig til þess knúinn að veita sendiherranum hjá Sam- einuðu þjóðunum ákúrur fyrir einkaviðræður við fulltrúa Palestinumanna. Washington/Reuter — Cyrus Vance, utanrikisráöherra Banda- rlkjanna, veitti I gær Andrew Young, sendiherra Bandarikj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, ákúrur fyrir að hafa átt i leyfis- leysi viöræður við fulltrúa Frelsissamtaka Palestinumanna. Þær einkaviðræður sendiherrans áttu sér stað I New York i siðasta mánuði. Áminning utanrikisráöherrans kom I framhaldi af opinberum mótmælum Israelsstjórnar af þessu sama tilefni. Andrew Young varð þannig enn einu sinni miðdepillinn i hörðum pólitiskum deilum, en honum hefur veriö einkar sýnt um að vekja uppþot með ummælum sinum og atferöi I starfi. Sendiherrann hefur gefið þá skýringu á viðræðunum að þær hafi átt sér stað af tilviljun og engin alþjóðamál hafi borið á góma. ísraelsstjórn heldur þvi hins vegar fram að sannast hafi að „viss atriði” hafi verið rædd sem snerta réttindi Palestinu- manna innan Israélsrikis. GANGAN MIKLA virðist að engu orðin Dacca/Reuter — Svo virtist I gær sem öflugur lögregluvörður á landa- mærum Bangladesh og Indlands hefði komið i veg fyrir hina boðuð göngu 50 þúsunda Pakistana yfir þvert Indland, frá Bangladesh til heimalands þeirra Pakistan. Þetta fólk lokaðist inni i Bangla- desh þegar Pakistanriki klofnaði og sjálfstætt riki var stofnað I austurhluta þess. Æ siðan, eða frá 1971, hefur þetta fólk lifað við sult og seyru i Bangladesh og hefur mátt sæta hvers kyns þreng- ingum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er það talið hugsanlegt að göngunni hafi veriö frestaö eða horfið frá henni með öllu þar sem allir helstu leiðtogar fólksins hafa verið hnepptir I fangelsi á undan förnum dögum. Eftir fangelsanirnar urðu uppþot við lögreglustöðvar þar sem meira en fimmtiu manns meiddust og 122 voru handteknir. Yfirvöld i Bangladesh hafa lýst yfir þvi aö allir hinir handteknu veröi dregnir fyrir rétt fyrir óspektir. Hin opinbera fréttastofa Bangladesh sagði I gær að fólkið, sem safnast hafði viö landamær- in, væri tekið að snúa aftur til búða sinna. Indversk yfirvöld hafa einnig haft mikinn viðbúnað vegna hinnar fyrirhuguöu göngu, sem er örþrifaráð Pakistananna, en þeir sjá sina sæng útbreidda ef engin breyting verður til hins betra á högum þeirra. Klofningi Pakistanrikis árið 1971 fylgdu miklar óeiröir og sættu Pakistanar I Bangladesh miklum árásum og hafa slöan lifað sem flóttamenn eöa land- leysingjar I búðum sem hrófað var upp. Milli Bangladesh og Pakistans er óravegur yfir Indland sem reyndar verður fremur kallað heimsálfa en þjóðriki. Hefur þaö verið talið lýsa örvæntingu fólks- ins að það skuli geta hugsað sér þær hörmungar sem slikri göngu mundu fylgja yfir mjög óvinveitt land, en Indverjar eru sem kunn-" ugt er litlir vinir Pakistana. Persía: Mótmæli alþjóöastofu London/ Reuter — Alþjóðlega fréttastofan IPI mótmælti þvi i gær að yfirvöld i Persiu væru að brjóta niður fréttafrelsi I landinu, einkum að þvi er lýtur að þeim takmörkunum sem nýsett lög i Persiu setja erlendum frétta- mönnum. Að mati fréttastofunnar fela lögin i sér brot á mannréttindum almennt og hindrun við ritfrelsi og fréttafrelsi sérstaklega. I mómælaorðsendingu sem fréttastofan sendi forsætisráð- herra Persiu I gær kemur fram að aðilar IPI, sem eru meira en tvær þúsundir fjölmiðla i mörgum löndum, minnast þess ekki að svo harkalegar takmarkanir hafi verið settar við fréttafrelsi fyrr. Sérstaklega tók fréttastofan það fram að hún heföi orðiö fyrir miklum vonbrigðum yfir þvi að stjórnvöld I Persiu hafa þannig tekið undir orð og æði öfgamanna I landinu. erlendar fréttir - erlendar fréttir - erlendar fréttir - erlendar fréttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.