Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.08.1979, Blaðsíða 8
Guðmundur G. Þórarinsson: Hættan af kj ar nor kunni Vitaö er aö fimm lönd hafa smiöaö kjarnorkusprengju. t>au eru Bandarikin, Sovétrfkin, Frakkland, England og Klna. Sumir telja aö fleiri lönd séu þég- ar komin I „kjarnorkuklúbbinn” og búi yfir þessu ógnarvopni. Vandinn aö smlöa sprengjuna er ekki ykja mikill ef menn hafa I höndum hiö auökleyfa plúton. Plúton veröur til þegar nifteind rekst á úranfrumeind, nánar til- tekiö U238. Plúton 239, sem þann- ig myndast er notaö til smíöi kjarnorkusprengju, en viö klofn- un kjarna þess myndast gifurleg orka. 1 kjarnaofnum allra kjarnorku- vera myndast plúton 239 á þennan hátt. Þegar eldsneytisstangir kjarnaofnanna hafa veriö notaö- ar, innihalda þær þvl mikiö plú- ton. Meö endurvinnslu þessara stanga fá herir umræddra landa plúton til sprengjuframleiöslu. Þaö er hins vegar mikiö fyrirtæki aö skilja plútoniö úr þessum stöngum, og til þess þarf aö reisa sérstakar verksmiöjur. Geislavirk úrgangsefni Þegar eldsneytisstangir kjarnaofnanna hafa veriö notaö- ar, innihalda þær eftir kjarna- klofnunina auk úrans og plútons, mikiö af geislavirkum efnum, s.s. cesln 137, joö 139 og storntln 90. Geislavirk efni hafa óstööugan kjarna og senda frá sér mikla orku I formi geislunar, sem getur veriö mönnum hættuleg. Gróft tekiö má flokka geislun I þrjár tegundir. 1) Geislun alfaagna eöa heliumkjarna. Alfaagnir fara aöeins fáeina þumlunga á loft áöur en þær stoppast. Þær komast ekki I gegn- um húöina og eru þvl óskaölegar, nema þær berist inn I llkamann. Ef maöur hins vegar andar aö sér plútonryki, sem er geislavirkt, og sendir frá sér alfaagnir, geta agnirnar skemmt lungnavefina og valdiö krabbameini. Alfageislun má stööva meö þunnri papplrsörk. 2) Geislun betaagna eöa raf- einda. Betaagnir geta fariö fáein fet I lofti. Betaagnir komast inn I mannsllkamann. Betageislun getur t.d. haft áhrif á bein llkam- ans. Þriggja sentimetra þykkt viöarlag stöövar betageislun. 3) Gammageislun, eöa stutt- bylgju orkumikil rafsegulgeislun. Gammageislun fer auöveldlega gegnum mannsllkamann. Til þess aö stööva þessa geislun þarf þykkt lag af steinstýpu. Utan um kjarnaofnana þykk steinsteypa til þess stööva geislun. Skaði geislunar Þegar geislun nær til fruma llk- amans, skaöar hún frumurnar meö þvl aö „jóna” frumeindirn- ar, þ.e. geislunin rifur rafeindir frá frumeindunum. Ef um litla geislun er aö ræöa, lagfærir llkaminn þetta sjálfur, en sé geislunin mikil, ræöur llk- aminn ekki viö viögeröina og af- leiöingin getur oröiö sjúkdómur eöa jafnvel dauöi. Ahrifum geislunar á mannslik- amann má skipta I þrennt. 1) Beint tjón. Sterk geislun getur leitt til dauöa á nokkrum vikum eöa dög- um eöa jafnvel samstundis. Minni geislun getur valdiö bruna eöa meiöslum. Ofætt fóstur getur viö geislun vanskapast eöa dáiö. 2) Langtimaáhrif. Fyrst nokkru eftir geislun verö- ur maöurinn var heilsubrests, krabbamein getur komiö fram og veldur örkumlum eöa dauöa. 