Tíminn - 31.08.1979, Side 9
Föstudagur 31. ágúst 1979.
9
Af bókum
Sagan af Breska
íhaldsflokknum
Saga breska thalds-
flokksins
Robert Blake: The Conservative
Party from Peel to Churchill.
Fontana Books 1979 (4. útg.)
305 bis.
Um og eftir miðja 17. öld tóku
stjórnmálaflokkar aö myndast á
Bretlandseyjum. Eins og vænta
mátti voru þessir flokkar harla ó-
likir þeim sem nú starfa, nán-
ast samtök einstakra þingmanna
um einstök mál og vildu flokks-
böndin þá oft bresta af litlu til-
efni. Þegar leiö á 18. öld fengu
samtök þessi á sig fastari mynd
ogskiptust þingmenn þá aöallega
i tvo flokka: Whigga og Toria.
thaldsflokkurinn hefur löngum
veriö talinn afsprengi Toria og
enn þann dag i dag eru Ihalds-
menn kallaöir Tories i daglegu
tali.
Upphaf íhaldsflokksins
Robert Blake telur íhaldsflokk-
inn ekki beinan arftaka Torianna.
1 upphafi bókarinnar reynir hann
aö timasetja upphaf flokksins.
Það verður þó varla gert af ná-
kvæmni, enda erfitt aö segja til
um, hvenær menn hættu að veröa
Toriar og geröust konservativir.
Niöurstaöa höfundar er sú, aö
Ihaldsflokkurinn hafi i fyrsta lagi
orðiö til I þeim sviptingum er
uröu vegna endurbóta á kosn-
ingalögum um 1830. Um svipað
leyti varö Robert Peel leiðtogi
flokksins ogleiöir Blakemörgrök
aö þvi, aö sá flokkur, sem hann
stýröi, hafi i veigamiklum atriö-
um veriö gjörólfkur þeim flokki,
sem laut forystu Williams Pitt
yngra á Napóleonstimanum. Enn
eimdi þó eftir af áhrifum gömlu
Tórianna og þótt Peel hafi breytt
flokknum mikiö og þótt ýmsar
stofnanir Ihaldsflokksins eigi
rætur að rekja til áranna um 1830
telur Blake, aö hinn eiginlegi
Ihaldsflokkur hafi fyrst fengiö
fast mót um miðjan fimmta ára-
tug 19.aldar. Þá uröu miklar deil-
ur i þinginu um verndartolla á
korni. Peel tapaði þeirri orrustu
og nýir menn komust til valda i
flokknum. Þá uröu landeigendur
mest ráöandi um sinn, en siöar
uröu fésýshimenn og iönrekendur
styrkaste stoö hans.
Glæsileg saga
Siöustu 35 ár 19. aldar voru
Ihaldsmenn samfleytt viö völd á
Bretlandi. Fýrra hluta þess tima-
bils var Disraeli leiðtogi flokksins
en siöan Salisbury lávaröur og
var hann forsætisráöherra fram
yfir aldamót, er Balfour tók viö.
En Balfour hélst ekki lengi á
völdunum. Hann beið mikiö af-
hroð i kosningunum 1906 og tóku
Frjálslyndir þáviö stjórnartaum-
unum. Ihaldsmenn komust svo
aftur til valda áriö 1922 og héldu
þeim, nær óslitiö, uns Verka-
mannaflokkurinn sigraöi i þing-
kosningunum áriö 1945.
Siöarihluti 19. aldar var mesta
stórveldistimabiliö I sögu Breta.
Ihaldsflokkurinn hefur löngum
notiö ljómans frá þeirri tiö.
Robert Blake skýrir rækilega á-
stæöur hinnar löngu stjórnarsetu,
ræðir áhrif hennar á flokkinn og
greinir þau áhrif, sem flokks-
menn höföu á mótun og uppbygg-
ingubreskaheimsveldisins. Hann
skýrir einnig þær breytingar, sem
uröu á flokknum á þessu skeiöi,
hvernig hagsmunir landeigenda
viku smám saman fyrir hags-
munum og áhrifum kaupsýslu-
manna og atvinnurekenda, auk
þess sem efri miöstéttarmenn
tóku aö styöja flokkinn i rikari
mæli en áöur.
Að mörgu leyti hefur flokkurinn
þó litiö breytst og ýmsar gamlar
heföir hafa fylgt honum frá upp-
hafi vega. Um 1830 greindust
Bretar ekki sist i stjórnmála-
flokka eftir trúarskoöunum.
Ihaldsflokkurinn hefur frá fyrstu
tið stutt ensku biskupakirkjuna
og gætt hagsmuna hennar i hvi-
vetna. Og atkvæði flokksins hafa
að mestu komiö frá anglfkönum.
