Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. ágúst 1979 3 For- seta vegur Ný leið milli Laugarfells og Sprengisands ÁS — Mælifelli — 1 siðustu viku var ruddur vegur frá skála FerðafélagsAkureyrar i Laugar- felli og á Sprengisandsleið á nýjum slóöum en fram til þessa hefur verið farið um grýtta og fremur seinfarna mela, litt merkta og nær órudda slóð. Hinn nýi vegur liggur á milli Laugar- fells að austan og Laugarfells- hnjúks að vestan um það bil 20 km. til suðurs uns sveigt er i austur við Laugarfellskvisl og þaðan á Sprengisandsleið, og eru vegamótin sunnan vert við Fjórð- ungsvatn. Alls munu vera um 30 km milli Laugafells og vegamót- anna að sögn Finnboga Stefáns- sonar á Þorsteinsstöðum, en hann hefur vegaverkstjórn með hönd- um milli Litluhliðar i Vesturdal og Sprengisandsleiðar sem alls eru um 90 km. Telur Finnbogi hina nýju leið til mikilla bóta og veginn greiðfæran en umferð er mikil af Sprengisandi og niður i Vesturdal um hásumarið og hefur vaxið jafnt og þétt allt frá sumrinu 1970 þegar Jökulsá eystri var brúuð og þessi leið opn- aðist. Ein á er á nýja veginum, svonefnd Bergvatnskvisl, en hún er lítil og botn góður. Rennur hún suður af þótt upptök eigi svo norðarlega á fjöllum sem mörg- um mun þykja nokkur tiðindi Nýja vegarstæðið völdu þeir Gisli Felixson vegaverkstjóri á Sauðárkróki og Sigurþór Hjör- leifsson ráðunautur I Messuholti ásamt Finnboga. Svo vel vildi til að forseti Islands átti leið upp úr Vesturdal siðast liðinn föstudag með Einari Ágústssyni alþingis- manni og frlðu föruneyti rétt þegar verið var að ljúka við veg- inn og fór hann fyrstur manna. Af þessu fágæta tilefni hefur hinni nýju leið verið gefið nafnið For- setavegur. Jarðstöðin I Mosfellssveit. Uppsetnmg loftnetsins er nú hafin eftir sex vikna töf vegna skipaverkfallsins. Timamynd Róbert. jarðstöðin er komin i gagnið og getur fólk þá valið númerið beint og fengið þvi fyrr samband en ella. Einnig verður hægt að taka við erlendu sjónvarpsefni beint á þeim tima sem það er sent út og senda íslenskt efni út. Það er hins vegar ákvörðun útvarpsins hvort það verður gert og hvenær. Loftnet jarð- stöðvarínnar gæti komist upp í nóvem- bermánuði SJ — Framkvæmdum við bygg- ingu jarðstöðvar Landsfma Is- lands i landi Clfarfells i Mosfells- sveit miðar allvel áfram, og er byrjað á uppsetningu loftnets stöðvarinnar. Tafir urðu þó á þeirri framkvæmd vegna skipa- verkfallsins. Ætlunin var að upp- setningu loftnetsins yrði lokið i október, en fyrirsjáanlegt er að það dregst eitthvað fram I nóv- ember. — Við erum mjög háöir veðri, sagði Gústaf Arnar, verkfræðing- ur hjá Pósti og sima, og nú hefur verið gott veður. Hins vegar má búast við að uppsetning loftnets- ins dragist enn lengur ef við fáum slæm haustveður. Ætlunin hefur verið að jarð- stöðin yrði tilbúin 1. febrúar á næsta ári. Ekkert af tækjabúnað- inum er enn komið til landsins. Jarðstöðin kemur til með að leysa vandamál i sambandi við simasamband við Utlönd. Fleiri samtöl eru nú afgreidd með sæ- strengnum heldur en fært er að gera með góðu móti og þvi verða menn oft að biða eftir simtölum. Einnig er I ráöi að gera talsam- band við útlönd sjálfvirkt eftir að Ctsalan STENDUR SEM HÆST 40-80% AFSLATTUR Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR. ATH. nýjum vörum bætt á útsöluna daglega BANKASTRÆTI 14, SIMI 25580.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.