3) Erföagallar Geislun getur valdiö skemmd- um eöa breytingum á litningum kynfruma. Þannig geta erföaeig- inleikar breyst og stökkbreyting- ar valdiö ótrúlegustu afleiöing- um, s.s. vansköpun, heila- skemmdum o.s.frv. Sum geislun er hins vegar ó- skaöleg. Viö lifum á jöröinni I geislunarbaöi. Ljósiö er dæmi um óskaölega geislun. Geimgeislar beinast aö hverjum einasta manni, röntgenmyndun veldur geislun og geislun er frá sjón- vörpum og jafnel úrum meö sjálf- lýsandi sklfum. Þrátt fyrir þaö greinir visinda- menn á um, hversu mikla geislun mannslikaminn þolir skaölaust og sumir telja aö sllkt skaöleysis- mark geislunar sé ekki til. Helmingunartími Geislavirk efni hefur óstööugan kjarna og meö þvl aö senda frá sér orku sem geislun, breytist þaö I annaö efni. Geislavirkt efni er ekki óskaö- legt fyrr en þaö hefur þvl sem næst eytt sjálfu sér og breyst I annaö efni. Mælikvaröinn á hversu hratt geislavirka efniö breytist I annaö efni er svokallaöur helmingunar- tlmi. A helmingunartima breytist helmingur geislavirka efnisins I annaö efni. Eftir tvo helmingun- er artlma er þannig aöeins 1/4 eftir aö af geislavirka efninu. Eftir 10 helmingunartíma er um 1/1000 eftir af upphaflega efninu. Helmingunartlmi geislavirkra efna er mjög mismunandi. Joö 133 hefur helmingunartlma 21 klst. Joö 131 hefur helmingunar- tima 8,1 dag og joö 129 hefur helmingunartfma 17.000.000 ár. Flest úrgangsefni kjarnaofna, sem senda sterka gammageislun hafa helmingunartima um 30 ár. Þau ættu þvl aö vera tiltölulega hættulltil eftir 300 ár. Plúton 239 hefur helmingurtlma 24.400 ár og geislun þess er þvi aö mestu horfin eftir 250.000 ár. Alls er taliö aö um 200 mismun- andi geislavirkar samsætur myndist viö kjarnaklofnun I kjarnaofni, en I náttúrunni finn- ast um 60 geislavirkar samsætur frumefna. örugg geymsla Af öllu þessu er ljóst, aö afar á- rlöandi er, aö geislavirkum úr- gangsefnum kjarnaofnanna sé komiö I örugga geymslu þannig aö þau hvorki skaöi núlifandi né komandi kynslóöir. E.t.v. horfa menn um of til kjarnorkuveranna þegar rætt er um hættuna af geislavirkni. Frá kjarnaofni I meöalkjarnorkuveri koma árlega 30-40 tonn af geisla- virkum úrgangsefnum. Samtals munu þessi efni I Bandarlkjunum nú nema um 5000 tonnum frá kjarnaofnum, en frá vopnasmiöi hersins hafa þegar komiö 500.000 tonn af geislavirk- um efnum eö 100 sinnum meira. Efnum þessum hafa menn ýmist sökkt I hafiö eöa reynt aö grafa djúpt I jöröu. Agreiningur er um gildi sllkra geymsluaöferöa. Bretar hafa dælt talsveröu magni geilsavirkra efna I Ir- landshaf og Bandarikjamenn hafa sökkt talsveröu magni I At- lantshaf. Sumir telja aö umbúöir séu nú þegar farnar aö leka. Mikiö er rætt um aö geyma þessa vandræöavöru I gömlum saltnámum. Umhverfisverndarmenn hafa vlöa um lönd myndaö samtök til þess aö berjast gegn þessari þró- un allri. Hættan af endurvinnslu Þegar notkun eldsneytisstanga er lokiö I kjarnaofni er eftir I þeim mikiö úran og plúton, sem áfram Guömundur G. Þórarinsson: má nýta sem eldsneyti, ef