Meðlimir annarra kirkjudeilda
hafa jafnan fremur kosiö aöra
flokka. Flestir forystumenn
íhaldsflokksins hafa veriö úr hópi
anglíkana. Þó er þetta auövitaö
ekki einhlitt og sem dæmi má
nefna var Bonar Law kaþólskur,
en hann var forsætisráöherra
flokksins eftir 1920. Oftast hafa
hagsmunir flokksins og biskupa-
kirkjunnar þó verið svo sam-
slungnir, aö gjarnan hefur veriö
haft á oröi i Bretlandi, aö
biskupakirkjan væri ekki annaö
en íhaldsflokkurinn á bæn!
En auövitað skiptir fleira máli
um fylgi viö stjórnmálaflokka en
trúarskoöanir. Fylgi breskra
stjórnmálaflokka hefur löngum
þótt skiptast nokkuð ákveöiö eftir
landshlutum. Á Englandi sjálfu
hefur Ihaldsflokkurinn löngum
haft undirtökin, en aörir, Frjáls-
lyndir og Verkamannaflokkurinn
hafa jafnan haft meira fylgi i
Skotlandi og Wales. Sama var um
Irland að segja fram aö skipting-
unni. Eftir hana hafa Ihaldsmenn
jafnan haft langmest fylgi á N-lr-
landi.
Stríð og fylgistap
Eitt er þaö atriöi, sem viröist
nær öruggt til fylgistaps i bresk-
um stjórnmálum, en þaö er aö
teljastbera ábyrgö á striöi. Skipt-
ir þá engu hver úrslit striösins
veröa. Allt frá dögum Krims-
striðsinshefursáflokkur, sem fór
meö völd næstu árin áöur en
styrjöld hófst, beöið afhroö i
næstu kosningum aö striöi loknu.
Eina undantekningin var eftir
fyrri heimsstyrjöldina. íhalds-
menn biðu þannig mikinn ósigur
1906, i fyrstu kosningunum eftir
Búastriöiö, og aftur 1945 þegar
fyrst var kosiö eftir siöari heims-
styrjöldina. Um þann ósigur segir
Robert Blake, að hann heföi þó
sennilega oröiö enn meiri heföi
vinsælda Churchills ekki notið
viö. A Churchill hefur Blake þó
heldur litiö álit. Hann viöurkenn-
ir, að hann hafi veriö frábær
styrjaldarleiðtogi en þá gat hann
stjórnaö sem næstsem einvaldur.
A friöartimum þótti honum allt
dauflegra og naut sin hvergi sem
skyldi.
Afbragðs bók
Bók Roberts Blake er afbragös
góö. Hann skrifar mjög vel, hefur
fágæta innsýn i stjórnmálaúfiö og
er skemmtilega kiminn. 1 bókinni
eru töflur um ýmislega skiptingu
áfylgi flokkannaá ýmsum timum
og einnig er birt skrá yfir rikis-
stjórnir Bretlands frá 1830-1955.
Höfundur bókarinnar, Robert
Blake, var aölaður fyrir fræöi-
störf áriö 1947. Hann hefur starf-
að viö kennslu i stjórnmálafræö-
um i Oxford um lángt skeiö, auk
þesssem hann hefur fengist mik-
ið viö rannsóknir og ritstörf. A
meöal annarra rita hans má
nefna ævisögu Disraelis, sem út
kom áriö 1966.
Jón Þ. Þór.
W. Churchill, mikill styrjaldarleiðtogi en
þótti flest dauflegt er friður rikti.
Vélsmiðjan
Þór hf.
ísafirði
Símar 3711 og 3041
Símnefni: Vélar
* Sandblástur
* Zinkhúðun
Sérgrein:
* Mótorvélaviðgerðir
* Rennismíði
* Eldsmíði
* Ketilsmíði
* Plötusmíði
* Málmsteypa
* Rafsuða
*Logsuða
* Bílaviðgerðir
l Útboð
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til-
i boðum i lagningu 8. áfanga hitaveitu-
dreifikerfis.
Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrif-
stofunum Vestmannaeyjum og Verkfræði-
skrifstofunni Fjarhitun hf., Reykjavik
gegn 30. þús. kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð i Ráðhúsinu Vest-
mannaeyjum þriðjudaginn 4. sept. kl. 16.
Stjórn veitustofnana
I Vestmannaeyjabæjar.
Handavinnukennarar
Að skólanum Hvolsvelli vantar handa-
vinnukennara pilta.
Umsóknir sendist hreppsskrifstofu Hvols-
hrepps.
Rafvirkja vantar
Óskum að ráða rafvirkja til starfa.
Rafafl, SVF
Barmahlið 4,
Simi 28022.