það er hreinsaö frá úrgangsefnunum. Þegar hafa veriö reistar verk- smiðjur til þess aö vinna þetta úr- an og plúton, en þannig má nýta hráefniö um 60 sinnum betur I kjarnaofni. Vandinn er hins vegar sá, aö veröi slik endurvinnsla almenn, veröur plúton vlöa til I löndum. Eina hindrun margra rlkja i aö búa til kjarnorkusprengju er, aö þau hafa ekki plúton undir hönd- um. Nú munu rúmlega 40 lönd framleiða raforku meö kjarna- ofnum. Ef þessi lönd hæfu endur- vinnslu efnis frá kjarnaofnum, fengju þau öll plúton og skammt yröi I þaö aö kjarnorkusprengjan yröi almenningseign. Þvi hefur Carterstjórnin stööv- aö slikar endurvinnsluverksmiöj- ur I Bandarlkjunum I von um aö aörar þjóðir geröu þaö sama og hættan á útbreiðslu plútons væri ur sögunni. Aörar þjóöir hafa hins vegar daufheyrst við þessum tilmælum og segja sem svo, aö Bandarlkja- menn þurfi ekki á endurvinnslu aö halda, þeir hafi nóg úran. Þeir sem ekki hafi úran verði hins veg- ar aö fullnýta sitt hráefni. Hver afleiöing þessa veröur I framtiöinni veit enginn. Er hugsanlegt, þegar plúton verður þannig svo aö segja al- menningseign, aö t.d. hryöju- verkamenn gætu komist yfir þetta auðkleyfa efni og smréaö kjarnorkusprengju? Vilja menn leiöa hugann að af- leiöingum þess? Þaö er ekki lengra slöan en I nóvember 1968 aö flutningaskipiö Scheersberg A, sem sigldi undir fána Llberlu, lagöi af staö meö uranoxið frá námum I Zaire til Genúa. Skipið kom aldrei til Genúa. Þegar þaö kom fram I Tyrklandi, var farmurinn allur á bak og burt. Þrátt fyrir sterka leyniþjónustu og mikla eftir- grennslan hefur aldrei til farms- ins spurst. Þetta er engin draugasaga, heldur bláköld staöreynd. Enginn veit hvert farmurinn fór. Margir hafa þó giskað á aö hann hafi farið til ísraels þar sem leynilega sé verið aö fást viö smlöi kjarnorkusprengju. Engum getur blandast hugur um, að aukiö plútonmagn dreift vlöa um heiminn, felur I sér áhættu sem ókleift er að meta. Kjarnorkuveriö á Three Mile Island skammt frá Harrisburg I Pennsylvania. I þessu orkuverikom lekiaö hættulegum efnum s.i. vor oe vakti þaö mikla athygli og umtal. ikudagur 15. ágúst 1979 Miövikudagur 15. ágúst 1979 Leið úransins frá eldsneyti til úrgangs Námugröftur Úran finnst víða í jörðu. Mestu úrannámur veraldar, sem hagkvæmt er að nýta, eru í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Suður-Afríku og Nígerfu. í Bandaríkjunum eru árlega grafin úr jörðu 11.000.000 tonn. Lofttegundin UF q Málmgrýtið er mulið og f ramleitt úranoxíð U 3 Og. úranoxíðinu er síðan breytt í úranhexaflúríö UF6og það hitað þar til það er orðið lofttegund. Úranfrumeindir innihalda mismargar nift- eindir og eru misauðkleyfar. Algengustu sam- sætur úrans eru U238 og U235, sem er miklu auð- kleyfari, en er aðeins um 0,7% af venjulegu úr- ani. Lofttegundinni UF er dælt gegnum gleypan vegg. Léttari frumeindirnar, sem innihalda U238. Hlutfallslega fleiri U235 eindir fara því í gegnum ótal örfínar rásir veggjarins. Með mörg hundruð slíkum dæiingum má þannig auka hlut- fallslegt magn U235 úr 0,7% í ca. 3%. En það er U235 samsætan, serh kjarnaofninn klýfur. Breytt 1 eldsneyti UF 6, sem nú inniheldur aukið magn U235, er breytf í úrandíoxíð UO sem er duft. Duftið er síðan pressaó í litla sívalninga, sem eru hertir i eldi í þar til gerðum of ni. Hver sívalningur er rúmlega 1 cm á lengd og tvöfalt þykkari en blýantur. 1 sívalningur inniheldur jafnmikla orku og 1 tonn af kolum. Sívalningunum er raðað í langar eldsneytis- stangir, sem ganga inn í kjarnaofninn. í kjarna- ofn, sem er 1000 MW, eru sett um 100 tonn af úr- an. í kjarnaofni U235 kjarni klofnar í léttari frumefni þegar nifteind er skotiðá hann. Léttari kjarnarnir hafa minna efnismagn samanlagt en upphaflegi kjarninn. Efni breytist í orku samkvæmt jöfnu Einsteins Emc 2 . Orkan er notuð til þess að framleiða gufu sem snýr hverflum og framleiðir raf magn. Sum efnin, sem myndast við kjarnaklofnun- ina, eru mjög geislavirk, s.s. cesín og strontín. Eftir notkun eru eldsneytisstangirnar teknar úr ofninum og settar í geislunarörugga geymslu eða búnar undir endurvinnslu. Endurvinnsla Þegar eldsneytisstangirnar eru teknar úr kjarnaofninum, hef ur aðeins um 2/3 af U235 not- ast við kjarnaklofnun. 1/3 er eftir en auk þess hef ur U238 breytst í piúton 239 við nifteindaskot- hríð. Meðþví að skilja úranið og plútonið frá hin- um geislavirku úrgangsefnum má því vinna mikið eldsneyti. Með slíkri endurvinnslu má fá fram alltaðóO sinnum betri nýtingu hráefnisins. Ef þær rúmlega 40 þjóðir, sem nú nýta kjarna- ofna til raforkuframleiðslu, settu upp slíka end- urvinnslu, fengju þær allar ráð yfir plútoni. Þar með hefðu þær allar möguleika á að framleiða kjarnorkusprengju og hættan á kjarnorkustyr- jöld margfaldaðist. Úranið, sem þessar þjóðir fá til þess að kynda kjarnaofnana, er ekki nægilega ríkt af U235 til þess að framleiða megi úr því kjarnorku- sprengju. Geislavirku úrgangsefnin Við kjarnaklofnunina myndast f jölmörg efni. Joð 131 og cesín 137 og strontín 90 eru öll mjög geislavirk og hættuleg. Sum þessara geislavirku efna má vinna og nota í læknisf ræði, t.d. í baráttunni gegn krábba- meini. Geislavirk úrgangsefni verður að geyma á ör- uggum stað, jafnvel í hundruð ára. I' mörgum löndum standa harðar deilur um hvað gera skuli við þessi efni, eða hvort leggja skuli niður karnorkuverin til þess að hindra framleiðslu þessara geislavirku efna. Úran Kennt viö reikistjörnuna Úranus, fannst árið 1789. Þyngsta frumeind náttúrlegra frumefna. Helmingunar- timi algengustu samsætu er 4500 milljón ár. Samsæta úr- ans, U235, er notuö sem eldsneyti I kjarnaofna, en einnig má nota U233. Viö klofnun úrans koma fram nifteindir, sem viðhalda keöjuverkuninni. Cesin Nafnið er dregið af caesius eða himinblár, fannst 1860. Linast allra málma, fljótandi við 28 gráður C. Viö kjarna- klofnun úrans kemur fram cesin 137, samsæta af cesium. Cesín 137 veldur hættulegri geislun. Hafnin Nafnið er dregið af Hafnia, hinu latneska nafni Kaup- mannahafnar. Hafnin drekkur i sig nifteindir og er þvi notað i stýrisstangir I kjarnaofna. Kadmin Nafnið er dregið af kadmia, sem þýðir jörö. Fannst árið 1817. Notaö I stýrisstangir kjarnaofna til.aðhafa hemil á keðjuverkun. Plúton Kennt viö reikistjörnuna Plúto, fannst áriö 1940. Var notað i stað úrans i nokkrar fyrstu kjarnorkusprengjurn- ar. Strontin Nafniö er dregið af Strontian, bæ I Skotlandi. Fannst fyrst árið 1790. Sjaldgæfur málmur, eins konar tvifari kalsins. Geislavirkt strontin 90 er I úrfalli frá kjarnorku- sprengjum og úrgangi frá kjarnaofnum. Þaö skemmir beinmerg likamans og getur hæglega valdið krabbameini. Radin Nafniö er dregið af radlus (geisli). Pierre og Marie Curie fundu það árið 1898. Blanda af radlnbrómlöi og sinksúlfiöi er notuö sem lýsiefni á tölur og vlsa á úrskífúm. Radin gefur frá sér hættulega geisla, sem fá sinksúlfiö tii þess aö glóa. Nú það sipp Ameríkanar eru eins og kunnugt er mjög veikir fyrir alls konar dellum. Fyrir nokkrum árum komust þeir að raun um það, að það sem áður voru álitin æðstu gæði lífsins, þaðað geta leyft sér að flatmaga ein- hvers staðar á þægileg- um stað og neyta mikils og gós og hitaeininga- auðugs matar, var mið- ur heilsusamlegt. Fyrir fólki var brýnt, að þess konar háttalag væri vis- asti vegurinn til þess að deyja ótímabært úr hjartaslagi. Venti fólk nú sínu kvæði í kross og hóf alls kyns heilsurækt af miklu kappi. Erfið- lega hefur gengið að breyta matarvenjum, en æ fleiri hafa farið að á- stunda reglulega hreyfingu í einhverri mynd. Einna vinsælast hefur verið að skokka og hafa milljónir banda- ríkjamanna sést skokk- andi um borg og bý seint og snemma. Má minna á fréttamyndir af fræg- um persónum, sem eru alltaf að birtast i heims- pressunni, og eiga það víst að minna fólk á, að heilbrigð sál býr i hraustum líkama (að undanförnu hafa birst margar myndir af Carter forseta á skokki, og eiga vist að róa það fólk, sem hefur verið að velta vöngum yfir heilsufari forsetans). En allar dellur deyja út um síðir og nú virðist skokkið vera að syngja sitt siðasta. I staðinn er fólk farið að sippa. Er ýmislegt talið sippinu til ágætis framyfir skokk- ið, að það reynir ekki bara á fótleggina, heldur líka á handlegg- ina, það er hægt að stunda sippið í einrúmi hvar sem er og það þykir áhrifameira í að styrkja hjarta og lungu og auka þrek en skokkið. Er sagt að 10 mínútna sipp sé jafn áhrifamikjð til þessa og 30 minútna skokk. Auðvitað hafa komið fram meistarar í sippi, þó að það njóti ekki enn viðurkenningar sem iþróttagrein, en fram hafa komið tillögur um það, að gera það að keppnisiþrótt á ólym- píuleikunum 1984. Þeir sem kræfastir eru, geta sippað linnulaust í meira en sex klukku- tíma og sagt er, að sum- ir geti sveiflað sippu- bandinu fimm sinnum um sig í einu stökki. Allir eiga að geta sippað og útbúnaðurinn þarf ekki að vera merkilegri en snærisspotti. En óvönum er bent á það að fara hægt í sakirnar til að byrja með, en auka hraðann og tímann smátt og smátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.